Grátlegt tap gegn Aftureldingu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.08.2017
kl. 09.30
Tindastóll og Afturelding mættust á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi í 2. deild karla í knattspyrnu. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Tindastóls síðustu daga og þrír nýjir leikmenn hófu leik í gær. Leikurinn var spennandi og hart tekist á en úrsltin réðust í uppbótartíma þegar gestirnir náðu að skora rándýrt mark og veita Stólunum slæmt högg. Lokatölur 2-3.
Meira