Fyrsta stigið lætur bíða eftir sér
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.06.2017
kl. 11.00
Ekki náðu stelpurnar í Tindastóli að krækja í sín fyrstu stig í 1. deildinni í fótbolta á Sauðárkróksvelli í gær þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn. Þrátt fyrir færi á báða bóga kom aðeins eitt mark í leiknum sem gestirnir skoruðu. Það var snemma í leiknum, eða á 11. mínútu, sem Fehima Líf Purisevic í liði Víkings skoraði snyrtilegt mark utarlega í vítateig eftir ágætan samleik. Færið virtist ekki ýkja hættulegt en boltanum kom Fehima yfir Didu í markinu og í vinstra hornið.
Meira