Fréttir

Góður árangur UMSS á Stórmóti ÍR

18 keppendur frá UMSS tóku þátt í Stórmóti ÍR í frjálsum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Þetta var í 22. sinn sem mótið er haldið en það er fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins og hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Að þessu sinni voru tæplega 700 keppendur skráðir til leiks og komu þeir frá 33 félögum víðsvegar að af landinu auk þess sem 42 keppendur frá Færeyjum tóku þátt í mótinu.
Meira

Nýtt gistiheimili tekur til starfa á Skagaströnd

Nýtt gistiheimili, Salthús, verður formlega opnað á Skagaströnd á föstudaginn kemur. Er það staðsett nyrst í bænum, á Einbúastíg 3, með útsýni yfir Húnaflóann til suðurs og norðurs en í austri er fjallasýn þar sem Spákonukonufellið ber hæst. Hrafnanes ehf. er eigandi hússins en Salthús gistiheimili ehf. mun sjá um rekstur gistiheimilisins. Framkvæmdastjóri þess er Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Meira

Fyrirmyndarflokkun í Húnaþingi vestra

Íbúar Húnaþings vestra fá sérstakt hrós á vefsíðu sveitarfélagsins nú á dögunum en þar kemur fram að á fundum með sorphirðuverktaka hafi það ítrekað komið fram hve vel sé flokkað í sveitarfélaginu og að mikið magn skili sér til þeirra. Á þetta jafnt við um þéttbýli og dreifbýli en sérstakt hrós fá þó bændur fyrir frágang á áburðarsekkjum og rúlluplasti eins og sjá má á Facebooksíðu Flokku ehf. á Sauðárkróki sem sér um að safna því saman.
Meira

Bar tveimur hrútlömbum á bóndadag

Það var á bóndadaginn, 19. janúar þegar ærnar á Ytri-Hofdölum í Skagafirði fengu kvöldgjöfina sína þegar bændur tóku eftir því að það stendur höfuð út í fæðingarveginum hjá einni ánni. Héldu þeir fyrst að hún væri að láta þar sem enginn átti von á sauðburði á þessum árstíma en áttuðu sig fljótt og aðstoðuðu hana við burðinn. Í heiminn kom stórt og fullburða lamb, svarbotnóttur hrútur sem ekki hefði komist út án aðstoðar. Stuttu síðar bar ærin öðrum stærðar hrúti og er sá móbotnóttur.
Meira

Handhafar Uppreisnarverðlaunanna 2018

Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til hóps.
Meira

Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla

Í vikunni sem leið fengu nemendur 10. bekkjar Árskóla góða heimsókn þegar nokkrir nemendur úr Listaháskóla Íslands komu þangað og buðu upp á leiksýningu. Um var að ræða frumsamið leikverk sem nemendur hafa unnið frá grunni án aðstoðar frá nokkrum fagaðila. Leikritið ber nafnið Samningurinn og er höfundur handrits Helgi Grímur Hermannsson. Leikstjóri þess er Jökull Þór Jakobsson, tónlist samdi Katrín Helga Ólafsdóttir og Assa Borg Þórðardóttir samdi dans. Þrír leikarar fara með hlutverk í verkinu, þau Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jónas Alfreð Birgisson og Ragnar Pétur Jóhannsson. Leikritið fjallar um tvær ólíkar persónur, kryddsölumann og verkfræðing, sem hafa mismunandi sýn á lífið og tilveruna og árekstra sem verða milli ólíkra hagsmuna þeirra.
Meira

Tækifæri á Norðurlandi vestra

Áskorandapenninn Guðmundur Haukur Hvammstanga
Meira

Stefnan er að vinna titil – Viðtal við Stefán Jónsson formann körfuboltadeildar Tindastóls

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum Skagfirðingi, jafnvel Húnvetningi, að körfuboltaæði ríkir á norðurslóðum þar sem Tindastóll situr nú, ásamt ÍR, KR og Haukum, í toppsæti Domino´s deildar. Nú þegar tímabilið er hálfnað eru þessi fjögur lið með 16 stig hvert eftir 11 leiki, átta sigra og þrjú töp. Þá er Tindastóll kominn í undanúrslit Maltbikarsins auk Hauka, KR, og Breiðabliks og fara leikirnir fram fljótlega upp úr áramótum. Formaðurinn hefur eðlilega í mörg horn að líta og dylst engum að þar er á ferðinni maður sem lætur hlutina ganga. Feykir settist niður með Stefáni Jónssyni sem hefur gegnt embætti formanns körfuboltadeildar Tindastóls meðfram störfum sínum sem togarasjómaður á Guðmundi í Nesi, og forvitnaðist um sjómennskuna sem hefur fylgt honum frá blautu barnsbeini, körfuboltann og markmiðum þeim tengdum sem vonandi nást á þessari leiktíð.
Meira

Frönsk lauksúpa og Tandoori kryddlegið lambalæri

„Við hjónin búum á Skagaströnd og erum bæði að vinna í Höfðaskóla. Við eigum fjögur börn og tvo hunda. Við ætlum að bjóða upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt,“ sögðu matgæðingarnir Berglind Rós Helgadóttir og Sigurður Heiðar Björgvinsson sem sáu um þriðja þátt ársins 2016. „Yfirleitt sér Sigurður um eldamennskuna og eru fjölskyldumeðlimir oft tilraunadýr þegar hann er að prufa sig áfram með uppskriftir."
Meira

Þorrinn gengur í garð

Í dag er bóndadagur sem er fyrsti dagur þorra. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og hefst á bilinu 19.– 25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar þegar góa tekur við. Ekki er vitað með vissu hvaðan nafn mánaðarins er komið en oftast er það tengt sögninni að þverra eða minnka og einnig talið geta tengst lýsingarorðinu þurr. Í sögnum frá miðöldum er þorri persónugerður sem vetrarvættur. Áður þóttu þorrinn og góan erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem þá var oft farið að ganga á matarbirgðir heimilanna.
Meira