Fréttir

Er gott að búa á Íslandi? Áskorandi Gunnar Pálmason

Við hjónin fórum til Gran Canary í byrjun febrúar og dvöldum þar í fjórar vikur. Við höfum ekki komið á þessar slóðir líklega um 17 ár, höfum í staðinn dvalið í Suður Evrópu á haustin til að lengja sumarið.
Meira

Stelpurnar í Tindastól á toppnum

Stólastúlkur gerðu góða ferð á Húsavík í gær er þær áttust við Völsung í 2. deild kvenna í fótbolta. Eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik sýndu þær hvert stefnan er tekin og eftir mikla baráttu skoruðu þær tvö mörk og tóku stigin þrjú með sér á Krókinn.
Meira

Kaffihús Guðrúnar frá Lundi opnar í dag

Ferðaþjónustan að Sólgörðum í Fljótum opnar í dag 1. júní en þar er ýmislegt í boði s.s. eins og gisting, handverk, sundlaug, leikvölur, grill- og nestisaðstaða og svo Kaffihús Guðrúnar frá Lundi.
Meira

Fasteignamat hækkar um 12,8%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8% frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 99,2% eigna en lækkar á 0,8% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2018. Það tekur gildi 31. desember 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2018.
Meira

Ernir hættir flugi til Sauðárkróks

Sex mánaða tilraunaverkefni með áætlunarflug á Sauðárkrók hefur runnið sitt skeið en Flugfélagið Ernir, sem hefur sinnt þessari þjónustu, hefur gefið upp að ekki verði framhald á a.m.k. í bili.
Meira

Ný sýning, Foldarskart, opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á laugardag

Það var mikið umleikis í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi þegar blaðamaður Feykis leit þar við fyrir skemmstu. Verið var að setja upp nýja sérsýningu í safninu en eins og margir vita er ævinlega opnuð ný sýning í safninu á hverju vori. „Við köllum þessar sýningar Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins og það er svo skemmtilegt að margt heimafólk bíður spennt eftir að sjá hvaða sýning verður opnuð að vori,” sagði Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins, en sýningin verður opnuð laugardaginn 2. júní kl. 14:00 og eru allir velkomnir að vera við opnunina.
Meira

Einar töframaður með sýningu í kvöld

Töframaðurinn geðþekki, Einari Mikael, heimsækir Krókinn í dag og verður með töfrasýningu í FNV í kvöld. „Þetta er ný sýning með nýjum atriðum sem ég hef verið að vinna í og er mjög spenntur að heimsækja Krókinn,“ segir hann svo það má búast við glæsilegri sýningu.
Meira

Íbúafundur á Sauðárkróki um verndarsvæði í byggð

Sveitarfélagið Skagafjörður boðar til opins íbúafundar í Húsi frítímans á Sauðárkróki á sunnudaginn kemur, 3. júní, klukkan 16:00. Á fundinum verður farið yfir stöðu verkefnisins Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og í framhaldi af því óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum. Eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta á fundinn og leggja sitt af mörkum til að móta verkefnið svo svæðið megi þróast í sátt við íbúa og umhverfi.
Meira

Unnið við grunn að gagnaverinu á Blönduósi

Framkvæmdir eru í fullum gangi við byggingu gagnavers Borelias Data Center á Blönduósi en stutt er síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Unnið er við að moka grunn fyrsta hússins sem reist verður en það mun verða 640 m2 að stærð.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga 70 ára

Í gær 29. maí voru liðin 70 ár frá stofnun Byggðasafns Skagfirðinga árið 1948 en fastasýning var opnuð í Glaumbæ þann 15. júní fjórum árum seinna, 1952. Safnið er eign Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og segir í stofnskrá að hlutverk þess sé að safna, varðveita og rannsaka muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðla þeim til almennings.
Meira