Fréttir

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þriðjudaginn 17. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka kl. 10:30 – 12:00 og sá seinni á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30
Meira

Finnst þér mygluostar góðir?

Það er ekki bara alþjóðlegi bjór og pítsudagurinn í dag heldur er einnig alþjóðlegi mygluostadagurinn líka. Það eru ekki allir sammála um hvort mygluostar séu góðir eða ekki enda er nafnið á þeim eitt og sér ekkert rosalega sjarmerandi og manni langar yfirleitt ekki að smakka á neinu sem inniheldur orðið mygla, eða er það bara ég?
Meira

Alþjóðlegi bjór og pítsudagurinn er í dag

Það er fátt sem getur glatt mann meira, eftir langan vinnudag, en að fá sér góða pítsu með góðum bjór, þvílík tvenna. Það sem gerir daginn í dag ennþá skemmtilegri er að það er landsleikur í imbakassanum og til að fullkomna allt þá væri nú ekki verra ef að strákarnir okkar myndu vinna leikinn. Held einmitt að fjölmargir landsmenn eigi eftir að halda uppá þennan dag án þess að vita af því því það fylgir svo oft fótboltaleikjum að vera í góðra vinahópi, panta sér pítsu og fá sér bjór.
Meira

Ungar konur ráða byggð

Ungar konur eru lykillinn að blómlegri byggð, það er náttúrulögmál. Þar sem ungar konur velja sér að búa og eiga börnin sín, þar dafnar lífið, svo einfalt er það. Því ætti að vera kappsmál að hvetja ungar konur til þess að gefa sig að stefnumótun vítt og breitt í samfélaginu. Enda vita ungar konur manna best hvað þarf til að skapa frjósaman jarðveg fyrir ungt fólk og skapandi framtíð á landinu okkar góða.
Meira

Ásmundur, Halla og Stefán Vagn í efstu þremur hjá Framsókn

Um helgina fór fram tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Bifröst í Borgarfirði. Þar var samþykkt að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, muni skipa efsta sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi í næstu alþing­is­kosn­ing­um.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í Kórar Íslands í kvöld

Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Einn af kórunum sem keppa er hinn ágæti Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og fáum við að sjá þá í þættinum í kvöld.
Meira

Eftirlaun og atvinnuþátttaka

Talsverðar breytingar urðu á lífeyriskerfinu um síðustu áramót. Ýmislegt jákvætt hefur áunnist með þessum breytingum en það eru þættir sem þarf að lagfæra. Einn af þeim þáttum sem þarfnast breytinga er sú staðreynd að nýja kerfið er atvinnuletjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun. Þetta er þáttur sem mikilvægt er að breyta.
Meira

Blönduósingar eignast nýjan kastala

Húnahornið segir af því að nýr og glæsilegur leikkastali fyrir skólabörn sé risinn á skólalóð Blönduskóla. Framkvæmdin hófst fyrir nokkrum vikum síðan en hún fólst meðal annars í jarðvegsskiptum, uppsetningu kastalans og frágangi.
Meira

Brentton naut tímans á Íslandi

„Ég hef virki­lega notið tím­ans á Íslandi og hér hef ég eign­ast vini fyr­ir lífstíð.“ Þetta seg­ir Brentt­on Muhammad, landsliðsmarkvörður eyrík­is­ins Antigua og Barbuda í Karabía­hafi, í sam­tali við mbl.is. Eins og þeir sem fylgst hafa með liði Tindastóls í fótboltanum síðustu sumur þá er hér um að ræða hinn eldhressa markvörð Stólanna sem haldið hefur samherjum sínum og dómurum á tánum með óvenjumiklum talanda úr öftustu vörn.
Meira

Áskorun tekið!

Áskorendapenninn Sigurvald Ívar Helgason
Meira