Fréttir

Dagskráin á Fákaflugi

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær verður Fákaflug á Hólum í Hjaltadal um helgina. Dagskrá mótsins er sem hér segir:
Meira

Margt bera að varast í hitanum

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu þar sem hún vill vekja athygli hundaeigenda á að varast ber að skilja hunda eftir í bílum í miklum hita.
Meira

Nýtt Íslandsmet hjá skagfirskum sundkappa

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sundkona setti í morgun nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Synti hún vegalengdina á 28,53 sekúndum og varð í 26. sæti í undanrásum. Þar með bætti hún Íslandsmet Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem var 28,61 sekúnda. Ingibjörg komst þó ekki áfram í undanúrslit en til þess þurfti að synda á 28,22 sekúndum.
Meira

Starfsmanni sundlaugarinnar Sauðárkróki vikið úr starfi

Starfsmanni við sundlaugina á Sauðárkróki hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um að hafa tekið myndir af gestum í kvennaklefa sundlaugarinnar. Þetta staðfestir Þorvaldur Gröndal, umsjónarmaður íþróttamannvirkja í Skagafirði, í samtali við Feyki í dag.
Meira

Vilja semja um kaup á bráðabirgðahúsnæði

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 21. júlí sl. var fjallað um bráðabirgðahúsnæði til að varðveita muni Byggðasafns Skagfirðinga. Auglýst var eftir húsnæði í apríl og bárust þrjú svör. Eftir skoðun á þeim kostum þykir nefndinni ljóst að enginn þeirra henti þörfum safnsins án verulegs tilkostnaðar og mælir því ekki með neinum þeirra. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim sem svöruðu auglýsingunni og veittu aðstoð við skoðun á húsnæði sínu.
Meira

Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

Sunnudaginn 30. júlí klukkan 15:00 heldur Jazztríó Sigurdísar Söndru Tryggvadóttur stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Tríóið leikur tónsmíðar og útsetningar eftir Sigurdísi í bland við annað efni. Á efnisskránni eru meðal annars lög samin við ljóð eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu.
Meira

Fákaflug á Hólum um helgina

Um næstu helgi, dagana 28. - 30. júlí, verður hestamótið Fákaflug haldið á Hólum í Hjaltadal. Það er Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið í samstarfi við hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.
Meira

Hótel Tindastóll fær viðurkenningu hjá Vakanum

Hótel Tindastóll á Sauðárkróki hefur nú lokið innleiðingarferli sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum Vakans en Vakinn er verkfæri ferðaþjónustuaðila til að auka gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi, eins og segir á heimasíðu Vakans.
Meira

Stefán Arnar tekur við Stólunum í kjölfar þess að Stephen og Chris kveðja

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls í gærkvöldi var það tilkynnt að Knattspyrnudeild Tindastóls og þjálfarar meistaraflokks karla, þeir Stephen Walmsley og Christofer Harrington, hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir leggi niður störf sem þjálfarar meistaraflokks karla hjá Tindastóli í knattspyrnu.
Meira

Synti yfir Hrútafjörð

Fyrir nálægt 80 árum síðan eða þann 27. ágúst 1937, birtist svohljóðandi frétt í Vísi. „Síðastliðinn þriðjudag syntu yfir Hrútafjörð frá Gilsstöðum til Borðeyrar Baldur Pálsson 27 ára, Ásta Snæbjörnsson 20 ára og Hulda Pétursdóttir 16 ára, öll frá Borðeyri. Vegalengdin er um 1100 metrar og synti Hulda hana á 23 mínútum og var um 6 mínútum á undan hinum. Sjávarhiti var 8 stig. Ekki er kunnugt um að áður hafi verið synt yfir Hrútafjörð."
Meira