Fréttir

Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Búið er að birta lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu Creditinfo segir að þar á bæ hafi, síðastliðin átta ár, verið unnin ítarleg greining sem sýni rekstur hvaða íslensku fyrirtækja teljist til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtæki á listann eða 871 af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög skrifuðu undir nýja samstarfssamninga

Fulltrúar Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga um land allt skrifuðu sl. þriðjudag undir nýja samstarfssamninga til næstu fimm ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var viðstaddur undirritunina og sagði hann það eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar að efla byggðamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landið.
Meira

Rabb-a-babb 156: Óli Björn

Nafn: Óli Björn Kárason. Árgangur: 1960. Starf / nám: Alþingismaður – hagfræðingur að mennt. Besta bíómyndin? Citizen Kane. Orson Wells var snillingur og leikstýrði og lék aðalhlutverkið. Myndin er meistaraverk en höfðar auðvitað sérstaklega til mín þar sem fjallað er um fjölmiðla, stjórnmál, völd og spillingu.
Meira

Ungt skagfirskt ljóðskáld fær verðlaun

Á dögunum afhenti lista- og menningarráð Kópavogs Sindra Freyssyni Ljóðstaf Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Einnig voru tilkynnt úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi og þar tók ungur Skagfirðingur á móti fyrstu verðlaunum fyrir ljóð sitt Myrkrið úr höndum Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra og Karenar E. Halldórsdóttur formanns Lista- og menningarráðs.
Meira

Fjölbreytt starf í boði fyrir eldri borgara og öryrkja á Blönduósi og nágrenni

Félags- og tómsundastarf aldraðra á Blönduósi býður eldri borgurum og öryrkjum að koma og stunda félags- og tómstundastarf í kjallara Hnitbjarga, Flúðabakka 4, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 14-17. Þjónustan, sem rekin er af Blönduósbæ, stendur til boða fyrir öryrkja og alla þá sem náð hafa 60 ára aldri og búsettir eru á Blönduósi og í Húnavatnshreppi.
Meira

Ánægja með nýja líkamsræktarstöð á Skagaströnd

Góð aðsókn var þegar nýr líkamsræktarsalur var tekinn í notkun í íþróttahúsinu á Skagaströnd í síðustu viku. Salurinn er á miðhæð hússins en það húsnæði hefur verið nýtt sem kennslustofur undanfarin ár. Eftir breytingar á húsnæði grunnskólans síðastliðið ár var öll almenn kennsla flutt undir sama þak og gafst því möguleiki á að nýta plássið sem losnaði í íþróttahúsinu fyrir líkamsræktaraðstöðu.
Meira

Sigur og tap hjá Jóni Gísla og félögum í U17

Jón Gísli Eyland, leikmaður Tindastóls, var í byrjunarliði U17 landsliðsins í fótbolta er Ísland lagði Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik sínum í Hvíta Rússlandi sl. sunnudag. Hann var aftur á móti á bekknum í gær en þá tapaði Ísland 3-0 gegn Ísrael.
Meira

Slæmt veður í kortunum

Gul viðvörun er í gangi fyrir Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Á vef Veðurstofunnar segir að allhvöss eða hvöss austanátt verði fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vind í kvöld, hvassviðri eða stormur á morgun með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomumest N- og A-lands. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli á morgun, einkum austantil.
Meira

Folaldasýning Miðsitju og Hrossaræktunardeildar Grána

Bændur í Miðsitju, í samvinnu við Hrossaræktunardeild Grána í Akrahrepp, efna til folaldasýningar 10. febrúar n.k. og hefst hún stundvíslega kl.12:00 í reiðhöllinni að Miðsitju.
Meira

Kindur sóttar á afrétt í þorrabyrjun

Síðasta sunnudag voru farnir a.m.k. tveir leiðangrar eftir kindum sem ekki skiluðu sér heim úr afrétt í haust. Annars vegar var farið í Staðarfjöllin í Skagafirði og hins vegar Vesturárdal í Miðfirði.
Meira