Fréttir

Ljósfari með Sigvalda í framlínunni tók þátt í Músíktilraunum

Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram síðastliðið laugardagskvöld í Norðurljósasal Hörpu. Meðal þeirra sem náðu í úrslit var hljómsveitin Ljósfari en þar í fararbroddi var Sigvaldi Helgi Gunnarsson frá Löngumýri í Skagafirði. Það er auðvitað löngu vitað að drengurinn getur sungið flestum betur og fór það svo að Ljósfari, sem spilaði laglegt melódískt popprokk, hafnaði í þriðja sæti.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú eru páskarnir framundan og margt fólk á faraldsfæti. Sundlaugarnar eru alltaf vinsælar til afþreyingar og hafa margar þeirra opið lengur þessa daga en gengur og gerist. Hér að neðan má sjá opnunartíma sundlauganna á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði:
Meira

Nýdönsk – heiðurstónleikar á Hvammstanga

Laugardagskvöldið 31. mars nk. setja Ingibjörg Jónsdóttir og Menningarfélag Húnaþings vestra upp heiðurstónleika með lögum Nýdanskrar í Félagsheimilinu Hvammstanga. Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og verða tónleikarnir hinir glæsilegustu. Allir sem að tónleikunum koma eru heimamenn og -konur, hvort sem það eru söngvarar hljóðfæraleikarar, hljóðmenn, margmiðlunarhönnuðir eða aðrir.
Meira

Konukvöld Freyjanna á morgun

Kiwanisklúbburinn Freyja ætlar að halda konukvöld á morgun, miðvikudaginn 28. mars, á Mælifelli á Sauðárkróki og eru Freyjurnar búnar að undirbúa kvöldið alveg gríðarlega vel, að sögn Sigríðar Káradóttur, forseta Freyju. „Þetta er fjáröflun þannig að þetta verður bæði skemmtun og góðgjörð fyrir þann sem kaupir miða,“ segir hún.
Meira

Randsokkaðir Molduxar halda vormót sitt 12. maí

Nú er síðasti sjens að kaupa sokka til styrktar Mottumars en síðasti söludagur sokkanna er í dag, mánudaginn 26. mars. Hægt er að nálgast sokkana í mörgum verslunum landsins sem og á vefverslun Krabbameinsfélags Íslands. Körfuboltafélagið Molduxar fékk sér þessa líka æðislegu sokka og hvetur önnur félög og hópa að gera það sama.
Meira

Kærir málsmeðferð Sveitarfélagsins vegna Sýndarveruleika

Sigurjón Þórðarson, varafulltrúi Skagafjarðarlistans í sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hefur sent kæru til sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem óskað er eftir aðkomu þess vegna ólögmætrar stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, á grundvelli 109 gr. laga nr. 138/2011. Um er að ræða samninga sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. og samning við hugbúnaðarfyrirtæki um hönnun og stjórnun á uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, fyrir starfsemi Sýndarveruleika ehf.
Meira

Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður fá styrk til lagningar ljósleiðara

Í síðustu viku skrifuðu fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga undir 24 samninga um styrki fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram í ráðuneytinu.
Meira

Mikið breyttur framboðslisti Framsóknarflokksins í Skagafirði

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 hefur verið kynntur. Mikil breyting hefur orðið á mannvali listans en Stefán Vagn Stefánsson mun sem fyrr leiða listann. Ingibjörg Huld Þórðardóttir situr í öðru sætinu, Laufey Kristín Skúladóttir í því þriðja og Axel Kárason verður í því fjórða.
Meira

Skagfirskar leiguíbúðir hses. byggja 8 leiguíbúðir á Sauðárkróki

Í síðustu viku var undirritaður verksamningur og verkáætlun á milli Skagfirskra leiguíbúða hses. og BM Vallár ehf. vegna bygginga á tveimur fjögurra íbúða húsum úr forsteyptum einingum.
Meira

Mjólk er góð! - Áskorandapenni - Vala Rós Ingvarsdóttir

Ég er fædd og uppalin á Skagaströnd 1966, þar var gott að alast upp, endalaus ævintýri í fjörunni á höfðanum og engar dauðar stundir hjá okkur krökkunum.
Meira