feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
01.12.2017
kl. 08.33
Eitt sinn hlýddi ég á tal tveggja lífsreyndra manna sem nú eru báðir fallnir frá. Annar var bifvélavirki, en hinn lögfræðingur. Þetta voru rosknir menn, mestu sómakarlar og í vínhneigðara lagi. Þeir höfðu báðir gengið í AA-samtökin og töluðu mjög hlýlega um þann félagsskap, en um SÁÁ töluðu þeir ekki hlýlega og voru hjartanlega sammála um að SÁÁ væru búin að eyðileggja AA-samtökin. Svo einkennilegt sem það var, lagði ég ekki nógu vel við hlustir eða hjó eftir því í hverju sú eyðilegging ætti að vera fólgin og með hvaða hætti hún hefði átt sér stað, en ætla nú að gera vanburðuga tilraun til að ráða eitthvað í það, og bið lesendur um að virða viljann fyrir verkið.
Meira