Fréttir

Margir heimsóttu Iðju í gær

Það var glatt á hjalla í Iðju á Sauðárkróki í gær en þar var opið hús í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra. Þegar blaðamaður leit við bárust ljúfir harmóníkutónar á móti honum en þar voru þá í heimsókn nemendur og kennarar frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þeir tóku lagið fyrir viðstadda sem sumir hverjir tóku sporið við undirleik þeirra. Að sögn Jóníu Gunnarsdóttur, forstöðumanns Iðju, höfðu margir litið við eða um 50 manns það sem af var degi. Hefð er fyrir því hjá Iðju að hafa opið hús í tengslum við alþjóðadag fatlaðra þar sem gestum er boðið að koma í heimsókn og sjá hvað þar er verið að fást við og jafnframt er hægt að versla muni sem þjónustuþegar Iðju hafa búið til.
Meira

Fjölbreyttar bækur til sölu hjá túrí

Bókaútgáfan túrí ehf á Laugarbakka gefur út fyrir þessi jól bókina Ár og kýr sem Jón Eiríksson á Búrfelli lét gera upp úr sínum frægu 365 kúamyndum sem hann málaði árið 2003. Einnig er túrí að selja aðrar bækur s.s. Leitin að Engli Dauðans eftir Jóhann Fönix, spennusaga sem gerist í framtíðinni. Sú bók kom út í fyrra.
Meira

Tónadans heldur jólatónleika á morgun

Jólatónleikar listasmiðjunnar Tónadans verða haldnir í Miðgarði á morgun, miðvikudaginn 6. desember kl. 17:00. Tónadans, listasmiðja fyrir börn og ungmenni, var formlega stofnuð á vordögum 2017 en tók til starfa síðastliðið haust og er afrakstur hugmynda og þróunarvinnu Kristínar Höllu Bergsdóttur og Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur. Hafði listasmiðjan verið draumur þeirra um nokkra hríð og ákváðu þær að skella verkefninu af stað á þessu ári. Báðar eru þær menntaðir hljóðfæraleikarar og tónlistarkennarar auk þess að vera við nám við Háskólann á Bifröst. Kristín Halla hefur séð um reksturinn í vetur þar sem Jóhanna er búsett á Bifröst en Kristín Halla segist hafa fengið til liðs við sig frábærar listakonur þær Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu sem stjórnar barnakórnum og þær Ólöfu Ólafsdóttur og Ragndísi Hilmarsdóttur danskennara sem kenna jassballett.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Liðskynning

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Hrímnis en það er sigurvegari sl. þriggja ára og ljóst er að mörg lið vilja binda enda á þessa sigurgöngu. Liðsstjóri liðsins er sem fyrr Þórarinn Eymundsson sem alls hefur unnið einstaklingskeppnina fjórum sinnum.
Meira

UMFÍ boðar þjónustusamfélagið í Skagafirði á fund

Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ verða haldin á Sauðárkróki 12. – 15. júlí næsta sumar. Af því tilefni heldur Ungmennafélag Íslands kynningarfund fyrir þjónustuaðila í Skagafirði, þar sem farið verður yfir mótið og fyrirkomulag þess. Í fyrsta skipti verða mótin tvö haldin samtímis og búist er við miklum fjölda þátttakenda.
Meira

KIDKA með opið hús - Myndir

Ullarverksmiðjan KIDKA á Hvammstanga var með opið hús sl. sunnudag og bauð gestum og gangandi upp á tískusýningu, leiðsögn um verksmiðjuna og 20% afslátt af öllum vörum. KIDKA var stofnuð árið 1972 og er ein af stærstu ullarverksmiðjum Íslands og er framleiðsluvöru þess að finna í verslunum um land allt. Anna Scheving var á staðnum með myndavélina.
Meira

Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi sl. laugardag. Keppendur voru samtals 42 og komu frá þremur Júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.
Meira

Jólalag dagsins - Gleði og friðarjól

Þar sem einungis eru 19 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Það er hið sígilda lag Gleði og friðarjól með Pálma Gunnarsyni.
Meira

Tindastólsmenn í tómu tjóni í Vesturbænum

Það leit allt út fyrir hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar lið KR og Tindastóls mættust í einum af stórleikjum tímabilsins í Dominos-deildinni. Það væri þó synd að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks að þessu sinni því KR-ingar hreinlega rúlluðu yfir okkar menn. Eins og stundum áður í viðureignum þessara liða þá var það Brynjar Þór Björnsson sem þurfti endilega að hitta á stjörnuleik. Lokatölur voru 97-69 fyrir KR.
Meira

Gáfu endurhæfingartæki

Hin árlega aðventugleði Sjálfsbjargar í Skagafirði var haldin í Húsi frítímans í síðustu viku í tengslum við Alþjóðadag fatlaðra. Að sögn Ólafs Rafns Ólafssonar, varaformanns félagsins, var kvöldið ánægjulegt og þeir fjölmörgu sem mættu hafi skemmtu sér vel.
Meira