Fréttir

Opinn fundur um landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016

Hestamannafélagið Skagfirðingur býður til opins fundar í félagsheimili Skagfirðings í Tjarnarbæ á morgun, laugardaginn 20. janúar kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016.
Meira

Blanda ekki lengur varnarlína

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út að Blanda sé ekki lengur varnarlína fyrir sauðfjársjúkdóma og þar með sameinast Skaga- og Húnahólf. Þetta hefur þau áhrif að bændur og fjallskilastjórar eru ekki lengur lögbrjótar flytji þeir sauðfé heim til sín úr réttum eftir að það hefur farið yfir varnalínuna en sagt var frá því í haust að Matvælastofnun hefði tekið ákvörðun um að á fjórða hundrað fjár sem fór yfir sjúkdómavarnarlínu Blöndu í fyrrasumar yrði slátrað sl. haust, sem aftur var fallið frá skömmu síðar.
Meira

Stólarnir sóttu tvö stig á Akureyri

Bikarmeistarar Tindastóls héldu til Akureyrar í gær þar sem þeir mættu liði Þórs í fyrsta leik sínum eftir partíið í Laugardalshöllinni. Oft mæta menn til leiks hálf timbraðir eftir stóra sigra eins og í bikar en Stólarnir byrjuðu vel gegn Þórsurum og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Akureyringar næðu að velgja Tindastólsmönnum undir uggum í síðari hálfleik þá héldu strákarnir haus og tryggðu sér sigur, 72-77, og eru nú í 2.–4. sæti í Dominos-deildinni eftir leiki gærkvöldsins.
Meira

Arnar Þór Sævarsson ráðinn aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri á Blönduósi, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Arnar Þór muni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra til vors en komi að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Arnar Þór er annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar en hinn er Sóley Ragnarsdóttir.
Meira

Hlutverk leiðsögumanna og framlag þeirra til náttúruverndar

Nú um áramótin var gefin út rannsóknarskýrsla, á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum þar sem segir frá rannsókn Önnu Vilborgar Einarsdóttur, lektor við deildina, á hlutverki leiðsögumanna og framlagi þeirra til náttúruverndar. Rannsóknin fór fram sumarið 2017.
Meira

Metafli hjá Málmeynni

Vefurinn Aflafréttir.is greinir frá því í dag að togarinn Málmey SK 1 hafi komið með metafla úr síðasta túr sínum. Afli skipsins var 252,1 tonn og af því var þorskur 227 tonn. Segir á síðunni að þetta sé langmesti afli sem Málmeyjan hefur komið með að landi síðan skipið hóf veiðar sem ísfisktogari.
Meira

Atvinnupúlsinn 7. þáttur

Í 7. og næstsíðasta þætti Atvinnupúlsins, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni N4 í gær, er farið í heimsókn í útgerðarfyrirtækið Fisk Seafood á Sauðárkróki og litið á fjölbreytta starfsemi þess. Rætt er við fjölda fólks og sitthvað forvitnilegt skoðað í fiskvinnslunni, nýja togaranum Drangey og Iceprotein.
Meira

Rúnar Björn formaður Pírata í Reykjavík

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn sem bjó á ungdómsárum sínum á Sauðárkróki slasaðist mikið er hann féll úr ljósastaur þar í bæ nýársdagsmorgun 2003.
Meira

Stórskemmtilegt Hárlakk í Varmahlíð

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting var á núna fyrir nýliðna helgi og var tvívegis húsfyllir í Miðgarði á ameríska söngleiknum Hárlakki ( Hairspray) eftir Mark O´Donnel og Thomas Meehan í íslenskri þýðingu og staðfæringu Írisar Olgu í Flatatungu og Árna Friðrikssonar. Sögusviðið er Baltimore í byrjun sjöunda áratugararins þegar sjónvarpið og rokktónlistin er allsráðandi hjá unglingum sem sumum fannst þá sem nú nokkuð skorta á skilning foreldranna þegar kemur að skemmtunum. En söngleikurinn er líka áminning um það hve stutt er síðan kynþáttafordómar og aðskilnaður kynþátta voru ríkjandi í Bandaríkjunum og m.a. tónlistin átti sinn þátt í að breyta þeim viðhorfum.
Meira

Íbúafundur á Skagaströnd

Í dag, fimmtudaginn 18. janúar klukkan 17:30, er boðað til íbúafundar í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd.
Meira