Fréttir

Gjöf til verðandi foreldra í Húnavatnssýslum

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Húnavatnssýslum bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing.
Meira

Upplestur á aðventu á Heimilisiðnaðarsafninu

Á morgun, föstudaginn 1. des. kl. 16:00, mun Heimilisiðnaðarsafnið standa fyrir upplestri á bókum sem koma út fyrir þessi jól. Lesarar verða þau Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Zophaníasdóttir.
Meira

Það voru ekki jól nema að Mahalia Jackson væri á spilaranum / MARGRÉT EIR

Að þessu sinni er það Margrét Eir Hönnudóttir sem situr fyrir svörum í Jóla-Tón-lystinni en hún hefur sungið inn jólin fyrir margan Íslendinginn síðustu árin, enda var hún í áraraðir ein aðal söngdívan í Frostrósum. Hvaða lag varstu að hlusta á? Ég var að hlusta á Lindu Ronstadt vinkonu mína syngja When You Wish Upon A Star. Ég er að máta við það nýjan íslenskan texta sem ég ætla að flytja um jólin.
Meira

Viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Meira

Jólablað Feykis komið út

Út er komið Jólablað Feykis, stútfullt af skemmtilegu efni. Það verður borið inn á öll heimili á Norðurlandi vestra í vikunni og að sjálfsögðu til áskrifenda utan þess svæðis. Blaðið verður einnig aðgengilegt á Netinu.
Meira

Jarðstrengur á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks

Áætlað er að vinna við lagningu á nýjum jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að Sauðárkróki hefjist sumarið 2018 en tilboð í strenginn voru opnuð í vikunni og buðu sex fyrirtæki í framleiðslu strengsins. Sauðárkrókslínu 2 er ætlað að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið og um leið að auka orkuafhendingu og afhendingaröryggi á svæðinu.
Meira

Fimm furðuleg húsráð sem virka..

Hér er að finna nokkur ótrúlega einföld húsráð... Endilega deilið þeim áfram því ég er nokkuð viss um að fleiri vilji vita af þeim.
Meira

Jólabasar í Skagabúð

Jólabasar kvenfélagsins Heklu verður haldinn í Skagabúð sunnudaginn 3. desember frá kl: 14-17. Þar verður ýmislegt til sölu, s.s jólakort og pappír, gott úrval af heimaunni vöru og handverki.
Meira

Ný póstnúmer tekin upp í dreifbýli

Þann 1. desember mun Pósturinn gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins. Fela þær í sér að sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verður að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.
Meira

Svæðisfundur um Norðurstrandarleiðina á Blönduósi

Næstkomandi fimmtudag, 30. nóvember kl. 20:00, verður haldinn svæðisfundur vegna ferðamannavegarins Norðurstandarleiðar - Arctic Coast Way á veitingastaðnum Borginni á Hótel Blöndu.
Meira