Fréttir

Góð aðsókn í sund í blíðunni

Mikill ferðamannastraumur hefur verið á Norðurlandi í blíðunni undanfarna daga og greinilegt er að sundlaugarnar freista margra enda fátt betra en að skella sér í sund og skola af sér ferðarykið og sóla sig aðeins í leiðinni.
Meira

Hátíðarmessa í Hvammstangakirkju

Hvammstangakirkja heldur upp á 60 ára vígsluafmæli sitt með hátíðarmessu í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 30. júlí nk. kl. 14.00.
Meira

Veiðileyfi á Víðidalstunguheiði gagnrýnd

Stjórn Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umræðu sem fram hefur farið á Skotveiðispjallinu á Fésbókinni, en þar var gagnrýnt hvernig sveitarstjórn Húnaþings vestra fer með veiðileyfisveitingar m.a. á Víðidalstunguheiði. Málshefjandi, sem augljóslega ætlar á gæsaveiðar, segir að nú verði rukkað á heiðina eins og í rjúpunni, þrjár byssur á svæði og allir hundar bannaðir.
Meira

Eftirréttir á grillið

Þessar ágætu grilluppskriftir birtust í matarþætti Feykis fyrir tveimur árum síðan. Nú er nálgast ágúst og ekki líður á löngu áður en skólarnir byrja. Þá veit maður að haustið nálgast og því eins gott að njóta góðu sumardagana sem við fáum og á slíkum dögum er grillmatur ómissandi. Í sumar hefur Feykir deilt bæði uppskriftum af maineringum og grilluppskriftum en nú ætlar hann að deila með ykkur uppskriftum af grilluðum eftirréttum, því það er ekki síðra að grilla eftirréttinn. Eftirfarandi eru uppáhalds sumareftirréttir blaðamanns, en hann mælir eindregið með að skella þessu á grillið á eftir lærissneiðunum og hamborgurunum.
Meira

„Afi kallaði hann alltaf Scholes litla“

Liðið mitt Sædís Bylgja Jónsdóttir
Meira

Eyþór Ingi í Borgarvirki

Eldur í Húnaþingi stendur nú sem hæst og í kvöld verða tónleikar með Eyþóri Inga í Borgarvirki og hefjast þeir kl. 21:00. Á Facebooksíðu Eldsins er mælt með því að fólk mæti á staðinn á réttum tíma. Sætaferðir verða í boði í Borgarvirki og fer rúta frá Tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi kl. 20:00 og frá Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:15. Aðeins eru 19 sæti í boði. Skráning í rútuna er á eldurihun@gmail.com.
Meira

Kólnandi veður framundan

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á Norðurlandinu og væntanlega hafa flestir fagnað því, bændur og búalið nýtt tímann til heyverka og þeir sem átt hafa kost á að sleikja sólina væntanlega látið fara vel um sig með „Quick Tan brúsa“ rétt eins og Laddi forðum. En nú virðist dýrðin vera að dofna, að minnsta kosti er Veðurstofan að hrella okkur með spá um norðaustanátt og þokumóðu eða súld við ströndina en björtu með köflum inn til landsins í dag og á morgun. Hiti verður 7 til 16 stig.
Meira

Eva Banton og Ólína Sif kveðja Stólana

Það eru ekki bara sviptingar hjá karlaliði Tindastóls í fótboltanum þessa dagana. Kvennalið Stólanna, sem spilar á Selfossi í kvöld, tekur nú einnig nokkrum breytingum en varnarjaxlinn Eva Banton hefur þegar sagt skilið við liðið og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík og þá spilar fyrirliðinn, Ólína Sif Einarsdóttir, í kvöld sinn síðasta leik með Stólunum á þessu keppnistímabili.
Meira

Fögnum með Moniku og Hagalín

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín. Af því tilefni verður útgáfuhóf í Pennanum-Eymundsson í Austurstræti klukkan 15:00 laugardaginn 29. júlí.
Meira

Húnaþing vestra telur sameiningu ekki koma til greina

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær var fjallað um hugmyndir um sameiningu allra sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Kom þar fram að sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð séu að hefja formlegar sameiningarviðræður og var stofnuð samninganefnd fyrir viðræður þeirra í milli nú í vikunni. Formaður samninganefndarinnar og oddviti Skagabyggðar, Vignir Sveinsson, sagði í samtali við fréttastofu að hann sjái fyrir sér að allt svæðið geti verið eitt þar sem innviðir sveitarfélaganna byggi á svipuðum greinum. „Mín skoðun er sú að þetta svæði sé það líkt að það geti alveg orðið,” segir hann. „Greinarnar okkar eru náttúrulega sjávarútvegur, landbúnaður og þjónusta. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að þetta svæði geti verið eitt. Alveg algörlega,” sagði Vignir í samtali við fréttastofu.
Meira