Bókmenntahátíð á Akureyri
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
30.08.2017
kl. 09.44
Þriðjudaginn 5. september verður Bókmenntahátíð haldin í fyrsta sinn á Akureyri og fer hún fram í Menningarhúsinu Hofi. Dagskrá hennar er unnin í afar góðu samstarfi Menningarfélags Akureyrar og Amtsbókasafnsins á Akureyri við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Bókmenntahátíðin hefst hér norðan heiða degi áður en Bókmenntahátíðin í Reykjavík er sett. Boðið verður upp á tvo viðburði þennan dag með þátttöku rithöfundanna Anne-Cathrine Riebnitzsky og Esmeralda Santiago.
Meira