Fréttir

Aðventutónleikar Sönglaganna

Nú um helgina verður Skagfirðingum boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu þegar Sönglögin standa fyrir aðventutónleikunum Hátíð í bæ, annars vegar á Hofsósi í kvöld og hins vegar í Miðgarði á laugardagskvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum verður stórsöngvarinn geðþekki, Pálmi Gunnarsson, sem á stóran sess í hugum landsmanna þegar hugurinn leitar til ástsælustu jólalaganna. Þeir Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason, kennarar við tónlistarskóla Skagafjarðar, sem standa á bak við Sönglögin segja þeir hafi lengi haft hug á að fá Pálma til að koma fram á tónleikum með þeim en hann hafi alltaf verið uppbókaður á þessum tíma svo nú sé loksins langþráðu marki náð.
Meira

Flogið á Krókinn á ný

Í dag lenti flugvél flugfélagsins Ernis á Sauðárkróki á ný eftir nokkurra ára hlé á áætlunarflugi þangað. Um tilraunaverkefni er að ræða í sex mánuði og ræðst framhaldið af eftirspurn flugfarþega. Fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á Norðurlandi vestra hafa mörg hver tekið vel í að styrkja verkefnið með kaupum á miðum eða niðurgreiðslu til félagsmanna sinna.
Meira

Er reykskynjarinn í lagi?

Dagur reykskynjarans er í dag, 1. desember. Dagurinn er notaður til að hvetja fólk til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Einnig er upplagt að nota daginn til að huga að öðrum eldvörnum á heimilinu.
Meira

Dýrbítur í Fitjárdal

Tófur hafa ráðist á sauðfé á bænum Fremfi-Fitjum í Fitjárdal. Bitu þær nokkrar kindur mjög illa svo þurfti að aflífa þrjár skepnur strax og hugsanlega þarf að lóga fleirum. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni.
Meira

Blót Arnarins á Faxatorgi í dag

Landvættablót Ásatrúarfélagsins verða haldin í öllum landshlutum í dag auk sameiningarblóts við Lögberg á Þingvöllum. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blótið. Blót Arnarins verður haldið á Faxatorgi á Sauðárkróki klukka 18, þar sem Árni Sverrisson Hegranesgoði helgar blótið.
Meira

Friðarganga Árskóla fór fram í morgun

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. Formenn nemendafélags Árskóla hljóta þann heiður að kveikja á ljósakrossinum og í ár kom það í hlut Hildar Hebu Einarsdóttur og Arnars Freys Guðmundssonar.
Meira

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi nú í desember. Sofia B. Krantz, sálfræðingur, mun bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún verður með viðveru á Hvammstangabraut 5 á mánudögum og þriðjudögum kl. 9:00–17:00 og á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún., Flúðabakka 2 á miðvikudögum og fimmtudögum, einnig kl. 9:00-17:00.
Meira

Stofnanavætt óargadýr

Eitt sinn hlýddi ég á tal tveggja lífsreyndra manna sem nú eru báðir fallnir frá. Annar var bifvélavirki, en hinn lögfræðingur. Þetta voru rosknir menn, mestu sómakarlar og í vínhneigðara lagi. Þeir höfðu báðir gengið í AA-samtökin og töluðu mjög hlýlega um þann félagsskap, en um SÁÁ töluðu þeir ekki hlýlega og voru hjartanlega sammála um að SÁÁ væru búin að eyðileggja AA-samtökin. Svo einkennilegt sem það var, lagði ég ekki nógu vel við hlustir eða hjó eftir því í hverju sú eyðilegging ætti að vera fólgin og með hvaða hætti hún hefði átt sér stað, en ætla nú að gera vanburðuga tilraun til að ráða eitthvað í það, og bið lesendur um að virða viljann fyrir verkið.
Meira

Árshátíðir tveggja skóla í dag

Árshátíð yngra stigs Varmahlíðarskóla, sem frestað var vegna veðurs fyrir viku, verður haldin í dag kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1. og 2. bekkur ætla að sýna íþróttaálfasprell en nemendur 3.-6. bekkjar munu gefa áhorfendum innsýn í Ævintýralandið þar sem gömlu, góðu ævintýrin verða fléttuð saman á óvæntan hátt. Að lokinni sýningu verða kaffiveitingar í Miðgarði. Höfundur Ævintýralandsins er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Meira

Stjórnarsáttmálinn - Samstarf um sterkara samfélag

Sáttmáli Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis verður undirritaður í Listasafni Íslands í dag. Í sáttmálanum eru sett fram metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa, eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá flokkunum þremur. Um 100 aðgerðir og áherslumál er að finna í sáttmálanum í þágu þessara markmiða og annarra verkefna.
Meira