Fréttir

Leiðangur Polar Row endar á Sauðárkróki

Hópur ævintýramanna, undir forystu Fiann Paul, hefur undanfarnar vikur róið á opnum báti yfir Norður Atlantshafið frá Noregi til Svalbarða og þaðan til Jan Mayen. Þaðan er ætlunin að róa til Íslands og taka land á Sauðárkróki. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem róið er á þessum slóðum svo langar vegalengdir og setja ræðararnir því nokkur met í leiðangrinum.
Meira

Treg veiði víðast hvar

Enn er veiði almennt minni í húnvetnskum laxveiðiám en á sama tíma í fyrra og sömu sögu er að segja af flestum öðrum ám á landinu.
Meira

Úrslit íþróttamóts Þyts

Hestaíþróttamót hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið 18. og 19. ágúst sl. og fór fram forkeppni í tölti í öllum flokkum, T2 og gæðingaskeiði. Á heimasíðu félagsins segir að veðrið hafi ekki leikið við mótsgesti fyrri daginn því hausthretið hafi mætt snemma þetta árið með kalsa rigningu og roki. En seinni dagurinn var fínn veðurlega séð og mun léttara yfir keppendum.
Meira

Þuríður Harpa hyggur á framboð til formanns ÖBÍ

Í nýjasta Feyki er viðtal við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Nýprents á Sauðárkróki, en þar kemur fram að hún hyggi á framboð til formanns Öryrkjabandalag Íslands en kosning um það embætti fer fram í haust. Eins og staðan er nú er hún sú eina sem boðað hefur framboð til embættisins.
Meira

Góður árangur Skagfirðinga á Akureyrarmóti UFA í frjálsum

Helgina 12.- 13. ágúst var Akureyrarmót UFA í frjálsum íþróttum haldið á Þórsvelli. Rúmlega eitt hundrað keppendur mættu lit leiks, þar af voru 12 Skagfirðingar á ýmsum aldri og er óhætt að segja að þeir hafi staðið sig mjög vel. Af árangri þeirra var þetta helst að frétta:
Meira

Dýravakt MAST - Ný fésbókarsíða í loftið

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja Fésbókarsíðu undir yfirskriftinni Dýravakt Matvælastofnunar en tilgangur síðunnar er að skapa gagnvirkan vettvang til að miðla upplýsingum um heilbrigði og velferð dýra milli Matvælastofnunar, dýraeigenda og almennings. Um er að ræða upplýsingagjöf frá stofnuninni til dýraeigenda um dýravelferðarmál og hins vegar með upplýsingagjöf frá almenningi til Matvælastofnunar þegar grunur leikur á illri meðferð á dýrum.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 15.-17. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og hefst dagskráin á föstudagskvöldið með handverksmarkaði og súpukvöldi í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Helgargóðgætið - Brauðterta m/hangikjöti og rækjum

Ég skil ekki alveg af hverju brauðtertur eru orðnar sjaldséðar í kökuveislum í dag því mín reynsla er sú að þetta er það fyrsta sem klárast. Ég hvet því alla sem ekki hafa prófað að gera eina slíka að prófa það um helgina. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Meira

Héldu tombólu til styrktar dvalarheimilinu

Það er alltaf gefandi að halda tombólur og ekki skemmir fyrir ef afraksturinn fer til góðra málefna. Þessar duglegu stelpur héldu tómbólu til styrktar Dvalarheimili aldraða á Sauðárkróki og söfnuðust 7020 krónur sem þær afhentu í gær.
Meira

Ég er heppna lamaða konan

Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022.
Meira