Fréttir

Tindastóll mætir KR í kvöld

Það er hlaupin spenna í Domino´s deildina hjá körlunum en ÍR-ingar tylltu sér á toppinn með sigri á Grindavík í gær með 16 stig jafn mörgum og Tindastóll en vinninginn í innbyrðisviðureignum þar sem ÍR vann Stólana í fyrsta leik tímabilsins. Með sigri á KR í kvöld munu Stólarnir endurheimta toppsætið en leikið er í DHL höllinni syðra.
Meira

Opið hús í Iðju í dag í tilefni alþjóðadags fatlaðra

Alþjóðadagur fatlaðra var í gær þann 3. desember. Dagurinn, sem var fyrst haldinn af Sameinuðu þjóðunum árið 1992, er haldinn til stuðnings við réttindi fatlaðs fólks í heiminum. Talið er að einn af hverjum sjö eigi við einhvers konar fötlun að glíma á lífsleiðinni. Á Íslandi má reikna með að milli fjögur- og fimmþúsund manns falli undir þann hóp.
Meira

Gleymdur landnámsmaður í Fljótum?

Fyrirliggjandi heimildir um landnám í Fljótum vekja óneitanlega spurningar varðandi landnám Nafar-Helga. Hvers vegna bjó hann á Grindli en ekki á Barði, langsamlega bestu jörð í hans landnámi? Hvers vegna verður Barð jafn ótrúlega landmikil og kostamörg jörð, án þess að vera landnámsjörð, liggjandi að landnámsbýli Nafar-Helga? Af hverju sitja afkomendur Nafar-Helga ekki Barð, svo séð verði? Hvernig má vera að landnám Nafar-Helga er mikið stærra og hefur margvísleg gæði umfram landnám Þórðar knapps, sem þó er sagður koma honum samskipa í Fljót. Til að fá skýrari mynd af þessu er rétt að meta þær takmörkuðu vísbendingar sem ritaðar heimildir gefa.
Meira

Jólalag dagsins – Ef ég nenni

Nú ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Það er hið sígilda lag Ef ég nenni, með Helga Björns.
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði - 5 þáttur

Landbúnaður er öflug atvinnugrein í Skagafirði. Í 5. þætti Atvinnupúlsins er rætt við sérfræðinga í landbúnaði. Einnig er litið inn í stærsta fjós Skagafjarðar, rætt við sauðfjárbónda og fyrirtækið Pure Natura heimsótt. Þá er rætt við formann Samtaka atvinnulífsins.
Meira

Aðventan er að hefjast

Aðventan hefst í dag, sunnudaginn 3. desember. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini en þau þýða „koma Drottins“. Aðventan hefst á 4. sunnudegi fyrir jóladag og þegar aðfangadagurinn lendir á sunnudegi eins og gerist í ár er hann síðasti sunnudagur í aðventu. Aðventan hefst því eins seint og mögulegt er þetta árið. Aðventan er einnig kölluð jólafasta sem kemur til af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt, á þessum tíma.
Meira

Góður dagur á Króknum í dag - Myndir

Það var hin fínasta mæting á Kirkjutorgið á Sauðárkróki í dag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð. Boðið var upp á ávörp og söng og jólasveinar mættu á svæðið með fulla poka af mandarínum, nema það hafi verið klementínur, handa viðstöddum. Veðrið lék við þá sem mættu í úlpu og með húfu enda nokkrar gráður yfir frostmarkinu góða.
Meira

Jólamarkaðir út um allt um helgina

Þessa dagana er jólaundirbúningurinn að hefjast hjá flestum og ekki er ólíklegt að margir noti helgina til að tylla upp einhverjum jólaljósum, útbúa aðventuskreytinguna, nú eða finna þá gömlu, baka nokkrar smákökur og þeir fyrirhyggjusömu fara kannski að skrifa á jólakortin og pakka inn jólagjöfunum. Fyrir þá sem ekki eru búnir að finna það sem á að fara í pakkana og vantar kannski eitthvert smáræði er upplagt að kíkja á jólamarkað en þar er alltaf hægt að finna margt skemmtilegt dót. Og fyrir þá sem ekki vilja kaupa neitt, þá er bara að njóta jólastemningarinnar sem svífur yfir og er alveg ókeypis.
Meira

Jólastemning á Sauðárkróki í dag

Það verður sannkölluð jólastemning á Sauðárkróki í dag en þá verða ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi þar sem verður hátíðadagskrá en auk þess verða margar verslanir opnar og fjölmargt annað um að vera.
Meira

Skagafjörður er vannýtt gullkista

Feykir fjallaði í 42. tbl. um óánægju smábátasjómanna í Skagafirði vegna banns dragnótaveiða sem féll úr gildi þann 1. nóvember sl. Þar kom fram að smábátasjómenn óttist um afkomu sína verði bannið ekki sett á aftur og byggðaráð Svf. Skagafjarðar tók málið fyrir og styður áframhaldandi bann. Feykir hafði samband við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótamanna, og innti hann eftir hans hlið á dragnótaveiðum í Skagafirði.
Meira