Fréttir

Blöndubrúin enn ókláruð

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar þann 27. juní sl. var skorað á stjórnvöld að tryggja fjármagn í áframhaldandi framkvæmdir við Blöndubrú og þjóðveg 1 í gegnum Blönduós en þeim framkvæmdum er enn ekki lokið. Þar segir að umferðin um Blönduós hafi aukist til muna undanfarin ár og íbúar og bæjarfulltrúar hafi um árabil barist fyrir lagfæringum á Blöndubrú sem hafi farið af stað en sé ekki enn lokið. Mikilvægur þáttur í framkvæmdinni sé að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með því að byggja göngubrú yfir Blöndu.
Meira

Þróunar- og átaksverkefni í búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra

Á siðasta ári tilkynnti Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, um eins árs þróunar- og átaksverkefni um búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra. Markmið þess var að bæta búsetuskilyrði og laga skógræktarverkefni að þörfum bænda. Sjö milljónir króna voru veittar til verkefnisins og var Skógræktinni falið að stýra því í samvinnu við Húnvetninga.
Meira

Samstarf við myndlistamenn sem eiga rætur að rekja í Skagafjörð

Þann 1. júlí næstkomandi verður myndlistarsýningin Nr.1 Umhverfing opnuð á Sauðárkróki. Sýningarhúsnæði er annars vegar Safnahúsið, og hins vegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Nafn sýningarinnar, NR.1 Umhverfing, vísar til þess að fleiri sýningar verði settar upp með sama móti víða um land á næstu árum í samstarfi við heimamenn.
Meira

Nýtt þjónustuhús rís á Blönduósi

Fyrsta skóflustungan að nýju þjónustuhúsi sem Ámundakinn ehf. byggir við Hnjúkabyggð 34 á Blönduósi var tekin á föstudaginn og var það Jakob Svavarsson, mjólkurbílstjóri, sem það gerði. Húsið er 550 m2 og að mestu á einni hæð. Verkfræðistofan Stoð ehf. sá um hönnun og burðarþolsteikningar. Áhersla hefur verið lögð á að semja við verktaka innanhéraðs vegna vinnu við bygginguna.
Meira

Hólmagrundin best skreytt

Í gær var gert heyrinkunnugt hvaða gata þótti best skreytt á Lummudögum á Sauðárkróki sem og hvaða grillpartý þótti heppnast best, að mati aðstandenda Lummudagahátíðarinnar.
Meira

Blágosi frá Gæðingi besti bjórinn

Bjórhátíðin á Hólum var haldin sjöunda árið í röð þann 3. júní síðastliðinn. Að sögn Guðmundar Björns Eyþórssonar hjá Bjórsetri Íslands tókst hátíðin afar vel eins og áður, gott veður, fullt af fólki og góður bjór í boði hjá brugghúsunum.
Meira

Sundlaugin á Sauðárkróki á áætlun

Fyrri verkhluti framkvæmda við Sundlaugina á Sauðárkróki fer í opið útboð á allra næstu dögum en þar er gert ráð fyrir að gamla sundlaugin verði öll tekin í gegn, anddyri, lyfta búningsklefar o.fl. Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns byggingarnefndar sundlaugarinnar er markmiðið að sundlaugin verði til fyrirmyndar varðandi aðgengi fyrir alla. Framkvæmdir eiga að hefjast í haust eins og stefnt hefur verið að og gert er ráð fyrir að þeim ljúki seinni part ársins 2018. Seinni verkhluti verður unninn í framhaldinu þar sem gert er ráð fyrir viðbót sunnan við sundlaugina með rennibrautum, vaðlaug fyrir börn og heitum pottum.
Meira

Alla þingmenn undir fávísisfeldinn

Undanfarna daga, síðan ég tók sæti á Alþingi eftir nokkurra mánaða fæðingarorlof, hefur mér verið hugsað til samfélagsins og nánar tiltekið hvers konar samfélagi ég vil búa í og vera partur af. Í því samhengi verður mér oft hugsað til könnunar MMR, sem kom út á dögunum, og sýndi að tæplega þriðjungur þjóðarinnar telur lífið vera ósanngjarnt.
Meira

Vel lukkaðir Lummudagar í norðangolunni - Myndir

Það var mikið um að vera í Skagafirði um liðna helgi en þá stóðu Lummudagar yfir, Landsbankamót á Sauðárkróki þar sem hundruð stúlkna léku fótbolta og Drangey Music Festival fór fram á laugardagskvöldinu á Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Sunna Þórarinsdóttir hlaut styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Í gær var styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands úthlutað til 28 nemenda úr 16 framhaldsskólum víðsvegar að af landinu. Er þetta í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Meira