Fréttir

Skíðadeild Tindastóls fær háan styrk

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í vikunni var lagt fram bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, varðandi styrkumsókn Skíðadeildar Umf. Tindastóls til samtakanna að upphæð 40 milljónir króna. Var erindið tekið fyrir í stjórn SSNV þann 9. maí 2017.
Meira

Gott öryggi á leikskólum

„Í sjónvarpsfréttum RÚV þann 5. júní 2017, var fullyrt að eftirlit og ástand leiktækja á opinberum leiksvæðum m.a. leikskólum væri í molum. Umræddar fullyrðingar sem fallnar eru til þess að valda foreldrum barna óþarfa ótta, standast ekki nánari skoðun,“ segir á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Prjónagjörningur og fjöldi námskeiða og fyrirlestra

Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið á Blönduósi standa saman að prjónahátíðinni Prjónagleði sem haldin verður á Blönduósi um komandi helgi, dagana 9.-11. júní. Prjónagleði er samvera áhugafólks um prjónaskap þar sem fólk miðlar og lærir hvort af öðru og er hátíðin nú haldin í annað sinn. Stefnt er að því að hátíðin verði árlegur viðburður.
Meira

Opið hús Vörusmiðja - Sjávarrannsóknir

Í tengslum við hátíðahöld Sjómannadagsins á Skagaströnd, laugardaginn 10. júní, býður Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. gestum að skoða rannsóknastofu félagsins.
Meira

Jónsmessuhátíð á næstu grösum

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi verður haldin dagana 16.-17. júní nk. og að vanda stendur mikið til. Dagskráin hefst með Jónsmessugöngu en að þessu sinni verður gengið frá Stafnshóli um Axlarveg niður á þjóðveginn við Miðhús.
Meira

Áfram kalt í veðri

Þrátt fyrir að snjóað hafi til fjalla undanfarna sólarhringa eru allir helstu vegir landsins greiðfærir. Á Þverárfjallsvegi er hiti um frostmark, ein gráða á Vatnsskarði og núll gráður á Holtavörðuheiði en annars hægur vindur og akstursskilyrði í fínu lagi. Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi kulda norðan lands.
Meira

Það verður prjónað á Blönduósi um helgina

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi um næstu helgi, hefst á morgun 9. júní og henni lýkur á sunnudag. Þetta er önnur prjónahátíðin sem haldin er á vegum Textílseturs Íslands en fyrirmyndin er prjónahátíðin á Fanø í Danmörku. Á hátíðinni verður boðið upp á allt að 20 námskeið og fyrirlestra sem tengjast prjóni með einum eða öðrum hætti.
Meira

Rabb-a-babb 148: Eysteinn

Nafn: Eysteinn Pétur Lárusson. Árgangur: Hin magnaði árgangur 1978. Hvað er í deiglunni: Njóta sumarsins, utanlandsferð, fylgja strákunum mínum eftir á knattspyrnumótum hér heima og erlendis, skipuleggja Húnavökuhátíðina á Blönduósi og flutningar. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Græni ullarjakkinn sem ég klæddist sem var aðaltískan í þá daga. Fáir myndu láta sjá sig í þessum jökkum í dag.
Meira

Tindastóll mætir Grindavík í 8 liða úrslitum

Dregið var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna í hádeginu í dag en eins og frægt var orðið komust stelpurnar í Tindastól þangað með sigri á efstudeildarliðinu Fylki fyrir stuttu. Ekki verður róðurinn auðveldur hjá stelpunum í næsta leik því þær drógust gegn Grindavík sem situr í 7. sæti Pepsídeildarinnar.
Meira

Martröð með myglusvepp

Martröð með myglusvepp er nýútkomin bók eftir Stein Kárason um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa. Af tilefni útgáfunnar verður bókarkynning og fræðsla í Norræna húsinu laugardaginn 10. júní klukkar 13:30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Meira