Fréttir

Opið hús í Nes Listamiðstöð

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús nk. fimmtudag, þann 22. júní frá klukkan 16 til 18. Klukkan 17 verður heimsfrumsýning á stuttmyndinni „Wait“, eftir Emily Prism og Zephyr Amethyst með íslenskum texta Laufeyjar Lindar Ingibergsdóttur. Klukkan 17:30 verður sjónræn kynning og upplestur sem er í höndum Mimi Cabell og Phoebe Stubbs.
Meira

Lummudagar í Skagafirði - Mikil gleði framundan

Nú standa fyrir dyrum hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir verða settir á næsta fimmtudag, þann 22. júní. Að vanda verður mikið um að vera, jafnt fyrir unga sem aldna.
Meira

Nýprent Open, barna- og unglingamótið í golfi

Barna- og unglingamót Golfklúbbs Sauðárkróks, Nýprent Open, verður haldið sunnudaginn 25. júní nk. og er það fyrsta mót sumarsins í Norðurlandsmótaröðinni.
Meira

Jónsmessuhátíð heppnaðist vel

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi var haldin í 15. sinn nú um helgina í stilltu og hlýju en misþurru veðri. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar fór hún í alla staði vel fram. Margt var sér til gamans gert og sýna meðfylgjandi myndir brot af því besta.
Meira

Stefnir í fjölmennt Landsbankamót

Landsbankamót Tindastóls fer fram á Sauðárkróki dagana 24. og 25. júní næstkomandi og stefnir allt í að mótið verði hið fjölmennasta hingað til. Á mótinu keppa stelpur í 6.flokki og fjölgar keppnisliðum ár frá ári. Nú eru rúmlega 100 lið skráð til leiks frá um 20 félögum. Liðin mæta á staðinn á föstudagskvöld en keppni hefst á laugardagsmorgun og lýkur á sunnudag með úrslitaleikjum og afhendingu verðlauna. Á laugardagskvöld verður haldin kvöldvaka þar sem Salka Sól kemur og skemmtir áhorfendum.
Meira

Málstofa - bókarkynning í Verinu

Miðvikudaginn 21. júní kl. 16.00 verður málstofa- bókarkynning í Verinu á Sauðárkróki þar sem kynnt verður bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró sem nú hefur verið gefin út á íslensku í þýðingu Hjartar Gíslasonar blaðamanns. Bókin var gefin út í Færeyjum í fyrra og vakti mikla athygli enda hefur ekki fyrr verið skrifað á þennan hátt um fiskveiðistjórnun um víða veröld og borin saman mismunandi stjórnkerfi fiskveiða.
Meira

Þekktur golfkennari í heimsókn

Hinn þekkti golfkennari, John R. Garner, mun verða í heimsókn hjá golfklúbbunum á Sauðárkróki og á Blönduósi af og til í sumar, fyrst nú í vikunni, og sinna þar kennslu.
Meira

Veiði fer vel af stað í Miðfjarðará

Laxveiði er nú hafin í Miðfjarðará og lofar byrjunin góðu. Fyrsta daginn, þann 15. júní, veiddust 44 laxar sem er með því besta sem veiðst hefur á opnunardegi í ánni. Morgunvaktin skilaði 23 löxum og 21 lax veiddist á síðdegisvaktinni. Flestir voru laxarnir, sem veiddust á öllum svæðum, í stærri kantinum, vænir tveggja ára laxar um 85-93 sentímetrar að lengd. Mest veiddist á hitch.
Meira

Munum þá sem gleyma

Alþingi fjallaði um mörg mál á nýafstöðnu þingi og nokkur þeirra hlutu samþykki sem lög eða þingsályktanir eða var vikið til hliðar. Þetta 146. þing fer þó fjarri því í sögubækurnar sem árangursríkt og afkastamikið. Sum málanna teljast aðkallandi, brýn og þörf en fengu ekki framgang. Það sem efst var á forgangslista Samfylkingar voru eins og jafnan áður velferðarmálin, m.a. þau sem lúta að barnafjölskyldum, bættri heilbrigðisþjónustu, húsnæðismálum, sjúkratryggingum, málefnum eldri borgara og hagsmunamálum öryrkja auk annarra mála, s.s. samgöngumála.
Meira

Skagfirðingar sæmdir riddarakrossi

Þrír Skagfirðingar voru á meðal þeirra fjórtán sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 17. júní. Þeir eru Sigurjón Björnsson, Jón Kristjánsson og Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Meira