Fréttir

Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Meira

Rabb-a-babb 155: Beta

Nafn: Elísabet Helgadóttir. Árgangur: 1976. Fjölskylduhagir: Gift Stebba Lísu og á með honum þrjár stelpur. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað drasl fer mikið í taugarnar á mér og hvað skítaþröskuldurinn minn er lágur. Alveg glatað að eyða svona miklum tíma í að taka til og þurrka af eldhúsborðinu.
Meira

Sameiginlegur nýársfagnaður

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn í Skagafirði ætla að slá saman og halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri næsta laugardagskvöld og byrjar gamanið klukkan 20:30. Á dagskránni verða skemmtiatriði, kvöldverður og kórsöngur og loks verður stiginn dans við undirleik Geirmundar Valtýssonar.
Meira

Fleiri gestir en minni velta í Selasetrinu á Hvammstanga

Selasetrið á Hvammstanga greinir frá því á heimasíðu sinni að gestir ársins 2017 í upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra í Selasetrinu hafi verið 42.481 sem er 8% fjölgun frá árinu 2016. Er sú aukning mjög lítil miðað við árin á undan en heimsóknum fjölgaði um 44% milli áranna 2015 og 2016 og um 35% milli áranna þar á undan.
Meira

„Á Villa Vill og Björgvin Halldórsson gátu allir hlustað“ / SIGVALDI

Sigvaldi hefur stundað spilerí með Hljómsveit kvöldsins ásamt nokkrum félögum sínum en hann er einnig duglegur að troða upp einn með gítarinn eða í félagi við aðra. Spurður um helstu tónlistarafrekin segir hann: „Að spila fyrir forsetann en í seinni tíð að spila á áramótaballi með Geirmundi Valtýssyni auðvitað!“ Þá ættu margir að kannast við Sigvalda eftir að hann komst í fjögurra söngvara úrslit í íslenskri útgáfu The Voice í lok ársins 2015...
Meira

Bjarni Har hættur olíusölu

Um síðustu áramót afturkallaði Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra leyfi Verslunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki til að selja olíu eftir tæplega 90 ára farsælt starf fyrst sem umboðsaðili BP og síðar Olíuverzlunar Íslands, nú Olís.
Meira

Vill byggja fimm hæða blokk á Hvammstanga

Engilbert Runólfsson verktaki mun kynna hugmyndir sínar um byggingu fimm hæða 20 íbúða húss að Höfðabraut 28 á Hvammstanga á íbúafundi sem boðaður hefur verið nk. mánudag 15. janúar í félagsheimili staðarins.
Meira

Caird í þjálfarateymi Tindastóls

Christopher Caird leikmaður Tindastóls í körfubolta hefur lagt keppnisskóna á hilluna og hefur bæst í þjálfarateymi liðsins. Þrálát meiðsli hafa gert kappanum lífið leitt og hefur hann ekki náð að beita sér líkt og á síðasta keppnistímabili. Meðfram spilamennsku hefur Chris verið starfandi yfirþjálfari yngri flokka félagsins með mjög góðum árangri.
Meira

Anton Páll tilnefndur sem þjálfari ársins 2017

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er greint frá því að Anton Páll Níelsson, reiðkennari við Hestafræðideild skólans sé tilnefndur í kosningu um þjálfara ársins 2017 á vegum FEIF - alþjóðlegra samtaka um Íslandshestamennskuna. Sex þjálfarar hafa verið tilefndir af samtökum hestamanna í sínu heimalandi og keppa þeir um titilinn. Kosningin fer fram á Facebook.
Meira

Framkvæmdahugur hjá Húnaborg á Blönduósi

Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar sem fram fór í gær voru teknar fyrir nokkrar lóðaumsóknir og athygli vekur að Húnaborg ehf. á fjórar þeirra. Um er að ræða tvö stálgrindarhús atvinnu-og eða geymsluhúsnæði sem og tvö raðhús á Blönduósi.
Meira