Fréttir

Mikil verðmæti í húfi

Fyrir skemmstu bárust svör þriggja ráðherra við spurningum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur alþingismanns VG í Norðvesturkjördæmi um sjávarrof, sjávarflóð og sjóvarnir. Sjávarrof hefur valdið landeyðingu víða um land og orði til þess að minjar um búsetu og lífsbaráttu genginna kynslóða eru horfnar eða í hættu og í sumum tilvikum á þetta einnig við um mannvirki sem nútímafólk hefur reist og notar.
Meira

Slysavarnardeildin Harpa fagnar 50 árunum

Slysavarnardeildin Harpa á Hofsósi fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið var stofnað á uppstigningardag þann 4. maí 1967. Stofnfélagar voru 28 konur og hefur meginmarkmið félagsins alla tíð verið að afla fjár til að styðja við starfsemi björgunarsveitarinnar Grettis. Það hefur félagið gert með ýmsum hætti í gegnum tíðina, meðal annars með sölu á jólapappír og jólakortum, en frá upphafi hefur helsta fjáröflunarleiðin verið kaffisala að lokinni hátíðadagskrá á sjómannadaginn.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er að sjálfsögðu helgað sjómannadeginum. Það heitir Sjómenn og er eftir Harald Zophoníasson. Ljóðið var flutt á Dalvík á sjómannadaginn 8. júní 1941.
Meira

Ísak Óli með silfur

Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason vann til silfurverðlauna í tugþraut á Norðurlandamóti unglinga U23 í fjölþrautum sem fram fer í Kuortane í Finnlandi nú um helgina. Fimm íslenskir keppendur eru þátttakendur í mótinu. Að loknum fyrri deginum voru tveir Íslendingar í tveimur efstu sætunum í tugþraut, þeir Tristan Freyr Jónsson úr ÍR sem var á toppnum og Ísak Óli sem fylgdi fast á eftir honum.
Meira

Ragnar Þór með þrennu í fyrsta sigri Stólunna

Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Egilsstaði í gær þar sem þeir mættu liði Hattar í sjöttu umferð 2. deildar. Stólarnir höfðu enn ekki unnið leik í deildinni, reyndar verið fjári óheppnir, en lið Hattar hafði unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum áður en Stólarnir komu í heimsókn. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og stungu af með öllu stigin en Ragnar Þór Gunnarsson gerði öll mörk Tindastóls í 1-3 sigri.
Meira

Bestu leikmenn fótboltans hafa allir spilað fyrir Liverpool

Liðið mitt: Helgi Freyr Margeirsson
Meira

Hvað finnst lesendum feykis.is um þennan furðuljóta bíl?

Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem býr á Sauðárkróki, að nýr bíll er í bænum. Um er að ræða breytta Toyotu Corollu og kallast NeuRat. Þetta er nýtt trend í dag sem tekið var upp til að minnast RatRod sem menn gerðu mikið af hér áður fyrr. Reynar er enn verið að smíða RatRod í dag en í þá er notað mikið eldri bíla en þá sem eru úr nútíma samfélaginu, eins og þessi er úr.
Meira

Þú ert hugrakkari en þú trúir

Elísabet Sif Gísladóttir á Staðarbakka ritar áskorandapistil
Meira

Hunangs- og sojagljáður kjúklingur og sænsk Kladdkaka

Matgæðingar vikunnar í 23. tölublaði Feykis 2015 voru Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir og Brynjar Már Eðvaldsson. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af Bruschetta í forrétt, hunangs- og sojagljáðan kjúkling og sænska Kladdköku með karamellukremi í eftirrétt.
Meira

Minningarmót um Friðrik J. Friðriksson

Haldið verður opið golfmót á Hlíðarendavelli á morgun til minningar um Friðrik lækni, einn af frumkvöðlum golfiðkunar á Sauðárkróki. Opið fyrir skráningu á golf.is til klukkan 20:00 í kvöld.
Meira