Fréttir

Opnun sýningar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Tilkynning frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna Laugardaginn 27. maí kl. 14:00 verður sýningin „Þar sem firðir og jöklar mætast“. Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal 1921-1923 opnuð.
Meira

Vilhjálmur Andri Einarsson nýr Íslandsmeistari í ísbaði

Íslandsmeistaramótið í ísbaði fór fram í sundlauginni á Blönduósi í gær og var nýr Íslandsmeistari krýndur, Vilhjálmur Andri Einarsson frá Reykjavík. Sat hann í ísköldu vatninu í rúmar 20 mínútur. Alls tóku sex keppendur þátt en gestir fengu svo að spreyta sig á eftir.
Meira

Laugarmýri með hæsta styrk hjá Atvinnumálum kvenna

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 19.maí og fengu 35 verkefni styrki að upphæð kr. 35.000 milljónir. Þorsteinn Víglundsson, velferðar- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina í athöfn sem fór fram í Hörpu. Í ár bárust 350 umsóknir og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Nokkur verkefni í Skagafirði hlutu náð fyrir augum dómnefndar og fékk Ragnheiður Þórarinsdóttir á Laugarmýri hæsta styrk eða kr. 4.000.000 fyrir verkefnið Samrækt
Meira

Íslandsmeistaramótið í ísbaði í dag

Íslandsmeistaramótið í ísbaði verður haldið í sundlauginni á Blönduósi í dag klukkan 17:15 og verða keppendur sex. Benedikt Lafleur mun kynna heilsugildi ísbaða og meistararitgerð sína Vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Svo verður keppt í því hver getur verið lengst ofan í ísbaði.
Meira

160 nemendur í tónlistarnámi í vetur

Tónlistarskóla Skagafjarðar var slitið við hátíðlega athöfn sl. föstudag í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi.
Meira

Skráning í vinnuskólann stendur yfir

Nú styttist í sumarfrí í grunnskólunum og þá taka vinnuskólarnir til starfa. Skráning í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar stendur nú yfir en hann verður starfræktur frá 6. júní til 11. ágúst. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 13-16 ára, fædd 2001-2004. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 25. maí næstkomandi.
Meira

Hugmyndaríkir nemendur Varmahlíðarskóla

Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson í 7. bekk Varmahlíðarskóla, hlutu fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík, sl. laugardag. Þóra Emilía Ólafsdóttir og Lilja Diljá Ómarsdóttir í 6. bekk hlutu önnur verðlaun fyrir Barnabjargara.
Meira

Húni 2016 komin út

38. árgangur Húna ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Að vanda eru í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin „Staðarskáli er Ísland“ viðtal Georgs Jóns Jónssonar við Báru Guðmundsdóttur á Stað og grein Ólafs Gríms Björnssonar fræðimanns um Stefán Jónsson lækni frá Hrísakoti. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Meira

Góð afkoma hjá Ámundakinn

Ámundakinn ehf. hélt aðalfund sinn þann 24. apríl sl. og var hann vel sóttur. Þar kom fram að afkoma félagsins var góð og skilaði rekstur þess um 26 milljón króna hagnaði, þar af 15 milljónum vegna sölu fasteigna. Á árinu fjölgaði hluthöfum og eru þeir nú 77 talsins. Hlutafé á aðalfundi var rúmlega 190 milljónir króna og eigið fé um 310 milljónir.
Meira

Er Sherlock Holmes í þér?

Þeir sem vita ekki hver Sherlock Holmes er þá er hann skáldsagnarpersóna sem er einkaspæjari og var skapaður af breska höfundinum Sir. Arthus Conan Doyle. Persónan er best þekkt fyrir það að vera ráðgjafi í sögunum en einstök hæfni hans við að leysa hin ólíklegustu mál með furðulegum athugunum, réttarvísindum og rökréttum rökum, gerir persónuna einstaka og skemmtilega.
Meira