Fréttir

Kristján Bjarni sækir um skólameistara- og rektorsstöðu syðra

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur upplýst hverjir sóttu um stöður skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og rektors Menntaskólans í Reykjavík. Kristján Bjarni Halldórsson, áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er á meðal þeirra.
Meira

Stelpurnar náðu jafntefli í hörkleik gegn toppliði Þróttara

Það var hörkuleikur á Króknum í gærkvöldi þegar kvennalið Tindastóls fékk topplið Þróttar Reykjavík í heimsókn í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi og jafntefli varð sanngjörn niðurstaða. Lokatölur 1-1.
Meira

Mikilvægur sigur á Magna á Grenivík

Það er óhætt að fullyrða að 2. deild karla í knattspyrnu er hnífjöfn í sumar. Þannig mætti lið Tindastóls, sem er í botnbaráttu deildarinnar, liði Magna á Grenivík í gærkvöldi, en með sigri hefðu Grenvíkingar tyllt sér á topp deildarinnar. Það fór á annan veg því að það voru Tindastólsmenn sem unnu gríðar mikilvægan sigur og skoluðu sér, um stundarsakir í það minnsta, upp í áttunda sæti deildarinnar. Lokatölur 1-2.
Meira

Íslandsmeistaramót í hrútaþukli á Ströndum

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst. Þá verður í fimmtánda skipti haldið Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst skemmtunin kl. 14. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og hefur verið haldin árlega á Sauðfjársetrinu frá árinu 2003. Á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt.
Meira

Drangey SK-2 við Gíbraltarsund

Hinn nýi togari FISK Seafood, Drangey SK-2, er á heimleið frá Tyrklandi þaðan sem skipið var smíðað og nálgast nú Gíbraltarsund. Heimförin hófst föstudaginn 4. ágúst en áætlaður siglingartími í Skagafjörðinn er um hálfur mánuður og því áætluð heimkoma í kringum 18. ágúst.
Meira

Ragna Fanney ráðin leikskólastjóri Barnabæjar á Blönduósi

Á síðasta fundi fræðslunefndar Blönduósbæjar var ákveðið að ráða Rögnu Fanney Gunnarsdóttir frá Sauðárkróki í starf Leikskólastjóra í leikskólanum Barnabæ Blönduósi til eins árs. Leikskólastjóri til fjölda ára, Jóhanna Jónasdóttir, óskaði eftir árs leyfi frá starfi og byrjar það nú í ágúst að loknu sumarfríi.
Meira

Námsgögn ókeypis í grunnskólum Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að námsgögn í grunnskólum Skagafjarðar verði kostnaðarlaus frá og með næsta skólaári.
Meira

Styrktarmót fyrir Arnar Geir

Golfklúbbur Sauðárkróks ætlar að halda styrktarmót fyrir Arnar Geir Hjartarson þann 14. ágúst nk. en hann er á leið til Bandaríkjanna á ný í háskólanám í Missouri Valley College á skólastyrk vegna golfiðkunar um miðjan ágúst. Á heimasíðu GSS segir að slegið verði upp léttu móti þar sem spilaðar verða 9 holur og kaffi og kökur í boði fjölskyldunnar að loknu móti.
Meira

Æfingabúðir í júdó í Varmahlíð um helgina

Næstkomandi helgi, 11. til 13. ágúst, verða haldnar æfingabúðir í júdó í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Búist er við yfir sextíu júdóiðkendum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík, Pardusi á Blönduósi, Draupni á Akureyri ásamt Júdódeild Tindastóls. Leiðbeinendur verða m.a. Yoshihika Iura 8. dan og Ann Löf 6. dan, sem búa bæði yfir mikilli þekkingu og reynslu í íþróttinni.
Meira

Hátíð tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers

Hólahátíð 2017 fer fram föstudag til sunnudags, 11. -13. ágúst og verður hátíðin tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá verður sett af Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn kl.17:00. Á dagsskrá má helst nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fer fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum kl. 11:00.
Meira