Fréttir

„Ég fíla ekki grænmeti, ég fíla bara nammi“

Talsvert stuð var í morgun þegar skagfirsk börn heimsóttu Nýprent og Feyki, líkt og sennilega flest fyrirtæki og verslanir á Króknum, og sungu fyrir sælgæti. Það viðraði vel á krakkana á Króknum þó reyndar virtust flest vera með bílstjóra sér til halds og trausts – enda meira en að segja það fyrir litla kroppa að standa undir öllum þessum öskudagsgjöfum.
Meira

Kennarar rétt mörðu 10. bekkinga - Myndband

Íþróttahátíð Árskóla var haldin í gær með pompi og prakt. Að venju mættu krakkarnir í sína heimastofu samkvæmt stundaskrá og græjuðu sig fyrir daginn. Hefði er fyrir því að hver bekkur hafi sitt sérkenni sem búið er að ákveða með fyrirvara.
Meira

Arnar Þór hættir sem bæjarstjóri á Blönduósi 1. apríl

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var lagður fram starfslokasamningur við Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóra. Starfslok Arnars Þórs verða frá og með 1. apríl 2018 en þá mun hann hefja störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Sveitarstjórn samþykkti samninginn með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá.
Meira

Fálki handsamaður í Vatnsdalnum

Sigurður Rúnar Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal, handsamaði fálka sem eitthvað var skaddaður lét þá Róbert Daníel Jónsson og Höskuld Birki Erlingsson lögreglumann á Blönduósi vita. Þeir fóru á staðinn og kíktu á fuglinn og úr varð að þeir tóku fálkann með sér á Blönduós höfðu samband við Náttúrufræðistofnun og sendu hann síðar í Húsdýragarðinn.
Meira

Fræðsla um jafnréttismál á Hvammstanga

Föstudaginn 16. febrúar mun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og fyrirlesari, vera með fræðslu um jafnréttiismál í Félagsheimilinu Hvammstanga. Fræðslan er að frumkvæði jafnréttisnefndar Húnaþings vestra og verður í tvennu lagi:
Meira

Valdís Valbjörnsdóttir söng til sigurs í Söngkeppni Nemendafélags FNV

Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur. Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Meira

Styrkur til námskeiðs í torfhleðslu og kortlagningar Fornra garða i Fljótum

Á Facebooksíðu Byggðasafns Skagfirðinga er greint frá því að Byggðasafnið og Fornverkaskólinn hafi nú á dögunum fengið styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Í hlut Byggðasafnsins komu 500.000 kr. til þess verkefnis að hefja rannsókn sem kallast Fornir garðar í Fljótum. Markmiðið með rannsókninni er að kanna forn garðlög sem finnast víða í Fljótum og eru talin gegna ýmsum hlutverkum, s.s. sem girðingar, landamerki og samgöngubætur. Svona umfangsmiklir og vel varðveittir garðar finnast ekki annarsstaðar í Skagafirði segir á Facebooksíðunni. Í fyrsta áfanga verða garðarnir kortlagðir af loftmyndum en nokkrir þeirra hafa nú þegar verið aldursgreindir.
Meira

Þórsarar lagðir í Þorlákshafnarparket í jöfnum leik

Tindastólsmenn léku við Þór Þolákshöfn í Þorlákshöfn í gærkvöldi og máttu lítið við því að misstíga sig í toppbaráttu Dominos-deildarinnar. Eftir strembinn fyrri hálfleik voru Stólarnir síðan yfirleitt feti framar í jöfnum og spennandi síðari hálfleik og reyndust heimamönnum öflugri á síðustu mínútunum. Lokatölur 85-89 fyrir Tindastól.
Meira

Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokaðar vegna óveðurs

Gul viðvörun gildir fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Austan og Norðaustan stormur verður ríkjandi á Norðurlandi vestra, með snjókomu eða skafhríð. Lokað er yfir Vatnsskarð og Öxnadalsheiði.
Meira

Ísak Óli í 2. sæti í fjölþrautum um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 10.-11. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, einnig í fjölþrautum í yngri flokkum pilta og stúlkna. Ísak Óli Traustason UMSS var á meðal keppenda og átti gott mót. Á heimasíðu Tindastóls segir að Ísak Óli hafi staðið sig frábærlega, hlaut 5214 stig, bætti sinn fyrri árangur í sjöþraut um 285 stig, og varð í 2. sæti eftir æsispennandi keppni við Inga Rúnar Kristinsson Breiðabliki, sem hlaut 5294 stig.
Meira