Yngri kynslóðinni boðið í Gúttó
feykir.is
Skagafjörður
07.12.2017
kl. 12.56
Myndlistarfélagið Sólon, sem er félag áhugafólks um myndlist í Skagafirði og nágrenni, ætlar að bjóða krökkum að koma í heimsókn í Gúttó (rauða húsið á bak við Sauðárkróksbakarí) á Sauðárkróki á sunnudaginn milli kl. 15:00 og 17:00 og mála með akríl á masonite plötur. Plöturnar eru í A3 og A4 stærðum og passa því vel í standard rammastærðir. Áhugasamir geta því notað tækifærið og búið til þessa fínu jólagjöf handa t.d. ömmum og öfum.
Meira