Fréttir

Góður vinnufundur í Húnaveri

Mánudaginn 12. júní var haldinn fundur í Húnaveri fyrir sveitarfélög, landeigendur og ferðaþjónustuaðila þar sem Guðrún Brynjólfsdóttir sérfræðingur, Hjörleifur Finnsson verkefnisstjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri voru meðal forsögumanna. Að sögn Davíðs Jóhannssonar, ráðgjafa á sviði ferðamála hjá SSNV og skipuleggjanda fundarins var um vinnufund að ræða og hann því ekki auglýstur opinberlega, eftir að dagsetning hans var ákveðin snemma í maí.
Meira

Horft norður

Áskorandinn - Arnar Árnason brottfluttur Blönduósingur
Meira

Team Drangey tekur þátt í WOW Cyclothon 2017

WOW Cyclothon, sem er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi, fer fram dagana 20.-23. júní næstkomandi. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Team Drangey, sem Skagfirðingar skipa, tekur þátt í ár. Að sögn Péturs Inga Björnssonar eins úr Drangeyjarhópnum er grunnur liðsins úr því liði sem tók þátt 2015 en hét þá Team Tengill. „Við erum fimm úr því liði að fara að keppa aftur og fimm bætast við. Við tókum ákvörðun um að halda þessu á Króknum og menn héðan eru í liðinu fyrir utan staðarhaldarann á Hólum.“
Meira

Hef sjaldan fundið fyrir eins miklu þjóðarstolti

Liðið mitt - Matthías Rúnarsson
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira

Heimismenn bresta í söng á Loksins bar

Þeir klikka sjaldan meðlimir Karlakórsins Heimis í Skagafirði og alls ekki ef þeir eru samankomnir á vínstofu. Á fésbókarsíðu Leifsstöðvar í Keflavík er stórgott myndband þar sem þeir, ásamt Þóru Einarsdóttur sópran´söngkonu, sem söng með þeim m.a. í Kanada fyrr í sumar.
Meira

Walk This Way/ Aerosmith

Hvað er betra en þessi snilldarsmellur á góðum föstudegi þegar 17. júní nálgast og sólin skín. "Walk This Way" er lag bandarísku rokkhljómsveitinni Aerosmith samið af Steven Tyler og Joe Perry. Lagið var upphaflega haft á B hlið plötunnar Toys in the Attic frá 1975 og náði 10. sæti á Billboard listanum snemma árs 1977.
Meira

Lúpínu eytt í Spákonufellshöfða

Í næstu viku mun fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun vinna að eyðingu lúpínu á Spákonufellshöfða við Skagaströnd. Markmið verkefnisins er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandinu í Höfðanum og endurheimta með því þau gróðursvæði sem lúpínan hefur lagt undir sig, að því er segir á vef Skagastrandar. Þar sem verkefnið er umfangsmikið og ekki auðvelt viðureignar auglýsir sveitarfélagið eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu. Verkið er unnið í nánu samstarfi við áhaldahús og vinnuskóla.
Meira

Ráðið í stöðu ferðamálafulltrúa A-Húnavatnssýslu

Þórdís Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu. Þórdís er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og er auk þess með diplómu í viðburðastjórnun og landvarðarréttindi og hefur hún unnið margvísleg störf sem tengjast ferðaþjónustu , verkefnastjórnun og viðburðastjórnun. Þórdís kemur frá Reykjanesbæ en meðan á námi stóð bjó hún á Hólum í Hjaltadal. Hún mun setjast að á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur sem eru á grunnskólaaldri.
Meira

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira