Ljósfari með Sigvalda í framlínunni tók þátt í Músíktilraunum
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
27.03.2018
kl. 11.11
Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram síðastliðið laugardagskvöld í Norðurljósasal Hörpu. Meðal þeirra sem náðu í úrslit var hljómsveitin Ljósfari en þar í fararbroddi var Sigvaldi Helgi Gunnarsson frá Löngumýri í Skagafirði. Það er auðvitað löngu vitað að drengurinn getur sungið flestum betur og fór það svo að Ljósfari, sem spilaði laglegt melódískt popprokk, hafnaði í þriðja sæti.
Meira