Fréttir

Félag eldri borgara fékk 280.000 króna styrk

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar afgreiddi á síðasta fundi sínum styrki að upphæð 480 þúsund til þriggja félaga og samtaka á Norðurlandi. Félag eldri borgara í Skagafirði fær hæsta styrkinn 280.000 krónur sem er hækkun um 30.000 krónur frá síðasta ári.
Meira

Kosið um mann ársins 2017 í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins 2017 í Austur-Húnavatnssýslu líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Lesendur eru hvattir til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil og getur hver og einn sent inn eina tilnefningu ásamt ástæðu tilnefningarinnar. Bæði er hægt að tilnefna einstaklinga og hópa.
Meira

Bikarinn heim – Myndband

Það var gríðarleg stemning í Síkinu í gærkvöldi þegar bikarmeistarar Tindastóll mættu á svæðið með nýfægðan Maltbikarinn. Stuðningsmenn Stólanna létu sig ekki vanta og troðfylltu áhorfendabekkina og samglöddust strákunum. Það er óhætt að segja að allir voru með á nótunum. Feykir mætti með myndavélina og afraksturinn er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Meira

Tindastóll vinnur fyrsta stóra titilinn eftir magnaða frammistöðu gegn KR

Það var þvílík veisla sem Tindastólsmenn buðu upp á í Laugardalshöllinni í dag þegar liðið bar sigurorð af meistaraliði KR og vann þar með fyrsta stóra titilinn í sögu Tindastóls. Allir leikmenn voru uppnumdir af leikgleði, jákvæðni, baráttu og ekki síst samkennd þannig að það hljóta allir sem á leikinn horfðu að hafa smitast af smá krókódílarokki. Lið KR átti aldrei svar, aldrei séns, gegn Stólunum í dag. Tindastóll var yfir frá fyrstu mínútu og unnu að lokum annan stærsta sigurinn í sögu bikarúrslita KKÍ. Lokatölur 69-96.
Meira

Bikarinn heim – Móttaka í íþróttahúsinu í kvöld

Móttaka verður í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, klukkan 21 í kvöld þegar bikarmeistarar Tindastóll mætir á svæðið með nýfægðan Maltbikar. Allir stuðningsmenn Stólanna eru hvattir til að mæta og fagna með strákunum sínum fyrsta stóra titli. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Tindastóll bikarmeistarar

TIL HAMINGJU TINDASTÓLL
Meira

Ekki verður um frekari uppbyggingu Olís hjá Bjarna Har

Eins og fram kom í frétt í Feyki sl. fimmtudag náðu Olíuverzlun Íslands, bæjaryfirvöld á Sauðárkróki og Heilbrigðisnefnd norðurlands vestra samkomulagi um framlengingu á núverandi starfsleyfi Olís við verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Eldsneytisafgreiðsla hófst því aftur í verslun Haraldar Júlíussonar en Heilbrigðisnefnd norðurlands vestra hafði um áramótin afturkallað leyfi verslunarinnar að selja eldsneyti.
Meira

„Hvað er betra á frostköldu vetrarkvöldi en dýrindis lambalæri“

„Á okkar heimili er nú oftast eldað af illri nauðsyn, ekki af því að okkur þyki eitthvað leiðinlegt að borða, heldur af því að við höfum ekkert sérstaklega gaman af að elda. Stundum brettum við þó upp ermarnar og eldum eitthvað þokkalega gott. Við skulum nú ekkert vera að tíunda hvort okkar sér frekar um eldamennskuna, sumum þykir bara einfaldlega meira gaman að ganga frá en öðrum!“ segja matgæðingarnir Fríða Eyjólfsdóttir og Árni Eyþór Bjarkason á Hofsósi sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði ársins 2016.
Meira

Fundaferð Bændasamtaka Íslands

Forysta Bændasamtaka Íslands heldur í fundaferð um landið í næstu viku. Með í för verða fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem munu meðal annars ræða um fagmennsku í greininni, framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir, víðsvegar um landið og hefjast þeir á næsta þriðjudag.
Meira

Íbúafundur á Blönduósi um verndarsvæði í byggð

Næstkomandi miðvikudag, þann 17. janúar, er boðað til almenns íbúafundar á Blönduósi þar sem kynnt verður tillaga að verndarsvæði í byggð á Blönduósi. Er þetta annar íbúafundurinn sem haldinn er vegna verkefnisins. Hann verður í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst klukkan 17:00.
Meira