Fréttir

Húnaþing vestra veitir umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2017 voru veittar á fjölskyldudegi hátíðarinnar Elds í Húnaþingi, laugardaginn 29. júlí sl.
Meira

Konan í dalnum og dæturnar sjö

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.
Meira

Rækjukokteill og sjávarréttasúpa

Matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis árið 2015, þau Andri Jónsson og Þórunn Inga Kristmundsdóttir frá Hvammstanga, buðu lesendum upp á girnilegar þrírétta uppskriftir með sjávarréttaþema; rækjukokteil í forrétt, sjávarréttasúpu í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt.
Meira

Góð stemning á Unglingalandsmóti

Tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ var sett formlega á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti þar sem keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn, hver með sínu félagi. Flutt voru ávörp, m.a. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson en hann fékk hjálp hjá ungri snót sem las með honum úr gömlum fréttum af frægum köppum, þeim Vilhjálmi Einarssyni og Hreini Halldórssyni.
Meira

Smábæjar batterí

Áskorendapistill - Daníel Þór Gunnarsson Hvammstanga
Meira

Veiðimaður fram í fingurgóma

Kristján Már Kárason er brottfluttur Króksari sem er smám saman að snúa til baka en fyrir nokkrum árum keypti hann gamalt hús í Kristjánsklaufinni og hefur verið að gera það upp. Þar dvelur hann reglulega og nýtur sín vel enda húsið orðið hið glæsilegasta bæði innan dyra sem utan og garðurinn umhverfis líka. Þegar blaðamaður leit við hjá Kristjáni á dögunum var hann með Jóa Þórðar að helluleggja og laga steinhleðsluvegg sem markar lóðamörkin. En ástæða heimsóknarinnar var ekki að ræða endurgerð hússins heldur veiðiáhugann sem á hug hans allan en þeir eru ekki margir sem fara jafn víða til að veiða. Allur heimurinn er undir og veiðibráðin fjölbreytt líkt og sjá má í stofu húsráðanda.
Meira

Pönk á Laugarbakka um helgina

Norðanpaunk, fer fram á Laugarbakka um verslunarmannahelgina en það er árlegt ættarmót pönkara. Félag áhugamanna um íslenska jaðartónlist heldur Norðanpaunk og er aðgangur eingöngu ætlaður meðlimum.
Meira

Vel tekið á móti Moniku

Bókin Konan i dalnum og dæturnar sjö er í öðru sæti á metsölulista Eymundsson í dag og greinilegt að þessi merka ævisaga á enn fullt erindi við þjóðina. Bókin kom fyrst út árið 1954 en hér segir Guðmundur G. Hagalín magnaða hetjusögu Moniku Helgadóttur sem var ekkja og einstæð móðir 8 barna í skagfirskum afdal. Hún hafði á þessum tíma hlotið Fálkaorðu forseta Íslands fyrir dugnað sinn og þrautseigju.
Meira

Thierry Henry hefur alltaf verið minn maður

Liðið mitt - Viðar Ágústsson
Meira

Brotist inn í fyrirtæki, sumarhús, heimili og bíla

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur haft í nógu að snúast það sem af er sumri og hafa fjölmargir ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Í fyrradag tókst svo lögreglunni að hafa hendur í hári þremenninga sem farið höfðu með ránshendi um héraðið og brotist inn í að minnsta kosti sjö fyrirtæki, sumarhús og heimili ásamt því að stela í það minnsta fjórum bifreiðum. Í einhverjum tilvikanna stóðu lyklarnir í kveikjulásnum þannig að verknaðurinn hefur verið nokkkuð auðveldur fyrir afbrotamennina. Frá þessu er sagt á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira