Fréttir

Af ósléttum förum...

Stelpurnar í vinnunni er búnar að vera með hálfgerðan móral í morgun – bara af því Herra Hundfúll er pínu tilætlunarsamur og veit allt best...
Meira

Ljósadagur í dag

Hefð er að skapast í Skagafirði um að halda ljósadag 12. janúar ár hvert og minnast látinna ástvina með því að tendra ljós í skammdeginu. Þetta mun vera í fjórða skiptið sem íbúar eru hvattir til að hafa kertaljós við heimili sín, gangstéttir og eða götur er skyggja tekur í kvöld.
Meira

Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá UMFÍ.
Meira

Fullveldisafmælinu fagnað á Prjónagleði

Fjallað er um Prjónagleðina á Blönduósi í fylgiriti Fréttablaðsins, Fögnum saman, í gær en í því er umfjöllun um þá viðburði sem haldnir verða á Íslandi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis þjóðarinnar. Í blaðinu er dagskráin á fyrri hluta ársins kynnt en hátíðarhöldin munu standa yfir í heilt ár. Rætt er við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Textílseturs Íslands á Blönduósi í blaðinu.
Meira

Frostið kallar á meiri kyndingu

Veturinn hefur verið kaldur norðanlands og því gott að hafa hitaveitu til að hita híbýli sín. En mörgum notendum hitaveitu Húnaþings vestra brá í brún þegar nýjasti reikningurinn kom í heimabankann því aukin notkun kallar á meiri kostnað þá mánuði þar sem notkun er ekki áætluð á reikningum heldur lesið af í hvert sinn sem reikningar eru sendir úr.
Meira

Banni á bensínsölu B. Har frestað

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var í gær var ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið á sölu eldsneytis á núverandi sölustað Olís á Sauðárkróki þegar fullljóst verður að aðstaða verði endurbætt. Bjarni Har getur þá látið dæluna ganga. Að sögn Sigurjóns Þórðarsonar frestast bannið fram á vor og fellur úr gildi ef farið verður í lagfæringar á núverandi stað.
Meira

Svaðaleg stemning í Höllinni í gær

Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins. Ljóst var að þarna myndu tvö hörkulið mætast þar sem Haukarnir hafa verið í fínum málum og standa efstir í Domino´s deildinni og Tindastóll sjónarmun á eftir með tveimur stigum færra. Stuðningsmennirnir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu á upphitun í Ölver og svo í Höllina.
Meira

1,5 milljón til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls – Miðasala á úrslitaleikinn hafin

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni, þar sem liðið er komið í úrslit í bikarkeppni KKÍ. Byggðarráðið óskar Tindastóli góðs gengis í úrslitaleiknum nk. laugardag á móti KR og óskar liðinu jafnframt velfarnaðar í keppninni um íslandsmeistaratitilinn sem framundan er. Feykir tekur heilshugar undir það.
Meira

Inngangur að neyðarvörnum - námskeið

Miðvikudaginn 17. janúar nk. mun Rauði krossinn í Skagafirði standa fyrir námskeiðinu Inngangur að neyðarvörnum.
Meira

Hársprey á árshátíð eldri nemenda í Varmahlíð

Eldri bekkir Varmahlíðarskóla halda árshátíð sína og sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði í dag klukkan 17:00 og annað kvöld, föstudag, klukkan 20:00. Eftir sýninguna í dag er, samkvæmt hefð, boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla en að seinni sýningu lokinni verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu.
Meira