feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.01.2018
kl. 13.23
Gul viðvörun er í gangi fyrir Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Á vef Veðurstofunnar segir að allhvöss eða hvöss austanátt verði fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vind í kvöld, hvassviðri eða stormur á morgun með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomumest N- og A-lands. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli á morgun, einkum austantil.
Meira