Pungar og pelastikk - raunir trillukarla í Miðgarði í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
27.10.2017
kl. 09.40
Áhugamannafélagið Frásaga sýnir í kvöld, föstudagskvöld, hugverkið Pungar og pelastikk – raunir trillukarla, þar sem leiknum atriðum og þekktum dægurlögum er blandað saman í samfellda dagskrá. Það eru tvær galvaskar konur á Hofsósi sem eru höfundar handritsins og leikstýra því en til liðs við sig hafa þær fengið þá Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason ásamt hljómsveit.
Meira