Fréttir

Síðasti skráningardagur á Opna íþróttamót Þyts

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 18. - 19. ágúst 2017. Í tilkynningu frá félaginu segir að sráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. ágúst, þ.e. í kvöld, inn á skráningakerfi Sportfengs
Meira

Skagfirðingunum gekk vel á HM íslenska hestsins

Nú er Heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem fram fór í Oirschot í Hollandi, lokið. Þrír Skagfirðingar voru meðal keppenda, þeir Finnbogi Bjarnason, Þórarinn Eymundsson og Jóhann Skúlason og náðu þeir afbragðs árangri.
Meira

Húnaþing vestra býður nemendum ókeypis námsgögn

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ákveðið að leggja nemendum til námsgögn, þeim að kostnaðarlausu, næsta skólaár.
Meira

Fjör og frískir fætur á Króksmóti um helgina

Króksmót Tindastóls og FISK Seafood fór fram nú um helgina á Sauðárkróki. Þátttaka var með ágætum og óhætt að fullyrða að veðrið hafi verið Króksurum og gestum þeirra hliðhollt því varla er hægt að tala um að hreyft hafi vind svo nokkru næmi frá því að gestir tóku að streyma á Krókinn síðastliðinn föstudag í logni og heiðskýru og þangað til mótinu lauk – þá fór hinsvegar að rigna.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður gefur út lestrarstefnu fyrir skólafólk

Unnið hefur verið að gerð lestrarstefnu Skagafjarðar sl. tvö ár sem verður kynnt öllu starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla á fræðsludegi sem haldinn verður í Miðgarði nk. þriðjudag. Svokölluð læsisteymi, sem í sátu fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla, hélt utan um vinnuna undir stjórn Sigurlaugar Rúnar Brynleifsdóttur, deildarstjóra við Grunnskólann austan Vatna.
Meira

Sæmundur SK 1 - Steinar Skarphéðinsson skrifar um gamla báta

Vélbáturinn Sæmundur SK 1, einkennisbókstafir TFOQ, var smíðaður hjá skipasmíðastöð í bænum Hällevikstrand í Svíþjóð árið 1946. Báturinn var smíðaður að tilstuðlan Ríkissjóðs Íslands. Þjóðernis og eignayfirlýsing gefin út í Goteborg, dags 9. maí árið 1946. Báturinn var keyptur nýr til Sauðárkróks og var kaupandinn Útgerðarfélag Sauðárkróks sem stofnað hafði verið árið 1945 og eru samþykktir þess félags dagsettar 8. júní 1945. Stjórn félagsins skipuðu: formaður Haraldur Júlíusson kaupmaður, Magnús Bjarnason kennari, Guðmundur Sveinsson fulltrúi, Gísli Vilhjálmsson útgerðarmaður og Kristófer Eggertsson skipstjóri, allir búsettir á Sauðárkróki.
Meira

Gaman að gefa Íslandsvettlingana til Bandaríkjanna

Prjóna- og handverkskonan Helga Dóra Lúðvíksdóttir á Sauðárkróki sagði frá handavinnunni sinni í 26. tölublaði Feykis á þessu ári. Hún byrjaði ung að prjóna og gafst ekki upp þótt lykkjurnar sætu stundum fastar á prjónunum. Hún hefur líka gaman af mörgu öðru handverki eins og til dæmis steinakörlum og -kerlingum sem hún hefur unnið mikið með.
Meira

Syntu Drangeyjarsund í dag

Sjósundskonurnar Harpa Hrund Berndsen og Sigrún Þuríður Geirsdóttir syntu Drangeyjarsund í dag. Sennilega er Drangeyjarsund (Grettissund) þekktasta sjósund sem synt hefur verið við Íslandsstrendur og þykir mikið afrek. Afrekið felst í því að synda um 7 km leið frá Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd án þess að klæða kuldann af sér, en sjórinn á þessum slóðum er frekar kaldur. Þegar þær syntu var hitastig sjávar á bilinu 9,5 - 10,5 gráður.
Meira

Ferðalag heldri Húnvetninga í myndum

Heldri borgarar í Húnaþingi vestra tóku sig saman og renndu yfir Holtavörðuheiði sl. fimmtudag og heimsóttu Borgarfjörð og Hvalfjörð með stoppum hér og þar. Að sögn Önnu Scheving, eins ferðalangsins, var veðrið eins og best verður á kosið og rúsínan í pylsuendanum var kvöldmatur á Hótel Laugarbakka þegar heim var komið.
Meira

Alvarlegur byggðavandi í vændum

Íslenskir sauðfjárbændur horfa fram á þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, í kjölfar nærri 10% lækkunar á síðasta ári. Þessar lækkanir munu koma harkalega niður á sveitum landsins og bitna sérstaklega á yngri bændum. Bændur hafa þegar lagt út í nánast allan kostnað við lambakjötsframleiðslu haustsins og lækkun á afurðaverði er því hrein og klár launalækkun. Þessi launalækkun er 1.800 milljónir króna fyrir stéttina í heild ef hún gengur eftir sem horfir og bætist þá við 600 milljónir sem bændur tóku á sig í fyrra.
Meira