Fréttir

Lokanir og breytingar hjá sundlaugum og íþróttahúsi

Eitthvað er um breytta opnunartíma og lokanir hjá íþróttamannvirkjum á svæðinu þessa dagana. Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð dagana 23.-27. ágúst þar sem verið er að hreinsa laugina. Aftur verður opnað mánudaginn 28. ágúst en þá hefst vetraropnun sem er svohljóðandi:
Meira

Stöndum með sauðfjárbændum

Staða og framtíð sauðfjárbúskapar í landinu er í uppnámi vegna boðaðrar 35% lækkunar afurðarverðs til bænda nú til viðbótar við 10 % lækkunar sauðfjárafurða síðastliðið haust. Gífurlegt tekjutap blasir við sauðfjárbændum sem erfitt verður að mæta, sérstaklega fyrir þá sem eru skuldsettir og hafa ekki möguleika á annarri vinnu meðfram sauðfjárbúskap. Þeim virðast engar útgönguleiðir færar aðrar en að hrekjast frá búskap. Sauðfjárrækt er grundvöllur byggðar í ákveðnum landshlutum sem mun bresta ef ekkert er að gert í þeim bráðavanda sem greinin stendur nú frammi fyrir.
Meira

Hátíð í Húnavatnshreppi

Íbúahátíð Húnavatnshrepps verður haldin næsta föstudagskvöld, þann 25. ágúst. Hátíðin verður haldin í Húnavallaskóla og hefst hún kl. 20:30.
Meira

Skorað á ráðherra og þingmenn að bregðast við

Byggðarráð Blönduóss fjallaði um erfiða stöðu sauðfjárbænda á fundi sínum í gær og tekur í sama streng og sveitarstjórn Húnavatnshrepps og byggðarráð Húnaþings vestra sem einnig hafa lýst yfir þungum áhyggjum af því hvert stefnir.
Meira

Júdóhelgi í Skagafirði

Helgina 11. til 13. ágúst síðastliðinn tók Júdódeild Tindastóls á móti gestum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík og júdófélögum á Norðurlandi. Um var að ræða framhald af heimsókn Júdódeildar Ármanns og Júdódeildar Tindastóls til júdófélagsins Linköping Judo í Svíþjóð frá því í fyrrasumar. Að þessu sinni voru það Svíarnir sem komu til Íslands og auk júdófólks frá Linköping bættust við iðkendur úr júdófélaginu IK Södra Judo frá Stokkhólmi. Samtals tuttugu krakkar og fjórtán fullorðnir.
Meira

Kynjaveröld í Kakalaskála um helgina

Laugardaginn 26. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands. Málþingið ber yfirskriftina Kynjaveröld í Kakalaskála og þar verða flutt erindi sem tengjast konum frá öllum tímum og sérstaklega í Skagafjörð. Dagskráin hefst kl 14 og stendur til kl 16:30 og er aðgangur ókeypis.
Meira

Sigur, tap og jafntefli um helgina

Það var mikið um að vera á fótboltasviðinu um helgina hjá meistaraflokksliðunum á Norðurlandi vestra. Tindastóll krækti í dýrmæt stig með stórsigri á Hetti og kom sér þar með í 7. sæti 2. deildar með 21 stig, jafnmörg og Höttur sem er sæti neðar með lakara markahlutfall. Stólastelpur þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Víkingi Ólafsvík og eru í bullandi fallhættu, Kormákur/Hvöt tapaði líka gegn Árborg en Drangey lék tvo leiki og náði fjórum stigum úr þeim.
Meira

Haukur nýr framkvæmdastjóri Eleven á Íslandi

Haukur B. Sigmarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Servio, sem er dótturfélag Securitas og er leiðandi í lúxusakstri og sérhæfðri öryggisgæslu á Íslandi. Eleven rekur meðal annars lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Höfuðstöðvar Eleven eru í Colorado í Bandaríkjunum en fyrirtækið rekur jafnframt lúxushótel, íbúðir og skíðaskála á framandi áfangastöðum víða um heim. Öll eiga þau það sameiginleg að vera sérsniðin að þörfum viðskiptavina Eleven með tilheyrandi útbúnaði, þægindum og möguleikum til afþreyingar og ævintýra.
Meira

Gáfu skipverjum hjartastuðtæki

Áhöfnin á Drangey fékk glænýtt hjartastuðtæki að gjöf frá tryggingafélaginu VÍS þegar skipið var vígt og skírt við hátíðlega athöfn um helgina. FISK, sem gerir skipið út, og VÍS hafa um árabil verið í öflugu og farsælu forvarnarsamstarfi til sjós í samvinnu við Slysavarnarskóla sjómanna. Það þótt því liggja beint við, þegar kom að því að velja gjöf vegna tilefnisins, að færa skipverjum mikilvægt öryggistæki.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Ungmenni frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursettu nýlega fjórtán hundruð birkiplöntur til endurheimtunar Brimnesskóga vestan við ána Kolku í Skagafirði. Landsvirkjun hefur lagt verkefninu lið um árabil undir yfirskriftinni “Margar hendur vinna létt verk“. Gróðursettar voru um fjögur hundruð plöntur í 1,5 lítra pottum og um eitt þúsund plöntur í 15 gata bökkum. Allar voru plönturnar gróðursettar með skít og skóflu, sem kallað er. Að þessu sinni var gróðursett kynbætt birki sem á rætur að rekja í Geirmundarhólaskóg í Hrolleifsdal.
Meira