Fréttir

160 nemendur í tónlistarnámi í vetur

Tónlistarskóla Skagafjarðar var slitið við hátíðlega athöfn sl. föstudag í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi.
Meira

Skráning í vinnuskólann stendur yfir

Nú styttist í sumarfrí í grunnskólunum og þá taka vinnuskólarnir til starfa. Skráning í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar stendur nú yfir en hann verður starfræktur frá 6. júní til 11. ágúst. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 13-16 ára, fædd 2001-2004. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 25. maí næstkomandi.
Meira

Hugmyndaríkir nemendur Varmahlíðarskóla

Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson í 7. bekk Varmahlíðarskóla, hlutu fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík, sl. laugardag. Þóra Emilía Ólafsdóttir og Lilja Diljá Ómarsdóttir í 6. bekk hlutu önnur verðlaun fyrir Barnabjargara.
Meira

Húni 2016 komin út

38. árgangur Húna ársrits Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga er kominn út. Að vanda eru í ritinu frásagnir, greinar, ljóð og fréttir úr héraði auk þess sem látinna er minnst. Meðal efnis í ritinu er greinin „Staðarskáli er Ísland“ viðtal Georgs Jóns Jónssonar við Báru Guðmundsdóttur á Stað og grein Ólafs Gríms Björnssonar fræðimanns um Stefán Jónsson lækni frá Hrísakoti. Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.
Meira

Góð afkoma hjá Ámundakinn

Ámundakinn ehf. hélt aðalfund sinn þann 24. apríl sl. og var hann vel sóttur. Þar kom fram að afkoma félagsins var góð og skilaði rekstur þess um 26 milljón króna hagnaði, þar af 15 milljónum vegna sölu fasteigna. Á árinu fjölgaði hluthöfum og eru þeir nú 77 talsins. Hlutafé á aðalfundi var rúmlega 190 milljónir króna og eigið fé um 310 milljónir.
Meira

Er Sherlock Holmes í þér?

Þeir sem vita ekki hver Sherlock Holmes er þá er hann skáldsagnarpersóna sem er einkaspæjari og var skapaður af breska höfundinum Sir. Arthus Conan Doyle. Persónan er best þekkt fyrir það að vera ráðgjafi í sögunum en einstök hæfni hans við að leysa hin ólíklegustu mál með furðulegum athugunum, réttarvísindum og rökréttum rökum, gerir persónuna einstaka og skemmtilega.
Meira

Blásið til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins

Knattspyrnusumarið í Húnaþingum hófst sunnudaginn 21. maí þegar blásið var til leiks í C-riðli 4. deildar Íslandsmótsins. Sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar mætir til leiks með nýtt blóð í bland við eldra, eins og síðastliðin ár, en þetta er fimmta árið sem hinir fornu fjendur frá Hvammstanga og Blönduósi mæta hönd í hönd til leiks í mótinu.
Meira

Stoltur af mörgu sem nú er að baki

Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir á Húna.is að hann hafi kallaður á skrifstofu nýs lögreglustjóra Norðurlands vestra sl. fimmtudag og verið tilkynnt þar formálalaust að starf hans væri lagt niður frá og með 1. júní 2017. Honum hafi verið tjáð að hann mætti hætta störfum þá strax sem hann kaus að gera.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið að þessu sinni heitir Undur og er eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.
Meira

Aldraðir, eru ekki til peningar?

Nokkrum dögum fyrir alþingiskosningarnar 2013 ritaði formaður Sjálfstæðisflokksins eldri borgurum bréf þar sem hann tíundaði loforð um átak í þeirra þágu. Það átti snarlega að afnema kjaraskerðingu, lækka fjármagnstekjuskatt og afnema tekjutengingar ellilífeyris. Sjálfstæðisflokkurinn hjarir enn við völd og allt hefur þetta verið sniðgengið svo ekki sé dýpra tekið í árinni, enn bíða aldraðir og nú er komið árið 2017.
Meira