Fréttir

Microbar & Bed skiptir um eigendur

Veitinga- og gististaðurinn Microbar & Bed á Sauðárkróki hefur skipt um eigendur. Það eru þau Sigríður Magnúsdóttir og Árni Birgir Ragnarsson sem ætla að láta gamlan draum rætast og taka að öllum líkindum við rekstrinum í næstu viku. Þá verður nafni staðarins breytt í Grand-Inn Bar and Bed.
Meira

Þarfagreining á fræðsluþörf í Húnaþingi vestra

Síðastliðið vor var gerður samningur milli Húnaþings vestra, Farskólans, mannauðssjóðs Kjalar og Sveitamenntar, sem er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni, um að gerð yrði þarfagreining á fræðsluþörf meðal starfsmanna sveitarfélagsins. Markmiðið með vinnunni er að koma símenntun og starfsþróun starfsmanna í ákveðinn farveg, auka starfsánægju og bæta þjónustu, ásamt því að gera fræðsluáætlun með hugmyndum um fræðslu til stafsmanna. Frá þessu segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Pálma á Akri minnst við setningu Alþingis

Á þingsetningarfundi Alþingis í gær var Pálma Jónssonar á Akri, fyrrv. alþingismanns og ráðherra, minnst. Það var starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, sem flutti en Pálmi var eini fyrrverandi alþingismaður sem látist hafði síðan Alþingi var síðast á fundum. Eftirfarandi eru minningarorðin sem flutt voru:
Meira

Jólalag dagsins – Það er alveg dagsatt - Dengsi og Hemmi

Þar sem einungis 9 dagar eru til jóla og Þvörusleikir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Dengsi og Hemmi Gunn sungu um það hvernig jólin voru í gamla daga en var þetta alveg satt? Það er alveg dagsatt; heitir lagið og er bara ágætis innlegg í jólaumræðuna.
Meira

Jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins

Skagfirski kammerkórinn verður á jólaróli nú um helgina og heldur árlega jólatónleika sína á þremur stöðum í Skagafirði á föstudag og laugardag. Í Hóladómkirkju á föstudag klukkan 20:00, í Sauðárkrókskirkju á laugardag klukkan 16:00 og í Miklabæjarkirkju á laugardag klukkan 20:00. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.
Meira

Frábær endurkoma Tindastóls í Ásgarði

Tindastóll sótti lið Stjörnunnar heim í Garðabæ í kvöld í síðasta leik ársins í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með hörðum slag og það vantaði ekkert upp á það. Stjörnumenn höfðu yfirhöndina framan af og leiddu með 14 stigum í hléi en Stólarnir komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru snöggir að jafna metin og voru síðan sterkari aðilinn þar til yfir lauk. Lokatölur 80-86 í Ásgarði þar sem Pétur Birgis var bestur.
Meira

Dósasöfnun Unglingaráðs körfuboltans á morgun

Á morgun, 15. desember milli kl. 17 og 21, ætla krakkarnir í yngri flokkum körfuboltadeildar Tindastóls að ganga í hús á Sauðárkróki og safna dósum og flöskum í ferðasjóð yngri flokkanna. Misritað var í Jóladagskrá í Skagafirði sem birtist m.a. í Sjónhorni að söfnunin færi fram þann 16. des.
Meira

Atvinnupúlsinn 6. þáttur

Það er met í sölu á steypu hjá Steypustöð Skagafjarðar, sem sýnir glögglega að hjól atvinnulífsins snúast á svæðinu. Í 6. þætti Atvinnupúlsins, sem sýndur var á N4 í gær, er rætt við framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og farið í heimsókn til Steypustöðvar Skagafjarðar, Stefnu, Gestastofu sútarans, rækjuverksmiðju Dögunar og Kjarnans, sem hýsir ýmis þjónustufyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Héraðsbókasafn A-Húnvetninga með aðgang að Rafbókasafninu

Á Facebooksíðu Héraðsbókasafns A-Húnvetninga segir frá því að bókasafnið sé nú komið með aðgang að Rafbókasafninu en það var opnað 30. janúar á þessu ári. Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Hingað til hefur aðgangur að safninu verið takmarkaður við lánþega stærstu almenningsbókasafnana en nú er það opið öllum lánþegum almenningsbókasafna á Íslandi.
Meira

Bókarkynnng á Bókasafni Húnaþings vestra

Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynnir nýútkomna bók sína,Sakir útkljáðar: Sáttabók Miðfjarðarumdæmis í Húnavatnssýslu 1799–1865, á Bókasafni Húnaþings vestra í dag kl. 17:00.
Meira