Fréttir

Fyrsta stigið lætur bíða eftir sér

Ekki náðu stelpurnar í Tindastóli að krækja í sín fyrstu stig í 1. deildinni í fótbolta á Sauðárkróksvelli í gær þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn. Þrátt fyrir færi á báða bóga kom aðeins eitt mark í leiknum sem gestirnir skoruðu. Það var snemma í leiknum, eða á 11. mínútu, sem Fehima Líf Purisevic í liði Víkings skoraði snyrtilegt mark utarlega í vítateig eftir ágætan samleik. Færið virtist ekki ýkja hættulegt en boltanum kom Fehima yfir Didu í markinu og í vinstra hornið.
Meira

Steypuskemmdir á Nöfum

Ekki var aðkoman fín hjá starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar svf. Skagafjarðar að undirstöðu flaggstangar sem þeir steyptu daginn áður þar sem búið var að moka steypunni upp úr mótinu og dreifa henni um svæðið. Flaggstöngin sem um ræðir átti að setja upp fyrir 17. júní hátíðahöldin á Sauðárkróki á Nöfum fyrir ofan íþróttasvæðið.
Meira

Fallegt útsýni og fjölbreytt fuglalíf í Jónsmessugöngu á Hofsósi

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi hefst á morgun og eru íbúar nú á fullu að skreyta og gera sig klára til að taka á móti gestum. Fyrsti liðurinn á dagskrá hátíðarinnar er Jónsmessugangan sem ætíð hefur notið mikilla vinsælda. Gönguleiðin að þessu sinni er frá Kjaftamel í Stafshólslandi, um Axlarveg sem er gamall vegur og reiðleið, yfir í Tumabrekkuland og meðfram Miðhúsagerði uns komið er niður á Siglufjarðarveg rétt norðan við Miðhús í Óslandshlíð. Meðal þess sem fyrir augun ber er malarhóllinn Hastur þaðan sem er mjög fallegt útsýni. Segir sagan að þaðan hafi Grettir Ásmundsson borið stóra steininn, eða Grettistakið, sem stendur í Grafaránni, rétt við við Grafarós, og blasir við frá þjóðveginum. Sigrún Fossberg, fararstjóri í göngunni, segir að gangan sé létt, meira og minna niður í móti þar sem fólki gefist færi á að njóta fallegrar náttúru með miklu útsýni og fjölbreyttu fuglalífi. Jónsmessugangan hefst klukkan 18:00 og verður fólki ekið á upphafsreit með rútu.
Meira

Deiliskipulagstillaga fyrir skíðasvæðið í Tindastóli

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum nýverið að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Í tillögunni felst gerð deiliskipulags fyrir svæðið eins og það er afmarkað í aðalskipulagi og er markmiðið að fá fram heildstætt skipulag fyrir svæðið og nánasta umhverfi þess.
Meira

Rekstur A og B hluta Blönduósbæjar jákvæður um 54 millj. kr.

Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2016 námu 982,7 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta sem er 86 millj. kr. hærri tekjur en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjur samstæðunnar hækka um 141,7 millj. á milli ára sem gerir um 17% hækkun tekna.
Meira

Kvennahlaupið verður á sunnudaginn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram næsta sunnudag, þann 18. júní, og verður hlaupið á fjölmörgum stöðum á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á níu stöðum á Norðurlandi vestra. Þeir eru:
Meira

Undirskriftir tæplega 1200 manna afhentar í dag

Í dag verður ráðuneytisstjóra Dómsmálaráðuneytisins, í fjarveru Sigríðar Á Andersen, afhentur undirskriftalisti sem tæplega 1200 manns rituðu nafn sitt á til að mótmæla harðlega fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Afhendingin fer fram klukkan 13:00 að Sölvhólsgötu 7 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Ársfundur Þekkingarsetursins á Blönduósi

Nýlega var ársfundur Þekkingarsetursins á Blönduósi haldinn í Kvennaskólanum á Blönduósi. Á dagskrá voru venjuleg ársfundarstörf og kynning á starfsemi setursins árið 2016. Starfsemin var fjölbreytt á árinu og unnið með samþykktir setursins að leiðarljósi: Að nýta aðstæður og svæðisbundna sérstöðu til þess að stuðla að aukinni þekkingu og fjölbreytni atvinnulífs með fræðastarfi, eflingu háskólamenntunar, vísindarannsóknum og nýsköpun á sérsviðum setursins, strandmenningu, laxfiskum og textíl.
Meira

Breyting á eignarhaldi Fjölnets

Þann 1. apríl sl. keyptu félagarnir Pétur Ingi Björnsson og Sigurður Pálsson tölvufyrirtækið Fjölnet af Tengli, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, tæki og viðskiptavild. Fyrirtækið er með starfsemi á Sauðárkróki og í Reykjavík þar sem Sigurður er búsettur.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikar Arionbanka verða haldnir á Blönduósi helgina 17.-18. júní. Smábæjarleikarnir eru knattspyrnumót sem hugsað er fyrir félagslið minni bæjarfélaga úti á landi, bæði stelpur og stráka í 5., 6., 7. og 8. flokki og er þetta í 14. sinn sem leikarnir eru haldnir. Spilað er í riðlakeppni á laugardag og sunnudag en tekið er á móti liðum á föstudag.
Meira