feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.01.2018
kl. 14.27
Í dag, 25. janúar, er Pálsmessa sem dregur nafn sitt af því að þennan dag á Sál frá Tarsus að hafa mætt Jesú Kristi og snúist til kristinnar trúar, hætt að ofsækja kristna menn og gengið undir nafninu Páll postuli upp frá því. Þessi umskipti Páls eru sögð hafa dregið talsverðan dilk á eftir sér og gætir þeirra enn í veðurfari ef marka má þjóðtrúna sem segir að veðrið á Pálsmessu gefi vísbendingar um veðurfar næstu vikurnar. Ef veður er gott þennan dag, sól og heiðríkja, boðar það frjósaman tíma en ef þungbúið er eða jafnvel snjókoma boðar það óblíða veðráttu eins og segir í þessum vísum sem eru til í nokkuð mörgum tilbrigðum þó efni þeirra sé hið sama:
Meira