100 ára afmæli Líflands
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.06.2017
kl. 13.18
Á morgun, laugardaginn 24. júní, ætlar Lífland að fagna 100 ára afmæli í öllum verslunum sínum milli klukkan 12 og 15, þar á meðal í versluninni á Blönduósi. Í boði verða grillaðar pylsur, gos og afmæliskaka og einnig verður skemmtun fyrir börnin. Þá verður boðið upp á spennandi afmælistilboð, m.a. á hnökkum, reiðfatnaði og reiðtygjum svo eitthvað sé nefnt. Vonast er til að sem flestir láti sjá sig og eigi skemmtilega stund saman.
Meira