Vonbrigði með niðurlagningu Blöndulínu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2018
kl. 17.20
Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók á fundi sínum í gær fyrir bókun sem gerð var í landbúnaðarráði Húnaþings vestra þann 7. þessa mánaðar um niðurlagningu Blöndulínu og gerir hana að sinni. Þar koma fram vonbrigði með sameiningu Skagahólfs og Húnahólfs en mun styttra er síðan riða kom upp síðast í Skagahólfi en í Húnahólfi og lengir það því þann tíma sem Húnahólf telst áhættuhólf um níu ár.
Meira