Fréttir

Lilja Rafney vill ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð í Norðvesturkjördæmi, hefur farið þess á leit við formann atvinnuveganefndar að boðað verði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri til að ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda sem til er komin vegna yfirlýsinga um lækkun afurðaverðs til þeirra nú í haust.
Meira

Tveir Skagfirðingar í 15 manna landsliðshóp körfunnar

Búið er að velja 15 manna hóp sem tekur þátt í lokaundirbúningi íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir EuroBasket 2017. Tveir Skagfirðingar, leikmenn Tindastóls, eru í hópnum, þeir Axel Kárason og Sigtryggur Arnar Björnsson. Á Karfan.is segir að liðið sé á leið til Rússlands, Ungverjalands og Litháen til þess að leika sína síðustu æfingaleiki áður en haldið verður til Helsinki í lok mánaðarins til þess að taka þátt í lokamóti.
Meira

GSS hefur valið sínar sveitir á Íslandsmót golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba verður haldið dagana 11.-13. ágúst nk. og samkvæmt venju sendir Golfklúbbur Sauðárkróks sveitir til leiks bæði í kvenna- og karlaflokki. Kvennasveitin leikur í 2. deild sem verður spiluð á Bárarvelli hjá Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði en karlarnir leika í 3. deild sem verður spiluð á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar við Voga.
Meira

Kvennakórinn Sóldís með tónleika

Sóldísir eru í sumarskapi og hafa boðað komu sína í Menningarhúsið Miðgarð annað kvöld með tónleika. Í tilkynningu biðja þær alla sem munda amboðin að leggja þau frá sér og hlýða á skemmtilega dagskrá. Og fyrir þá sem áhuga hafa verður barinn opinn.
Meira

Sögudagur á Sturlungaslóð 12. ágúst

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 12. ágúst og að þessu sinni er hann helgaður endurútgáfu bókarinnar Á Sturlungaslóð sem hefur verið ófáanleg í mörg ár. Félagið á Sturlungaslóð boðar til málþings í Kakalaskála þar sem félagsmenn kynna bókina og fær til liðs við sig fræðimennina doktor Árna Daníel Júlíusson, einn af textahöfundum bókarinnar, og Aðalheiði Guðmundsdóttur prófessor í miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands sem munu flytja erindi.
Meira

Vinaliðaverkefnið fékk eina milljón króna frá DHL eftir Einvígið á Nesinu

Golfarar komu saman á Seltjarnarnesi í gær en þar fór fram hið árlega góðgerðamót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu – Shoot out, á Nesvellinum. Eftir keppni og verðlaunaafhendingu var Vinaliðaverkefninu, sem Árskóli á Sauðárkróki heldur úti á landsvísu, veitt styrkur upp á eina milljón krónur. Það var Auður Þórarinsdóttir, frá DHL á Íslandi, sem afhenti Guðjóni Jóhannssyni verkefnisstjóra Vinaliðaliða styrkinn en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.
Meira

Flutningabíll valt á Reykjastrandarvegi

Flutn­inga­bíll með minka­fóður valt á Reykj­a­strand­ar­vegi, við bæ­inn Daðastaði, fyr­ir há­degi í dag. Til allrar hamingju slapp bílstjórinn ómeiddur en á þessum slóðum er vegurinn mjór og skurður við hlið hans. Mjúkur kanturinn mun hafa gefið sig undan þunga bílsins.
Meira

Nauðsynlegt að breyta til frá þrasinu í Reykjavík

Á Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði er alltaf líf og fjör og þar blómstrar sérlega fjölbreytt og skemmtileg starfsemi, árið um kring. Blaðamaður leit þar við í vikunni sem leið en þá var þar staddur hópur eldri borgara á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmanna.
Meira

Skagfirðingar prúðastir á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira