Fréttir

Vonbrigði með niðurlagningu Blöndulínu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók á fundi sínum í gær fyrir bókun sem gerð var í landbúnaðarráði Húnaþings vestra þann 7. þessa mánaðar um niðurlagningu Blöndulínu og gerir hana að sinni. Þar koma fram vonbrigði með sameiningu Skagahólfs og Húnahólfs en mun styttra er síðan riða kom upp síðast í Skagahólfi en í Húnahólfi og lengir það því þann tíma sem Húnahólf telst áhættuhólf um níu ár.
Meira

Ærnar á Hóli í Sæmundarhlíð skiluðu rúmum 20 kg meðalvigt lamba

Í niðurstöðum sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017 sem Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, RML, birti í gær kemur fram að Íslandsmet var sett í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Þar var um afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 að ræða sem er Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum. Í öðru sæti er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð en það skilaði 40,4 kg eftir hverja kind.
Meira

Rósin kemst ekki í Ljósheima

Vegna ófærðar yfir Öxnadalsheiðina verður Rósin tískuverslun EKKI í Ljósheimum í dag eins og auglýst var í síðasta Sjónhorni.
Meira

Ellefu sóttu um stöðu sviðsstjóra hjá Húnaþingi vestra

Ellefu umsóknir bárust um starf sviðsstjóra veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs hjá Húnaþingi vestra en starfið var auglýst laust til umsóknar með fresti til 22. janúar sl. Einn dró umsókn sína til baka. Í starfi sviðsstjóra felst að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita. Einnig fer sviðið með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu.
Meira

112-dagurinn í Húnavatnssýslum

Á sunnudaginn kemur, þann 11. febrúar. verður 112 dagurinn haldinn líkt og gert hefur verið undanfarin ár en þann dag efna samstarfsaðilar 112-dagsins til kynningar á starfsemi sinni og búnaði víða um landið.
Meira

Stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu

Athygli er einnig vakin á austanstormi með snjókomu og skafrenningi S-lands í kvöld og stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu.Varað er við óveðri á öllu landinu en gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland. Veðrið verður mun verra á Suðausturlandi en þar er appelsínugul viðvörun.
Meira

Lokanir fjallvega hafa sannað sig

Breytt aðferðafræði Vegagerðarinnar við að loka fjallvegum vegna ófærðar og veðurs hefur margsannað sig, segir á vef Vegagerðarinnar, en aðferðafræðinni hefur verið beitt í nokkur ár og hefur bætt ástand sem annars stefndi í óefni. Þær breytingar sem orðið hafa á samsetningu vegfarenda t.d. vegna stóraukinnar vetrarferðamennsku kalla á breytt verklag við lokanir fjallvega.
Meira

Pétur frábær í klikkuðum körfuboltaleik í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Meira

Kökubasar í dag hjá fótboltastelpunum

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls verða með kökubasar í dag, fimmtudag, í anddyri Skagfirðingabúðar kl: 14:30. Samkvæmt heimildum Feykis verða á boðstólum dýrindis kökur, tertur og sitthvað smálegt með kaffinu.
Meira

Höfðingi heimsækir Blönduós

Höskuldur Birkir Erlingsson á Blönduósi er mikill áhugaljósmyndari og hefur oft á tíðum náð góðum myndum af margvíslegu myndefni. Hann myndaði m.a. haförninn Höfðingja sem fangaður var fyrir skömmu í Miðfirði og þar var erninum svo síðar sleppt eftir skoðun í höfuðborginni. Höfðingi leitaði hinn nýja vin uppi og flaug á Blönduós þar sem Höskuldur náði að fanga hann með myndavélinni.
Meira