Fréttir

Fiskisúpan úr brúðkaupsveislunni og hjónabandssæla á efti

Hjónin Friðrik Már Sigurðsson og Sonja Líndal Þórisdóttir, ábúendur á Lækjamóti í Víðidal, voru matgæðingar vikunnar í 38. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Vaskur hópur VG!

Kosningar til alþingis á hverju ári er ekki óskastaða en bregðast verður við þegar ríkisstjórnin ræður ekki við hlutverk sitt eins og raun ber vitni. Nú liggur fyrir öflugur listi VG í norðvesturkjördæmi sem ætlar að berjast fyrir hag landsbyggðarinnar og réttlátu og heiðarlegu samfélagi sem gerir ungu fólk kleift að mennta sig og stofna heimili og öldruðum og öryrkjum fært að lifa mannsæmandi lífi. Fátækt er óásættanleg í ríku samfélagi.
Meira

Stefán Logi ráðinn framkvæmdastjóri Steinullar

Í sumar var auglýst staða framkvæmdastjóra Steinullar en Einar Einarsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri um áraraðir, lætur senn af störfum. Nú hefur verið ráðið í stöðuna og ljóst að Stefán Logi Haraldsson mun taka formlega við sem framkvæmdastjóri eigi síðar en 1. apríl á næsta ári.
Meira

Bubbi í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Bubbi Morthens hefur verið á faraldsfæti síðustu vikur með kassagítarinn og komið fram víðsvegar um landið. Í kvöld ku kappinn mæta til leiks í Sauðárkrókskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Á dagskránni eru lög af nýju plötunni hans en einnig tekur hann eldra efni.
Meira

Manst þú eftir gömlu SK bílnúmerunum?

Það eru margir sem hafa áhuga á að rifja upp gömlu bílnúmer og spjalla um hver átti hvaða númer, á hvernig bíl þau voru og þar frameftir götunum. Þá eru til hópar á Fésbókarsíðunni sem eru tileinkaðir hverri sýslu(staf) fyrir sig, eins og það var hér forðum daga, og eru meðlimir að birta bæði myndir og upplýsingar tengt bílnúmerunum þar inn. Þar sem ég, Sigríður Garðarsdóttir, hef verið aðeins að hjálpa til á Samgönguminjasafninu í Skagafirði í nokkur þá hef ég oft verið spurð út í gömlu bílnúmerin og hver átti hvað og fátt var um svör, sem er ekki ásættanlegt. Ég tók mig því til og setti niður skrá með hjálp frá vini mínum Bjarna Har og niðurstaðan var þessi. Skrá um gömlu SK bílnúmerin frá árunum
Meira

Horfðu á Atvinnupúlsinn í Skagafirði á feykir.is

Atvinnupúlsinn í Skagafirði var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni N4 nú í vikunni en alls verða gerðir átta þættir, þar sem rætt er við fólk í atvinnulífinu og farið í heimsóknir til fyrirtækja og stofnana í firðinum. Feykir.is er nú kominn með hlekk á þáttinn en umsjónarmenn þáttanna eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson.
Meira

Hjartaaðgerð Jökuls Mána gekk vel

Hinn ungi Skagfirðingur, Jökull Máni Nökkvason, fór í hjartaaðgerðina sína á Barn- och Ungdomssjukhuset í Lundi í Svíþjóð í fyrradag, 4. október. Að sögn Önnu Baldvinu Vagnsdóttur, móður Jökuls Mána, tókst aðgerðin vel, en hefur það eftir skurðlækninum að hjartað hefði verið mjög þreytt og hefði verið það eina sem kom honum á „óvart“. Öllum götum á milli hjartahólfa var lokað og hans eigin lokur notaðar til þess að búa til nýjar, og minnka lekann. Á Facebookfærslu Önnu Baldvinu segir að það sé aðeins leki á milli hólfa ennþá en læknarnir séu mjög bjartsýnir á það að hann sé ekki mikill og komi ekki til með að hrjá hann.
Meira

Þrjár húnvetnskar laxveiðiár á topp 10 í sumar

Húni.is greinir frá því að laxveiði sé nú lokið í flestum ám landsins og þá sér í lagi þeim sem flokkaðar eru sem náttúrulegar ár. Þrjár húnvetnskar ár eru á lista yfir tíu Veiði í ám sem byggja á seiðasleppingum verður stunduð fram eftir þessum mánuði. Þær húnvetnsku laxveiðiár sem eru á lista Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu ár landsins hafa allar lokað. Á topp tíu listanum eru þrjár húnvetnskar ár, Miðfjarðará, Blanda og Laxá á Ásum.
Meira

Kjöt á beinin

Bændum er nóg boðið. Þeir eru uggandi um framtíð greinarinnar. Bændur gera sér grein fyrir að lengra verður ekki haldið á sömu braut, átak og breytingar séu nauðsynlegar. Þetta kom m.a. berlega fram á gríðarlega fjölmennum fundi á Blönduósi fyrir nokkrum vikum. Þangað flykktust bændur, nánast af öllu landinu.
Meira

Bergþór Ólason efstur á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Nú hamast stjórnmálaflokkar landsins við að stilla upp á framboðslista sína. Í gær var tilkynnt að Bergþór Ólason framkvæmdastjóri á Akranesi muni leiða lista Miðflokksins, flokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. Bergþór er framkvæmdastjóri Byggingalausna ehf. og LOB ehf, áður Loftorka í Borgarnesi ehf, að því fram kemur í tilkynningu.
Meira