Góður árangur UMSS á Stórmóti ÍR
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.01.2018
kl. 16.50
18 keppendur frá UMSS tóku þátt í Stórmóti ÍR í frjálsum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Þetta var í 22. sinn sem mótið er haldið en það er fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins og hefur undanfarin ár verið vettvangur stórra afreka og mikillar fjöldaþátttöku. Að þessu sinni voru tæplega 700 keppendur skráðir til leiks og komu þeir frá 33 félögum víðsvegar að af landinu auk þess sem 42 keppendur frá Færeyjum tóku þátt í mótinu.
Meira