Fannar Snær er búinn að fá sig fullsaddan á getuleysinu
feykir.is
Skagafjörður, Dreifarinn
15.02.2018
kl. 14.41
Fannar Snær Danélsson, vörubílstjóri og virkur í athugasemdnum, hafði samband við Dreifarann nú þegar tæp vika er liðin af Vetrar-Olympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Fannari var mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um frammistöðu Íslands: „Við erum bara eins og eymingjar í þessum vetrar hérna íþróttum, þetta er bara til háborinnar skammar, þetta... já þetta getuleysi. Við ættum vitaskuld, sjáðu til, að vera langbest þarna suður frá, já eða í það minnsta samkeppnishæf. Þetta er bara óskiljanlegt og í raun, sjáðu til, hreinasta óhæfa.“
Meira