Fréttir

Bókmenntahátíð á Akureyri

Þriðjudaginn 5. september verður Bókmenntahátíð haldin í fyrsta sinn á Akureyri og fer hún fram í Menningarhúsinu Hofi. Dagskrá hennar er unnin í afar góðu samstarfi Menningarfélags Akureyrar og Amtsbókasafnsins á Akureyri við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Bókmenntahátíðin hefst hér norðan heiða degi áður en Bókmenntahátíðin í Reykjavík er sett. Boðið verður upp á tvo viðburði þennan dag með þátttöku rithöfundanna Anne-Cathrine Riebnitzsky og Esmeralda Santiago.
Meira

Vilja halda rekstri Háholts áfram

Fyrrum starfsfólk meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði boðuðu áhrifafólk til fundar í sl. mánudagskvöldi til að ræða stöðu heimilisins og framtíðarhorfur á rekstri. Eins og áður hefur komið fram bendir allt til þess að starfsemin leggist af nái vilji Barnaverndarstofu fram að ganga. Á fundinn mættu, auk fyrrum starfsmanna Háholts, Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson fulltrúar úr sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar, Pírataþingmennirnir Eva Pandora Baldursdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem og Bjarni Jónsson varaþingmaður Vg.
Meira

Funda um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði hafa boðað til til opins umræðufundar um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst kl. 20:00.
Meira

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum

Vegna viðgerðar við dælustöð verður lokað fyrir heita vatnið á Sauðárkróki og að Gili í Borgarsveit miðvikudaginn 30. ágúst frá kl 17 og fram eftir nóttu.
Meira

Blóðgjöf er lífgjöf

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð miðvikudaginn 30. ágúst frá kl. 12:00-17:00 og fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 09:00-11:30.
Meira

Finnbogi og Friðrik semja við Stólana

Það er greinilegt að uppskeran ætlar að verða góð þetta haustið hjá stjórn körfuboltadeildar Tindastóls því blekið er vart þornað á samningi Helga Freys þegar fréttir berst frá Sjávarborg af því að tveir snillingar í viðbót hafa ritað nöfn sín á samningsblöð. Þetta eru hestasveinarnir, Finnbogi Bjarnason og Friðrik Þór Stefánsson.
Meira

Hákon Ingi Rafnsson endaði í 3. sæti í lokamóti Íslandsbankaraðarinnar

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram um síðustu helgi á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG ) á Leirdalsvelli. Keppt var í flokkum frá 14 ára og yngri og upp í 21 árs aldur. Golfklúbbur Sauðárkróks átti þrjá þátttakendur á þessu móti.
Meira

Grátlegt jöfnunarmark Vestra fyrir vestan

Baráttan í 2. deildinni í knattspyrnu heldur áfram og Tindastólsmenn voru nálægt því að krækja í öll þrjú stigin sem í boði voru gegn Vestra á Ísafirði á laugardaginn. Vestfirðingarnir tóku hins vegar upp á því að jafna leikinn á 94. mínútu og liðin fengu því sitt stigið hvort. Lokatölur 2-2.
Meira

Opinn fundur um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði standa fyrir opnum umræðufundi um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 30. ágúst nk. klukkan 20:00.
Meira

Stelpurnar féllu um deild

Stólastelpur fengu Sindra frá Höfn í Hornafirði í heimsókn sl. laugardag í 1. deildinni í fótbolta og dugði þeim ekkert annað en sigur og hagstæð úrslit annarra leikja til að halda sér uppi. Ekki voru happadísir með Stólunum sem töpuðu leiknum 2-4.
Meira