Fréttir

Þau bestu og efnilegustu verðlaunuð

Þann 23. september síðastliðin fór uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu fram. Þar voru bestu og efnilegustu leikmenn liðanna þriggja verðlaunuð. Einnig fengu markakóngur og drottning viðurkenningu. Það voru leikmenn sjálfir sem völdu besta leikmanninn en þjálfarar völdu þau efnilegustu.
Meira

And­lát: Pálmi Jóns­son á Akri

Pálmi Jónsson á Akri, bóndi og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 9. október. Hann var fæddur 11. nóvember 1929 á Akri í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna þar, Jóns Pálmasonar, bónda, alþingismanns og ráðherra, og Jónínu Valgerðar Ólafsdóttur, húsfreyju.
Meira

Dansmaraþonið byrjað - Myndband

Tíundu bekkingar Árskóla á Sauðárkróki hófu árlegt dansmaraþon nú klukkan 11 í morgun en dansað verður sleitulaust í sólarhring. Danssýning allra nemenda skólans verður svo klukkan 17 í dag og eru þá allir hvattir til að mæta í íþróttahúsið og fylgjast með. Nemendur hafa æft af kappi undir stjórn Loga danskennara, Vígþórssonar, undanfarnar tvær vikur en hans er ætíð beðið með tilhlökkun.
Meira

Skagfirðingafélagið 80 ára

Skagfirðingafélagið í Reykjavík fagnaði 80 ára afmæli sínu sl. laugardag í samkomusal Ferðafélags Íslands. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að gefa út afmælisdisk með 10 glænýjum skagfirskum dægurlagaperlum sem fluttar voru um kvöldið. Ber hann heitið Kveðja heim.
Meira

Réttað í Víðidalstungurétt - Myndasyrpa

Réttað var í Víðidalstungurétt um helgina í prýðis veðri og samkvæmt venju mætti fjöldi gesta og fylgdist með bændum koma hrossum sínum í rétta dilka. Að sjálfsögðu var Anna Scheving mætt í réttina með myndavélina og kom svo aðeins við á Stóru-Ásgeirsá og myndaði þar kisu, geitur og nokkra graðfola hjá Magnúsi bónda.
Meira

Hvernig vilt þú hafa hafragrautinn þinn?

Ég er nokkuð viss um að allir viti að hafragrautur er bráðhollur því helstu hráefnin hans eru vatn og haframjöl. Vatn er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl er uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna.
Meira

Fornleifar í Fljótum

Í tilefni af evrópsku menningarminjadögunum mun Minjastofnun Íslands standa fyrir dagskrá laugardaginn 14. október nk. á Gimbur gistiheimili í Fljótum. Þema menningarminjadaganna að þessu sinni er minjar og náttúra og munu af því tilefni verða flutt þrjú stutt erindi sem endurspegla áhrif náttúru á staðsetningu minja og mótun menningarlandslags og varðveislu þess.
Meira

KS Deildin í uppnámi

Allt stefnir í að KS- Deildin í hestaíþróttum verði ekki haldin í vetur þar sem aðstandendur Meistaradeildar Norðurlands hafa ákveðið að hætta aðkomu sinni að henni. Í yfirlýsing frá Meistaradeild Norðurlands segir að Kaupfélagi Skagfirðinga hafi verið tilkynnt um ákvörðunina en KS hefur verið aðalstyrktaraðili mótsins.
Meira

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þriðjudaginn 17. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka kl. 10:30 – 12:00 og sá seinni á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30
Meira

Finnst þér mygluostar góðir?

Það er ekki bara alþjóðlegi bjór og pítsudagurinn í dag heldur er einnig alþjóðlegi mygluostadagurinn líka. Það eru ekki allir sammála um hvort mygluostar séu góðir eða ekki enda er nafnið á þeim eitt og sér ekkert rosalega sjarmerandi og manni langar yfirleitt ekki að smakka á neinu sem inniheldur orðið mygla, eða er það bara ég?
Meira