Fréttir

Pungar og pelastikk - raunir trillukarla í Miðgarði í kvöld

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir í kvöld, föstudagskvöld, hugverkið Pungar og pelastikk – raunir trillukarla, þar sem leiknum atriðum og þekktum dægurlögum er blandað saman í samfellda dagskrá. Það eru tvær galvaskar konur á Hofsósi sem eru höfundar handritsins og leikstýra því en til liðs við sig hafa þær fengið þá Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason ásamt hljómsveit.
Meira

Miðflokkurinn – við ætlum!

Miðflokkurinn býður nú fram í fyrsta sinn, undir tryggri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er sá stjórnmálaforingi nú um stundir sem hefur sýnt það best að hafa hæfileika og festu til að takast á við stór og flókin úrlausnarefni og ná árangri.
Meira

Beint flug milli Akureyrar og Bretlands í janúar og febrúar

Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar í morgun var lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands og flugklasanum Air 66N. Þar segir að Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn AIR 66N hafi um árabil unnið að því markmiði klasans að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Ferðaskrifstofan Super Break í Bretlandi hyggist fljúga tvisvar í viku í janúar og febrúar frá Bretlandi til Akureyrar, samtals 14 flug á 7 vikum.
Meira

Hrói Höttur í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks - Leikdómur

Ég er sest fyrir miðju í salnum í Bifröst, tilbúin í það sem næsti einn og hálfi tíminn hefur upp á að bjóða. Áfangastaður er Skírisskógur, fararstjóri er Leikfélag Sauðárkróks og eftir að hafa rennt yfir leikaravalið í leikskránni virðist ég vera á leið í skemmtiferð af bestu sort! Inn salinn ráðast hermenn í leit að hetjunni okkar – Hróa hetti, sem hefur náð að móðga eiginkonu sýslumannsins og uppsker að sjálfsögðu stöðu réttdræps útlaga.
Meira

Um gagnsæi, spillingu, traust og samvinnu

Þegar gagnsæi og traust almennings hefur verið aukið fylgir því óhjákvæmilega aukið traust og samvinna milli ólíkra stjórnmálaflokka inni á þingi. Allir stjórnmálaflokkar ættu nefnilega að vera að vinna að sama markmiðinu: að bæta hag almennings í landinu. Við höfum ef til vill ólíka sýn á hvernig er best að standa að því en það er einmitt ástæðan af hverju það er mikilvægt að hafa breiðan, ólíkan hóp fólks á Alþingi.
Meira

Vinstri græn opna kosningaskrifstofu í kvöld

Kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður opnuð á Sauðárkróki í kvöld, fimmtudag klukkan 20 á Ólafshúsi, Aðalgötu 15. Á dagskrá verður lifandi tónlist, veitingar og óvænt atriði. Á morgun, föstudag verður hún opin frá 17-21 og á laugardaginn verður kosningarkaffi frá klukkan 14-18. Á Blönduósi verður opið í sal Samstöðu, Þverbraut 1, annarri hæð, frá klukkan 10-22 á laugardaginn.
Meira

Langtímasýnin er gölluð

„Það vantar langtímasýn í landbúnaðarmálin“ höfum við heyrt fleygt fram í kosningabaráttunni. Að einhverju leyti er það satt, en að öðru leyti ekki. Þannig er til dæmis í gildi búvörusamningur sem tekur til næstu tíu ára. Leitun er að slíkri langtímasýn í íslenskri pólitík, nema ef vera skyldi þegar kemur að húsnæðislánunum okkar sem yfirleitt eru til 40 ára.
Meira

Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps samþykkt

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum breytingatillögu sem gerð var á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fjölgunar á efnistökustöðum, nýs verslunar- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum. Breytingatillagan var auglýst frá 10. júlí með umsagnarfresti til 21. ágúst.
Meira

Mennt er máttur!

Menntun á að vera öllum aðgengileg óháð aldri, búsetu og efnahag. Allir eiga að geta lært það sem þá langar til, þar sem þá langar til. Til að það sé hægt þarf að standa vörð um rekstur framhaldsskólanna um land allt og bjóða upp á fjölbreytt nám. Nám á framhaldsskólastigi þarf í auknum mæli að vera einstaklingsmiðað og hagnýtt, auk þess sem auka þarf námsframboð tengt iðn- og tæknimenntun og skapandi greinum. Með því búum við okkur undir samfélags- og tæknibreytingar framtíðarinnar. Talið er að meirihluti þeirra sem eru börn í dag muni í framtíðinni gegna störfum sem enn eru ekki til.
Meira

Rabb-a-babb 152: Ástrós

Nafn: Ástrós Elísdóttir. Árgangur: 1982. Hvað er í deiglunni: Ég er að kaupa mér hús. Hvernig er eggið best? Þegar það kennir hænunni. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sigurður Pálsson heitinn. Ljóðin hans snerta við mér og svo er hann albesti kennari sem ég hef haft.
Meira