Fréttir

Körfuboltamenn farnnir að spretta úr spori

Annar æfingaleikur Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil í körfunni var spilaður í dag og stór hópur stuðningsmanna Stólanna mætti í Síkið til að horfa á sína menn leggja ÍR í parket af öryggi. Lokatölur urðu 86-62 en Chris Caird var stigahæstur leikmanna í dag með 25 stig.
Meira

Haustlitaferð um Skagafjörð

Farið var í hina árlegu Haustlitaferð sem prestarnir í Húnaþingi bjóða eldriborgurum á hverju hausti. Að þessu sinni var farið í Skagafjörðinn og húsbændur á Miklabæ, Löngumýri og Kakalaskála við Kringlumýri voru heimsóttir. Anna Scheving á Hvammstanga var með í för og að sjálfsögðu var myndavélin við höndina.
Meira

Boðið upp á markasúpu á Króknum

Það var líf og fjör á Sauðárkróksvelli þegar sígrænir Völsungar skröltu í heimsókn frá Húsavík. Lið Tindastóls hefur verið í ágætu stuði upp við mörk andstæðinga sinna í síðustu leikjum og það varð engin breyting á því í dag. Eftir fjörugan og kaflaskiptan leik sigruðu heimamenn 4-3 og skutust þar með upp fyrir lið Völsungs í sjötta sæti 2. deildar.
Meira

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar veitt

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2017 voru veittar á fimmtudaginn og er það í þrettánda skipti sem það er gert. Eins og undanfarin ár var það Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem stóð að verðlaununum ásamt sveitarfélaginu.
Meira

Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm

Sl. laugardag stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi og réttuðu á ný í máli Friðriks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur sem dæmd voru til dauða fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi, og Pétur Jónsson, vinnumann, þann 13. mars 1928. Sigríður Guðmundsdóttir, 16 ára vinnukona, var einnig dæmd til dauða en var náðuð af kónginum og dæmd í lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin voru að sjálfsögðu sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga, bæði til gamans og fróðleiks.
Meira

Kiðlingur að hoppa á trampólíni - myndband

Ótrúlega krúttlegt myndband af kiðling að hoppa á trampólíni. Við Skagfirðingar þurfum ekki að leita langt til að sjá þessar fjörugu og fallegu skepnur því Dýragarðurinn á Brúnastöðum í Fljótum er með geitur og kiðlinga. En spurningin er hvort að kiðlingarnir þeirra fái að hoppa á trampólíni... :)
Meira

Viðar Sveinbjörnsson og Ragna Stefanía Pétursdóttir Skagfirðingamótsmeistarar

Skagfirðingamótið í golfi fór fram um síðustu helgi á golfvelli Borgnesinga en áður hafði mótinu verið frestað vegna veðurs. Á fésbókarsíðu mótsins segir Björn Jóhann Björnsson að stærsta fréttin sé sú að Haddi, „litli bróðir“ Arnar Sölva, fór holu í höggi hjá á 8. braut. En það eru þau Viðar Sveinbjörnsson og Ragna Stefanía Pétursdóttir sem bera titlana Skagfirðingamótsmeistarar 2017.
Meira

Skrapatungurétt, - hestar, handverk og hamingja

Um helgina verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt þar sem Skarphéðinn Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu verður fjallkóngur og leiðsegir ferðamönnum í smöluninni. Allir geta tekið þátt í reiðinni, hægt er að mæta með eigin hest eða leigja af heimamönnum.
Meira

Góðar undirtektir við starfakynningu

Eins og Feykir fjallaði um fyrir nokkru hefur verið ákveðið að halda svokallaða starfakynningu á vegum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Leitað er til fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi vestra á sviði iðn-, verk-, raun- og tæknigreina um að kynna þau störf sem innt eru af hendi á þeirra vinnustöðum fyrir nemendum í eldri bekkjum grunnskólanna á svæðinu svo og nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ennfremur verður kynningin opin foreldrum. Lögð er áhersla á að hér er um starfakynningu að ræða en ekki kynningu á fyrirtækjunum sem slíkum.
Meira

Vel mætt í lýðheilsugöngu að Hegranesvita

Lýðheilsugönguferðir Ferðafélags Íslands eru á dagskrá alla miðvikudaga í september og voru nokkrar farnar í gær á Norðurlandi vestra. Frá Blönduósi var farið í Hrútey, fjaran frá Stöpum að Illugastöðum gengin á Vatnsnesi og Skagfirðingar gengu frá Ósbrú að Hegranesvita. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu.
Meira