Borealis Data Center sækir um lóð fyrir gagnaver á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
12.02.2018
kl. 11.34
Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar sl. fimmtudag, þann 8. febrúar, var umsókn einkahlutafélagsins Borealis Data Center um lóð fyrir gagnaver á svæði sem er í skipulagsferli við Svínvetningabraut, tekin til afgreiðslu. Áformað er að byggja tvö hús á lóðinni á þessu ári og verður fyrsta húsið stálgrindarhús á steyptum sökkli, um 16x48 m að stærð eða um 640 m2. Næsta hús verður um 12x48 m eða um 580 m2 að stærð. Áætlað er að fleiri hús verði byggð á lóðunum á næstu árum.
Meira