Gestum fækkar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
20.04.2018
kl. 14.03
Tekið var á móti 1.679 gestum fyrstu þrjá mánuði ársins í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra sem rekin er á Selasetri Íslands að því er kemur fram á heimasíðu Selasetursins. Á sama tímabili á síðasta ári voru gestir Upplýsingamiðstöðvarinnar 1.958 og er hér um að ræða 14% fækkun milli ára. Einnig fækkaði þeim sem keyptu sig inn á Selasafnið á fyrsta ársfjórðungi um 10% frá því í fyrra.
Meira
