Fréttir

Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, segir í tilkynningu frá Fuglavernd. Helsti vorboði Íslendinga kom á tilsettum tíma nú rétt fyrir páska en fyrstu lóurnar sáust í Flóanum í dag. Aðeins tvisvar sinnum hafa lóurnar komið seinna en 28. mars, 1999 og 2001, en meðalkomudagur þeirra 1998-2017 hefur verið 23. mars.
Meira

Síðustu forvöð að tilkynna viðburði í Sæluviku

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn upplýsingum um viðburði í Sæluvikudagskrá 2018 en hún verður að þessu sinni haldin dagana 29. apríl til 5. maí. Sem fyrr boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um Skagafjörð. Þeir sem eiga eftir að tilkynna viðburðinn sinn eru hvattir til að senda upplýsingar á bryndisl@skagafjordur.is eða hafa samband við Bryndísi Lilju í síma 455-6000.
Meira

Afkoma jökla á Tröllaskaga neikvæð jökulárið 2016–2017

Ársafkoma jökla á Tröllaskaga var neikvæð jökulárið 2016–2017 og er ástæðan einkum hlýtt sumar og haust árið 2017 og lítil vetrarákoma á jöklana. Um nokkurra ára skeið hefur Náttúrufræðistofnun Íslands fylgst með og mælt afkomu skálar- og hvilftarjökla í Svarfaðardal á Tröllaskaga, með dyggri aðstoð heimamanna.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir tillögu um verndarsvæði í byggð á Botrðeyrartanga

Eins og áður hefur komið fram á Feyki.is hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt að leggja tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan Borðeyrar í Hrútafirði. Þannig vill Húnaþing vestra staðfesta menningarsögulegt gildi verslunarstaðarins á Borðeyri. Svæðið sem um ræðir er 14.771 m2 á stærð eða tæplega 1,5 hektarar og stendur á landspildu sem kallast Borðeyrartangi og gekk undirviðurnefninu Plássið.
Meira

Messað í Ketukirkju annan páskadag

Í Sjónhorni stendur að messað verði í Hvammskirkju í Hvamms- og Ketusókn í Skagafirði á páskadag. Það mun ekki vera rétt. Rétt er að messað verður í Ketukirkju annan páskadag, 2. apríl, klukkan 14. Prestur er sr. Hjálmar Jónsson en hann þjónar einnig í Sauðárkrókskirkju.
Meira

Nýr geisladiskur Heimis kynntur á afmælisfagnaði í Miðgarði

Hinn 28. desember 1927 var Karlakórinn Heimir stofnaður í Húsey í Vallhólmi og náði kórinn því þeim merka áfanga 28. desember síðastliðinn að verða 90 ára. Starf Karlakórsins Heimis í Skagafirði hefur alla tíð verið stór og órjúfanlegur hluti menningarlífs Skagfirðinga, sérstaklega á fyrri hluta síðustu aldar, þegar tækifæri til afþreyinga voru lítil sem engin og mannlíf með öðrum hætti en í dag.
Meira

Ljósfari með Sigvalda í framlínunni tók þátt í Músíktilraunum

Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram síðastliðið laugardagskvöld í Norðurljósasal Hörpu. Meðal þeirra sem náðu í úrslit var hljómsveitin Ljósfari en þar í fararbroddi var Sigvaldi Helgi Gunnarsson frá Löngumýri í Skagafirði. Það er auðvitað löngu vitað að drengurinn getur sungið flestum betur og fór það svo að Ljósfari, sem spilaði laglegt melódískt popprokk, hafnaði í þriðja sæti.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú eru páskarnir framundan og margt fólk á faraldsfæti. Sundlaugarnar eru alltaf vinsælar til afþreyingar og hafa margar þeirra opið lengur þessa daga en gengur og gerist. Hér að neðan má sjá opnunartíma sundlauganna á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði:
Meira

Nýdönsk – heiðurstónleikar á Hvammstanga

Laugardagskvöldið 31. mars nk. setja Ingibjörg Jónsdóttir og Menningarfélag Húnaþings vestra upp heiðurstónleika með lögum Nýdanskrar í Félagsheimilinu Hvammstanga. Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og verða tónleikarnir hinir glæsilegustu. Allir sem að tónleikunum koma eru heimamenn og -konur, hvort sem það eru söngvarar hljóðfæraleikarar, hljóðmenn, margmiðlunarhönnuðir eða aðrir.
Meira

Konukvöld Freyjanna á morgun

Kiwanisklúbburinn Freyja ætlar að halda konukvöld á morgun, miðvikudaginn 28. mars, á Mælifelli á Sauðárkróki og eru Freyjurnar búnar að undirbúa kvöldið alveg gríðarlega vel, að sögn Sigríðar Káradóttur, forseta Freyju. „Þetta er fjáröflun þannig að þetta verður bæði skemmtun og góðgjörð fyrir þann sem kaupir miða,“ segir hún.
Meira