Fréttir

Hannaði burðarvirki í brú á Hvammstanga í starfsnámi

Nýtt mannvirki reis fyrir skemmstu á Hvammstanga og sendi Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs við Háskólann í Reykjavík fréttt af því til Feykis.
Meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Meira

Skákþingi Skagafjarðar lokið - Pálmi Sighvats Skagafjarðarmeistari

Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk sl. miðvikudagskvöldi en hann hlaut fullt hús stiga, 5 vinninga af 5 mögulegum. Titilinn hafði hann tryggt sér fyrir síðustu umferð með eins og hálfs vinnings forskot.
Meira

5,8 milljónir á Norðurland vestra í verkefni tengdum aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Í gær fór fram kynning á þeim 100 verkefnum sem valin voru úr innsendum tillögum til dagskrár aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Kynningin var haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum fulltrúum verkefna af öllu landinu. Alls bárust 169 tillögur og var sótt um rúmlega 280 milljónir króna og hlutu átta aðilar á Norðurlandi vestra alls 5,8 milljónir í styrki til sinna verkefna.
Meira

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Miðvikudaginn 6. desember sl. komu Tannstaðabakkahjónin Ólöf Ólafsdóttir og Skúli Einarsson færandi hendi til stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra og færðu sjóðnum samtals kr. 370 þús. að gjöf. Var þetta annars vegar afrakstur sölu á bútasaumsteppum sem Ólöf hafði saumað og selt síðan vítt og breitt frá miðju sumri og nú síðast á jólamarkaðnum á Hvammstanga.
Meira

ÓB opnar í Varmahlíð

Nú standa yfir framkvæmdir við Kaupfélagsverslunina í Varmahlíð þar sem laga á húsnæðið innan jafnt sem utan. Einnig standa til breytingar á lóð verslunarinnar en sótt hefur verið um hjá sveitarfélaginu að hún verði stækkuð. Nú hefur Olís tekið við af N1 í olíusölu og hefur standsett ÓB sjálfsafgreiðslustöð við Kaupfélagið.
Meira

Jólalag dagsins – Eiríkur Fjalar - Nýtt Jólalag

Þar sem einungis eru 16 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Þar er hinn heimsfrægi poppari Eiríkur Fjalar sem flytur jólalagið Nýtt Jólalag.
Meira

Hólamenn fara víða

Starfsmenn Háskólans á Hólum hafa gert víðreist að undanförnu. Í nóvember var Ólafur Sigurgeirsson í Moskvu fyrir hönd skólans þar sem hann var þátttakandi í verkefninu „Nordic-Russian Centre for research and innovation in Aquaculture“. Verkefnið er leitt af Háskólanum í Tromsö í Noregi, en að auki koma að því Háskólinn í Múrmansk (Murmansk State Technical University) og MSUTM (K.G.Rasumovsky Moscow State University of Technologies and Management) í Moskvu. Frá þessu er sagt á heimasíðu Háskólans á Hólum.
Meira

Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni

Lífland hefur innkallað spæni frá Staben í Svíþjóð eftir að fótur af klaufdýri fannst í einum bagga síðdegis á mánudag. Á vef Matvælastofnunar segir að líklega sé um fót af dádýri að ræða. Dýrahræ geta borið með sér smitefni og sem varúðarráðstöfun hefur fyrirtækið innkallað alla sendinguna af spæninum og stöðvað dreifingu.
Meira

Stólarnir taka á móti Njarðvík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Njarðvík í 10.umferð Domino´s deildarinnar í kvöld á Sauðárkróki. Ljóst má vera að Stólarnir munu gera allt til að sigra eftir fremur slæma ferð í höfuðborgina sl. mánudag. Helgi Rafn segir að sá leikur sé búinn og nú sé bara áfram gakk.
Meira