Fréttir

Heitavatnslaust í hluta iðnaðarhverfisins á Sauðárkróki

Verið er að gera við heimtaug við Loðskinn og þess vegna þarf að loka fyrir rennsli á heitu vatni í hluta iðnaðarhverfisins, Víðimýri og Ártorgi. Búast má við vatnsleysi á öllu þessu svæði í um klukkustund, en eftir það mun vatnið koma á að hluta til, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. Búast má við lengra vatnsleysi í Víðimýri 1, 4-6 og Borgarmýri, en reynt verður að hraða verkinu eins og hægt er.
Meira

Orðsending til knapa

Matvælastofnun vill koma því á framfæri við knapa landsins nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.
Meira

Rabb-a-babb 157: Lee Ann

Nafn: Lee Ann Maginnis. Árgangur:1985. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Alla og Jóhönnu og er alin upp á Blönduósi frá sjö ára aldri. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í heild sinni. Fylgdist með þeim í Hollandi og þrátt fyrir slæmt gengi brostu þær framan í alla stuðningsmennina og sinntu okkur eftir leik með eiginhandaáritunum, myndatökum og spjalli.
Meira

Sala á þjónustu í hlöðum ON hefst á morgun

Í hlöðum Orku náttúrunnar, þar sem rafbílaeigendum er boðið upp á hraðhleðslu, verður þjónustan seld frá morgundeginum. ON hefur boðið rafbílaeigendum þessa þjónustu frítt allt frá árinu 2014 en hún verður nú seld á 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund. Rafbílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON.
Meira

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 27. janúar síðastliðinn þar sem keppt var í flokki hestfolalda, merfolalda og í ungfolaflokki. Var þátttaka góð og 31 folald og fimm ungfolar voru skráð til leiks. Eyþór Einarsson sá um dómana og við verðlaunaafhendingu lýsti hann fyrir áhorfendum þeim eiginleikum sem hann lagði mat á.
Meira

Konni ráðinn þjálfari yngri flokka sem og í akademíuna

Konráð Freyr Sigurðsson hefur verið ráðinn í fullt starf með yngri flokka og unglingaakademíu knattspyrnudeildar Tindastóls frá og með morgundeginum, 1. febrúar. Áheimasíðu Tindastóls segir að Konráð, eða Konni eins og hann er kallaður, hafi lokið fyrstu þremur stigunum í menntunarkerfi KSÍ og stefnir á að mennta sig meira í þjálfunarfræðum á næstunni.
Meira

Fjórtán kindur sóttar í Stakkfellið

Á laugardaginn var farinn leiðangur til að sækja fé sem vitað var um í Staðarfjöllum í vestanverðum Skagafirði. Fóru nokkrir menn á sleðum og fundu 14 kindur í norðanverðu Stakkfellinu. Hafa þá 25 kindur verið færðar til byggða frá áramótum úr Vesturfjöllum.
Meira

Árshátíð hjá miðstigi Árskóla

Árleg árshátíð hjá miðstigi Árskóla, þ.e. 5., 6. og 7. bekk verður haldin í dag og á morgun í Bifröst á Sauðárkróki. Að vanda bjóða krakkarnir upp á fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af leik og söng úr ýmsum áttum. Krakkarnir verða með fjórar sýningar og eru þær sem hér segir:
Meira

Leitað að tveimur konum til þátttöku í Evrópuverkefni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita nú að tveimur konum til þess að taka þátt í Evrópuverkefni sem hefur það að markmiði að bjóða frumkvöðlakonum í dreifðum byggðum að byggja upp hæfni þeirra og færni til að efla fyrirtæki þeirra og víkka út tengslanet þeirra, bæði heima fyrir og í Evrópu. Verður það gert með því að aðlaga að netinu aðferðafræði persónulegra þjálfunarhringja (Enterprise Circles™). Það hefur reynst gagnlegt í því að styðja konur til að efla sjálfstraust og einnig til að gefa þeim hagnýtar aðferðir sem eru nauðsynlegar í rekstri.
Meira

Hvalreki á Garðssandi

Yfir 10 metra langur hvalur liggur á Garðssandinum við Hegranes í Skagafirði þar sem hann sinnir hlutverki veisluborðs fugla af ýmsum tegundum. Jón Sigurjónsson, ábúandi í Garði, telur að um hnúfubak sé að ræða og af sporðblöðkum að dæma, sem mælast þrír metrar, er hann líklega yfir tíu metra langur.
Meira