Fréttir

Langtímasýnin er gölluð

„Það vantar langtímasýn í landbúnaðarmálin“ höfum við heyrt fleygt fram í kosningabaráttunni. Að einhverju leyti er það satt, en að öðru leyti ekki. Þannig er til dæmis í gildi búvörusamningur sem tekur til næstu tíu ára. Leitun er að slíkri langtímasýn í íslenskri pólitík, nema ef vera skyldi þegar kemur að húsnæðislánunum okkar sem yfirleitt eru til 40 ára.
Meira

Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps samþykkt

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum breytingatillögu sem gerð var á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fjölgunar á efnistökustöðum, nýs verslunar- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum. Breytingatillagan var auglýst frá 10. júlí með umsagnarfresti til 21. ágúst.
Meira

Mennt er máttur!

Menntun á að vera öllum aðgengileg óháð aldri, búsetu og efnahag. Allir eiga að geta lært það sem þá langar til, þar sem þá langar til. Til að það sé hægt þarf að standa vörð um rekstur framhaldsskólanna um land allt og bjóða upp á fjölbreytt nám. Nám á framhaldsskólastigi þarf í auknum mæli að vera einstaklingsmiðað og hagnýtt, auk þess sem auka þarf námsframboð tengt iðn- og tæknimenntun og skapandi greinum. Með því búum við okkur undir samfélags- og tæknibreytingar framtíðarinnar. Talið er að meirihluti þeirra sem eru börn í dag muni í framtíðinni gegna störfum sem enn eru ekki til.
Meira

Rabb-a-babb 152: Ástrós

Nafn: Ástrós Elísdóttir. Árgangur: 1982. Hvað er í deiglunni: Ég er að kaupa mér hús. Hvernig er eggið best? Þegar það kennir hænunni. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sigurður Pálsson heitinn. Ljóðin hans snerta við mér og svo er hann albesti kennari sem ég hef haft.
Meira

Tengill nýr umboðsaðili Vodafone

Tengill hefur tekið við umboði Vodafone á Sauðárkróki. Framvegis geta viðskiptavinir Vodafone á Sauðárkróki sótt alla þjónustu, jafnt tækni sem fjarskiptaþjónustu, í verslun Tengils í Kjarnanum.
Meira

Kjóstu!

Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta.
Meira

Samstarf listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra

Í gær hófst tilraunaverkefni um samstarf listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra þegar þrír listamenn sem dvelja í Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd heimsóttu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Tilraunverkefnið er samstarfsverkefni Þekkingarsetursins á Blönduósi, Nes listamiðstöðvar og Textílseturs Íslands og felst það í heimsóknum listamanna í skóla á Norðurlandi vestra. Markmið verkefnisins er að efla samstarf milli listamiðstöðva við skólastofnanir á svæðinu og gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreytileika í listum frá ólíkum menningarheimum.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu

Á morgun, fimmtudaginn 26. október, bjóða listamenn októbermánaðar hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi til textílsýningar í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann. Sýningin nefnist „far a way“ og eru það listamennirnir Laura Hegarty frá Írlandi, Ingela Nielson frá Svíþjóð, Caroline Forde frá Kanada og Kristine Woods og Maggie Dimmick frá Bandaríkjunum sem standa að henni.
Meira

Ofbeldi er samfélagsmein

Ofbeldi er stórt samfélagsmein á Íslandi og stærra er marga grunar. Við verðum að horfast í augum við meinið og takast á við það. 22% kvenna hafa upplifað kynferðis og/eða heimilisofbeldi í nánu sambandi. Ein af hverjum fjórum til fimm! Flestar konur og margir karlar hafa upplifað kynferðislega áreitni. Á fyrstu 6 mánuðum Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, komu tæplega 200 manns og leituðu ásjár. 130 konur og 79 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra, en ekkert slíkt athvarf er til fyrir karla og börn þeirra. Árlega leita um 120 einstaklingar á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Meirihluti þeirra eru ungir þolendur sem eru 25 ára og yngri. Konur eru um 97% brotaþola. Alvarleiki brota mikill en um 70% þeirra er nauðgun og ekki er nema helmingur brotanna kærður.
Meira

Lengri afgreiðslutími hjá Sýslumanni

Fimmtudaginn 26. október nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofunni á Blönduósi og sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki vegna atkvæðagreiðslu utankjörfundar til alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017.
Meira