Fréttir

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Hef öðlast dýrmætan skilning og sannarlega stækkað sjóndeildarhringinn – Viðtal

Þuríði Hörpu Sigurðardóttur þekkja flestir íbúar Skagafjarðar og þó víðar væri leitað. Hún hefur lengi verið viðriðin útgáfu auglýsingamiðilsins Sjónhornsins, sem allir á Norðurlandi vestra þekkja í dag, og stýrir Nýprenti sem sér m.a. um útgáfu þess sem og okkar blaðs, Feykis. Allt frá því að Þuríður slasaðist fyrir áratug hefur hún verið með mörg járn í eldinum fyrir utan það að takast á við afleiðingar þess og núna ræðst hún í enn eitt verkefnið. Hefur hún ákveðið að bjóða fram krafta sína sem formaður Öryrkjabandalags Íslands en kosning um það embætti fer fram í haust. Feyki langaði til að vita hvað rekur hana til að ráðast í slíkt verkefni með þeim miklu tilfæringum sem það mun hafa í för með sér.
Meira

Stólastelpur berjast fyrir veru sinni í 1 .deild

Stelpurnar í Tindastól fá Sindra á Hornafirði í heimsókn á Krókinn í dag og hefst leikur klukkan 14:00. Ekkert annað en sigur dugar Stólastelpum ætli þær að halda sé í deildinni. Nú þurfa Króksarar að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum. Stólar eru í 10. sæti, sem er jafnframt botnsætið, með 8 stig eftir 15 leiki en Víkingur Ólafsvík hefur 11 stig eftir 16 leiki þannig að Stólar geta jafnað Víking með sigri. Í 7.-8. sæti sitja Hamrarnir og Sindri með 16 stig en Sindri eftir 15 leiki líkt og Stólar.
Meira

Beikon- og piparostafylltir hamborgarar og heimabakað hamborgarabrauð.

Um síðustu helgi birtist Matgæðingaþáttur þar sem þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd, buðu upp á humarsúpu og Oreo ostaköku. Hér kemur seinni hlutinn af framlagi þeirra sem eru uppskriftir af beikon- og piparostafylltum hamborgurum og heimagerðu hamborgarabrauði.
Meira

Ef þetta fær þig ekki til að brosa smá þá er eitthvað að - myndband

Er ekki alltaf talað um að hláturinn lengir lífið:) þá skaltu horfa á þetta ef þú vilt lengja það um nokkra klukkutíma...
Meira

SAUÐFJÁRRÆKT-atvinnugrein eða áhugamál?

Enn og aftur kvörtum við sauðfjárbændur yfir verðlagningu afurðastöðva á innlegginu okkar á hausti komanda. Ástæður er margar segja forsvarsmenn afurðastöðva s. s. að erlendir markaðir eru lokaðir og framleiðslan er langt umfram eftirspurn. Hvernig bregðumst við við? Jú, við förum til stjórnvalda og biðjum um að þeir fari í aðgerðir til að bæta þetta ástand og það strax nú í haust.
Meira

Góða helgi allir - myndband:)

Ég bara varð að deila þessu með ykkur svona rétt áður en helgarfríið byrjar
Meira

Helgi Freyr klár í slaginn

Eftir gott sumarfrí er blekið aftur farið að streyma úr pennanum hjá formanni körfuboltadeildar Tindastóls, Stefáni Jónssyni en reynsluboltinn, Helgi Freyr Margeirsson, ritaði nafn sitt á samning í dag. Í vor fékk penninn að dansa um í stássstofunni á Sjávarborg en Stefán segir að að þessu sinni hafi verið kvittað undir í Barmahlíð 5 á Sauðárkróki þar sem Borgarstjórinn var upptekinn við vinnu.
Meira

Áttu dýr? Kannast þú við þetta?

Þegar dýrin okkar vantar athygli og við erum að gera eitthvað annað..... skemmtilegt myndband:)
Meira

Baðherbergi fær nýtt útlit

Allir Skagfirðingar þekkja Hrafnhildi Viðarsdóttir vel, eða fröken fabjúlöss eins og hún kallaði sig, því hún er ein af þessum stúlkum sem eru alveg ótrúlega sniðugar og hæfileikaríkar. Þá muna kannski margir eftir því þegar hún skrifaði reglulega fréttir/pistla bæði á þennan góða vef feykir.is og í Feykis blaðið um förðun og ýmislegt annað skemmtilegt.
Meira