Fréttir

Yngri kynslóðinni boðið í Gúttó

Myndlistarfélagið Sólon, sem er félag áhugafólks um myndlist í Skagafirði og nágrenni, ætlar að bjóða krökkum að koma í heimsókn í Gúttó (rauða húsið á bak við Sauðárkróksbakarí) á Sauðárkróki á sunnudaginn milli kl. 15:00 og 17:00 og mála með akríl á masonite plötur. Plöturnar eru í A3 og A4 stærðum og passa því vel í standard rammastærðir. Áhugasamir geta því notað tækifærið og búið til þessa fínu jólagjöf handa t.d. ömmum og öfum.
Meira

Meistaradeild KS 2018 – Liðskynning Þúfur

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Þúfna. Það lið er eins og Hrímnisliðið skipað fjórum bráðflinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður. Liðsstjóri er Mette Mannseth sem ávallt hefur verið við toppinn í einstaklingskeppninni.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018 en Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Frá upphafi hafa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík staðið saman að verðlaununum, eða frá árinu 2005.
Meira

Ilmur af jólum í Lýdó á laugardaginn

Torfhúsin að Lýtingsstöðum verða opin nk. laugardag frá kl. 14-18 en þar var nýlega sett upp hljóðleiðsögn þar sem fólk er frætt um Lýtingsstaði, torfhúsin eða hesthúsið á Lýtingsstöðum, íslenska hestinn og hlutina sem tengist hestinum og landbúnaði og eru til sýnis í torfhúsunum. Að sögn Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum er um skemmtilega blöndu af fróðleik og tónlist að ræða og tekur um það bil hálftíma. Leiðsögnin er sett upp á íslensku, ensku, þýsku og frönsku en fólk fær heyrnatól og MP3 spilara til að hlusta.
Meira

Röng uppskrift í Jólablaði Feykis

Það hafa eflaust einhverjir klórað sér í höfðinu yfir súkkulaðibitakökuuppskrift sem birtist í Jólablaði Feykis en þau leiðu mistök urðu að röng uppskrift fylgdi viðtalinu við Rannveigu og Magnús á Stóru-Ásgeirsá. Hér kemur sú rétta:
Meira

Jólalag dagsins – Tvíhöfði - Jólalag

Þar sem einungis eru 17 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Þar eru á ferðinni hinir spaugsömu drengir í Tvíhöfða og lagið heitir einfaldlega Jólalag.
Meira

Notalegheit í Blönduskóla

Foreldrafélag Blönduskóla heldur jóla–notalegheit í Blönduskóla í dag milli klukkan 17 og 19. Þá mæta foreldrar og börn, ömmur og afar og allir hinir og eiga notalega stund saman við að föndra jólakort, mála piparkökur og nokkrir unglingar verða með spilastöð og kenna á spil. Pappír og ýmislegt fleira til jólakortaföndurs verður á staðnum en allir eru hvattir til að koma með liti, lím, skæri og fleira sem skemmtilegt er að nota til kortagerðar. Hægt verður að kaupa piparkökur og verður boðið upp á glassúr til skreytinga.
Meira

Vaxandi snjókoma eftir næstu tunglkomu

Þriðjudaginn 5. desember 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í jólamánuðinum. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sex talsins, sem er óvenju fámennt, en nokkrir veðurspámenn voru uppteknir við jólaundirbúning og ýmiss viðvik, sem gera þarf á aðventu. Fundinum lauk kl. 14:25. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með hvernig síðasta spá gekk eftir en þó reyndist heldur meiri sjókoma en reiknað var með.
Meira

Jarðskjálftar í Fljótum

Jörð skalf í Fljótum í nótt og í morgun en klukkan 02:26:23 sýndu mælar Veðurstofunnar kipp upp á 2,3. Um klukkan 05:25 reið stærsti skjálftinn yfir en stærð hans var 3,1 og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið, sá stærsti upp á 2,8, átta mínútum síðar.
Meira

Jólalag dagsins - Það koma vonandi jól

Þar sem einungis eru 18 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Það er hið skemmtilega Baggalútslag Það koma vonandi jól.
Meira