Fréttir

Alvarlegt umferðarslys við Blönduós

Alvarlegt umferðarslys varð um kl.13.00 í dag skammt sunnan við Blönduós. Þar rákust saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Samkvæmt Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru þrír slasaðir fluttir með þyrlu landhelgisgæslunnar.
Meira

Slapp vel frá handavinnu í barnaskóla

Ásta Ólöf Jónsdóttir sagði frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á pjónunum? í 34. tbl. Feykis 2017. Ásta er uppalin í Óslandshlíðinni í Skagafirði og hún segir að handavinna hafi sko ekki verið í miklu uppáhald þegar hún var barn. „Ég var svo „heppin“ að handavinnukennarar voru ekki á hverju strái í sveitinni í gamla daga svo ég slapp vel frá handavinnu í barnaskóla. Ég lærði nú samt að prjóna og hekla. Mamma hefur trúlega kennt mér það. Það var ekki fyrr en ég var komin í menntaskóla sem ég fór að hafa gaman af handavinnu og fór þá meira að segja á saumanámskeið og saumaði dragtina sem ég klæddist á útskriftardaginn,“ segir Ásta þegar hún er spurð að því hvað hún hafi stundað hannyrðir lengi.
Meira

Skráning hafin á Landsmótið

„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki.
Meira

Ívar Ásgríms fór á skíði í Tindastól

Það vakti athygli um helgina að Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. karlaliðs Hauka í körfuboltanum, skellti sér á skíði í Tindastól en það ku veita á gott í baráttu liðsins í Domino´s deildinni. Eftir misjafnt gengi Haukana á síðasta tímabili fór hann í skíðaferð undir lok tímabils, kom til baka og liðinu fór að ganga betur, eins og segir á Karfan.is.
Meira

Marokkóskur lambapottréttur og Súkkulaði-ávaxta-rjómi Birtu

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis árið 2016 voru þau María Ösp Ómarsdóttir og Jónas Þorvaldsson á Skagaströnd. Þau buðu upp á girnilegar uppskriftir af Marokkóskum lambapottrétti og Nan-brauði í aðalrétt og svokallaðan Súkkulaði-ávaxta-rjóma Birtu í eftirrétt.
Meira

Enn ein sýndarveruleikasýningin í Skagafirði

Það ætlar að byrja vel sýndarveruleikaævintýrið í Skagafirði en stutt er síðan upplýst var að gera ætti Skagafjörð að vöggu sýndarveruleika á Íslandi þegar kynnt voru áform slíkrar sýningar úr Sturlungasögu á Sauðárkróki. Í dag verður kynnt til sögunnar önnur veruleikasýning þar sem hægt verður að hitta persónur Guðrúnar frá Lundi úr Dalalífi.
Meira

GLEÐILEGA PÁSKA

Feykir óskar öllum gleðilegra páska. Á Wikipedia segir að páskar, sem upphaflega kemur af hebreska orðinu pesaḥ eða pesach, þýði að „fara framhjá“, „ganga yfir“ en hafi komið inn í íslensku gegnum orðið pascha í latínu. Það er sameiginlegt heiti á einni af aðalhátíðum gyðinga og mestu hátíð í kristnum sið. Þær eigi þó fátt annað sameiginlegt.
Meira

Pungar og pelastikk leggja frá landi í Höfðaborg í kvöld

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir hugverkið Pungar og pelastikk; raunir trillukarla í Höfðaborg í kvöld, laugardagskvöldið 31. mars. Sýningarnar eru tvær, sú fyrri klukkan 20:00 og 22:30. Löngu er uppselt á fyrri sýninguna en enn eru örfá sæti laus á þá síðari.
Meira

170 þátttakendur gengu á Skíðagöngumóti í Fljótum

Það er ekki laust við að það hafi orðið ansi hressileg fólksfjölgun í Fljótum í Skagafirði í gær þegar fram fór hið árlega skíðagöngumót Fljótamanna. Á Facebook-síðu mótsins segir að mótið hafi verið algerlega ótrúlegt en um 170 þátttakendur gengu í blíðu og gleði.
Meira

Algjör draumur að fá að spila fyrir landið sitt - Íþróttagarpurinn

Jón Gísli Eyland Gíslason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína á knattspyrnuvellinum og náði að sanna sig, þrátt fyrir ungan aldur, sem meistaraflokksleikmann hjá Tindastóli en hann spilar sem hægri bakvörður. Jón Gísli, sem er á 16. aldursári, er enn skráður leikmaður í 3. flokki og er, eins og gefur að skilja, lykilmaður þar. Þá hefur hann verið leikið átta U17 landsleiki frá því í haust, fyrst í undankeppni EM og nú í janúar í umspili fyrir sömu keppni. Jón Gísli er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira