Fréttir

Blönduhlaup gekk vel í góðu veðri

Blönduhlaup USAH var hlaupið síðasta laugardag í ljómandi veðri og gekk vel fyrir sig. Einungis 27 hlauparar skráðu sig til leiks sem er talsvert minni þátttaka en verið hefur undanfarin ár, þar af voru aðeins sex heimamenn, og vonast skipuleggjendur hlaupsins til að sjá breytingu á því í næsta Blönduhlaupi.
Meira

Landsmenn taki þátt í 100 ára sjálfstæðis- og fullveldisafmæli Íslands

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Kallað verður eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna með tillögum að verkefnum á hátíðardagskrána sem standa mun allt árið 2018. Nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðarinnar hefur hafið störf.
Meira

Endurgjaldslaus námsgögn í Blönduskóla

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í gær var samþykkt að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti endurgjaldslaust. Er það liður í því að vinna gegn mismunum barna og styður við að öll börn njóti jafnræðis í námi, að því er segir í fundargerð byggðaráðs. Þar kemur einnig fram að Ríkiskaup hafa ákveðið að bjóða upp á sameiginlegt örútboð á námsgögnum grunnskóla og samþykkti byggðaráð að taka þátt í því.
Meira

Góð upplifun blaðamanns Vísis á Drangeyjartónleikum

Blaðamaðurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar skemmtileg grein á Vísi.is, um upplifun sína á Drangey Music Festival sem haldin var fyrr í sumar á Reykjum á Reykjaströnd. Ekki fer á milli mála að hann, ásamt börnum sínum ungum, skemmti sér vel í góðri stemningu í þúsund manna partýi.
Meira

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum

Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu verður heitavatnslaust í Hlíðar- og Túnahverfi á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júlí, frá kl 16 og fram eftir nóttu. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira

Ásdís Brynja í hollenska landsliðið

Ásdís Brynja Jónsdóttir á Hofi í Vatnsdal hefur verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum. Ásdís segir að leiðarvísirinn fyrir landsliðsvali sé öðruvísi háttað í Hollandi en á Íslandi en þar þarf að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á world ranking mótum til að eiga möguleika á að verða valinn.
Meira

Markmaður Íslands með skagfirskt blóð í æðum

Nú hafa stelpurnar okkar leikið sinn fyrsta leik á EM í knattspyrnu í Hollandi og þurftu þær að að sætta sig við tap á móti Frökkum þrátt fyrir góðan leik. Frakkar skoruðu úr mjög umdeildu víti undir lok leiksins og hirtu þar með öll stigin. Engu að síður stóðu íslensku stelpurnar sig afar vel og gáfu góð fyrirheit fyrir komandi keppni. Alltaf er gaman þegar hægt er að tengja leikmenn við átthagana en það er hægt með Guðbjörgu Gunnarsdóttur markmann.
Meira

Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.
Meira

Af poti í augu og fleiri afsökunum...

Herra Hundfúll undrast oft þær afsakanir sem íþróttafólk kemur með þegar árangurinn stenst ekki væntingar. Íslenskir afreksmenn virðast reyndar vera í toppklassa í þessum fylgifiski sportsins. Þannig man Hundfúll eftir íslenskum skíðagöngumönnum á Ólympíuleikum á síðustu öld sem völdu rangt smjörkrem á skíðin og komust varla úr sporunum. Í fyrra fór spjótkastari halloka fyrir aðstæðum á Ólympíuleikum í Ríó... >MEIRA
Meira