Fréttir

Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra

Næstkomandi föstudag, þann 20. október, munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir ráðstefnu um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga, hefst kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 17:00. Ráðstefnan er öllum opin og er skráning á netfanginu ssnv@ssnv.is.
Meira

Ókeypis heilsufarsmæling SÍBS Líf og heilsa

Þessa dagana stendur íbúum Norðurlands vestra til boða ókeypis heilsufarsmæling á vegum forvarnarverkefnisins SÍBS Líf og heilsa eins og greint var frá á Feyki.is í síðustu viku. Í dag milli kl. 14:00 og 16:00 verður mælt á Skagaströnd og á Sauðárkróki milli kl. 8:00 og 15:00 á morgun en mælingum er lokið á öðrum stöðum. Heilsugæslan á Sauðárkróki vill koma þeim skilaboðum til þeirra sem ætla að mæta í heilsufarsmælingu þar að gengið skuli inn við sjúkraþjálfun að sunnan en ekki aðalinngang.
Meira

Framsókn opnar kosningaskrifstofu

Frambjóðendur Framsóknarflokksins bjóða til opnunar á kosningaskrifstofu í Skagafirði á Kaffi Krók, Sauðárkróki miðvikudagskvöldið 18. október kl. 20:00.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður kaupir rafmagnsbíl

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sagt frá því að í sumar hafi sveitarfélagið fest kaup á nýjum Volkswagen e-Golf rafmagnsbíl. Það var Ingvar Gýgjar Sigurðarson, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu sem tók við bílnum fyrir hönd sveitarfélagsins og ók honum norður með viðkomu í Staðarskála þar sem hann bætti við rafhleðsluna.
Meira

Kynningarfundir Ferðamálastofu og SSNV um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Norðurlandi vestra í dag eins og sagt var frá á Feyki.is á dögunum. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka eins og áður hefur verið auglýst klukkan 10:30 – 12:00 en staðsetning þess síðari hefur breyst og verður hann haldinn í Miðgarði kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Heilbrigðiskerfið þarf að virka fyrir fólk

Í lok síðustu viku vakti ungt fólk athygli á þeim mikla aðstöðumun sem felst í því að eiga langveikt barn á landsbyggðinni. Þórir og Guðrún Kristín eru búsett á Ísafirði og eiga soninn Birkir Snær sem er tæplega tveggja ára gamall. Birkir Snær hefur verið veikur frá fæðingu, og var greindur með krabbamein í apríl í fyrra. Það fylgir því mikið álag og vinna að eiga langveikt barn. Birkir Snær þarf að sækja sína sérhæfðu læknisþjónustu á Landsspítalann, þar er hann í lyfjameðferð og rannsóknum að minnsta kosti einu sinni í mánuði, stundum oftar.
Meira

Nýr hótelstjóri á Deplum

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Deplar Farm er rekið af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience. Kristín Birgitta hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúxushótelinu Tower Suites Reykjavík en þar var hún einn af lykilstarfsmönnum við opnun og mótun hótelsins. Kristín Birgitta hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Meira

Fyrsta skóflustungan að gervigrasvelli

Í dag klukkan 15 verður fyrsta skóflustungan, eða réttara sagt fyrstu skóflustungurnar, teknar að nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki. Það er von knattspyrnudeildar að sem flestir iðkendur á öllum aldri mæti með skóflur og taki þátt í atburðinum.
Meira

Sumarið gert upp hjá krökkunum í GSS

Lokahóf barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldið í gær í húsi klúbbsins að Hlíðarenda. Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Meira

Vesturbæingarnir lögðu Kormáksmenn í splunkunýtt parket

3. deildar lið Kormáks á Hvammstanga tók þátt í Maltbikarnum í körfubolta um helgina því á laugardag komu Íslands- og bikarmeistarar KR í heimsókn í íþróttahúsið á Hvammstanga en við það tilefni var nýtt parket vígt. Samkvæmt heimildum Feykis var troðfullt í húsinu og hin fínasta stemning en gestirnir úr Vesturbænum höfðu betur í leiknum.
Meira