Fréttir

Yfirlögregluþjóninum á Blönduósi sagt að taka pokann sinn

Kristjáni Þorbjörnssyni, sem starfaði sem yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, var sagt upp störfum í gærmorgun og staða hans lögð niður. Tveir yfirlögregluþjónar voru áður hjá embættinu, Kristján með aðsetur á Blönduósi og Stefán Vagn á Sauðárkróki.
Meira

Undirbúningur Jónsmessuhátíðar á Hofsósi að fara á fullt

Undirbúningur að Jónsmessuhátíð á Hofsósi er nú að fara á fullan skrið. Hátíðin verður haldin helgina 16. - 18. júní og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Hafa forsvarsmenn hátíðarinnar lagt inn góðviðrisóskir hjá veðurguðunum en svar hefur þó ekki borist.
Meira

Vertu með pizzupartý í kvöld - uppskrift af humarpizzu

Í dag er alþjóðlegi pizzupartýdagurinn, er þá ekki alveg tilvalið að skella í heimabakaða humarpizzu og bjóða vinum í mat
Meira

Vg og óháð leggja áherslu á að loftlínur verði aðeins notaðar þar sem ekki er mögulegt að leggja jarðstrengi

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar sem haldinn var í vikunni var lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Landsneti þar sem segir að Landsnet vinni að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun um umhverfismat áætlana og er matslýsingin aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is.
Meira

Uppsögnum frestað um viku

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa frestað gildistöku uppsagna um eina viku í von um að kjaradeila þeirra leysist en sex af þeim sjö sjúkraflutningamönnum sem starfa hjá HSN á Blönduósi hafa sagt upp störfum.
Meira

Okey hvað er að frétta?

Nýjasta tískuslysið eru gallabuxur sem þú getur tekið skálmarnar af og þá ert þú komin með mjög stuttar stuttbuxur, eða eins og ég vil kalla það bleyjubuxur.
Meira

Unnur Valborg í stjórn Markaðsstofu

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra, þar sem fjórir voru í framboði, og eina stöðu á Norðurlandi vestra en þar var einn frambjóðandi.
Meira

Vorhreinsun í Sauðárkrókskirkjugarði frestað um dag

Stundum er betra að fresta hlutunum til morguns. Vegna kulda og bleytu frestum við vorhreinsun í kirkjugarðinum til morguns, föstudagsins 19. maí, milli klukkan fimm og sjö síðdegis. Samkvæmt veðurspánni á þá að vera komið hæglætis veður og hitastigið komið í tveggja stafa tölu.
Meira

Byggðarráð Blönduósbæjar skorar á Velferðar- og Fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamnings við sjúkraflutningamenn

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar, sem haldinn var í gær, var samþykkt ályktun vegna þess óvissuástands sem skapast hefur í sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu. Sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kaup og kjör. Segja þeir að ósamræmi sé á milli launa hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna innan starfssvæðis HSN.
Meira

Ábending til hunda- og kattaeigenda

Sveitarfélagið Skagafjörður bendir á það á vef sínum að varptími fugla er hafinn og eru hunda- og kattaeigendur beðnir að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Minnt er á að kettir eru dugleg veiðidýr sem geta haft mikil áhrif á stofn þeirra fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Eru því kattaeigendur vinsamlega beðnir að fylgjast með köttum sínum yfir varptímann og þar til ungar verða fleygir. Einnig eru hundaeigendur beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum.
Meira