Ljóst að um gríðarlegt tekjutap er að ræða
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
21.08.2017
kl. 16.30
Byggðarráð Húnaþings vestra ræddi þá erfiðu stöðu sem sauðfjárbændur standa nú frammi fyrir á fundi sínum í dag. Ljóst er að tekjutap bænda verður gríðarlegt komi sú lækkun á afurðaverði sem tilkynnt hefur verið til framkvæmda og hefur það áhrif á samfélagið allt en ekki aðeins sauðfjárbændur. Miðað við boðaða verðlækkun mun heildarverðmæti dilkakjöts í sveitarfélaginu lækka úr 426 milljónum haustið 2016 niður í 281 milljón á þessu hausti og er það lækkun um 145 milljónir króna. Svohljóðandi bókun var lögð fram á fundinum:
Meira