Fréttir

Arnar Þór Sævarsson ráðinn aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri á Blönduósi, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Arnar Þór muni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra til vors en komi að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Arnar Þór er annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar en hinn er Sóley Ragnarsdóttir.
Meira

Hlutverk leiðsögumanna og framlag þeirra til náttúruverndar

Nú um áramótin var gefin út rannsóknarskýrsla, á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum þar sem segir frá rannsókn Önnu Vilborgar Einarsdóttur, lektor við deildina, á hlutverki leiðsögumanna og framlagi þeirra til náttúruverndar. Rannsóknin fór fram sumarið 2017.
Meira

Metafli hjá Málmeynni

Vefurinn Aflafréttir.is greinir frá því í dag að togarinn Málmey SK 1 hafi komið með metafla úr síðasta túr sínum. Afli skipsins var 252,1 tonn og af því var þorskur 227 tonn. Segir á síðunni að þetta sé langmesti afli sem Málmeyjan hefur komið með að landi síðan skipið hóf veiðar sem ísfisktogari.
Meira

Atvinnupúlsinn 7. þáttur

Í 7. og næstsíðasta þætti Atvinnupúlsins, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni N4 í gær, er farið í heimsókn í útgerðarfyrirtækið Fisk Seafood á Sauðárkróki og litið á fjölbreytta starfsemi þess. Rætt er við fjölda fólks og sitthvað forvitnilegt skoðað í fiskvinnslunni, nýja togaranum Drangey og Iceprotein.
Meira

Rúnar Björn formaður Pírata í Reykjavík

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn sem bjó á ungdómsárum sínum á Sauðárkróki slasaðist mikið er hann féll úr ljósastaur þar í bæ nýársdagsmorgun 2003.
Meira

Stórskemmtilegt Hárlakk í Varmahlíð

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting var á núna fyrir nýliðna helgi og var tvívegis húsfyllir í Miðgarði á ameríska söngleiknum Hárlakki ( Hairspray) eftir Mark O´Donnel og Thomas Meehan í íslenskri þýðingu og staðfæringu Írisar Olgu í Flatatungu og Árna Friðrikssonar. Sögusviðið er Baltimore í byrjun sjöunda áratugararins þegar sjónvarpið og rokktónlistin er allsráðandi hjá unglingum sem sumum fannst þá sem nú nokkuð skorta á skilning foreldranna þegar kemur að skemmtunum. En söngleikurinn er líka áminning um það hve stutt er síðan kynþáttafordómar og aðskilnaður kynþátta voru ríkjandi í Bandaríkjunum og m.a. tónlistin átti sinn þátt í að breyta þeim viðhorfum.
Meira

Íbúafundur á Skagaströnd

Í dag, fimmtudaginn 18. janúar klukkan 17:30, er boðað til íbúafundar í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd.
Meira

Missti vatnið á fundi fél- og tóm

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir á Sauðárkróki fæddi dreng þann 11. janúar sl. sem í sjálfu sér er ekki fréttaefni en aðdragandinn var þeim mun forvitnilegri. Var hún á fundi hjá félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar þegar hún missti vatnið og skömmu síðar leit drengurinn dagsins ljós á Akureyri.
Meira

Opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar á Skagaströnd

Að undanförnu hafa staðið yfir talsverðar breytingar á líkamsræktar aðstöðu í íþróttahúsinu á Skagaströnd og af því tilefni verður opið hús í dag, miðvikudaginn 17. Janúar, frá kl. 12:30-18:00.
Meira

Krabbamein kemur öllum við

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, boðar til átaks dagana 17. janúar – 4. febrúar nk. Tilgangur átaksins er að vekja athygli á málefnum ungs fólks með krabbamein og aðstandenda og afla fjár til að halda úti víðtækri þjónustu félagsins. Með átakinu vill Kraftur benda á þá staðreynd hvað krabbamein snertir marga með einum eða öðrum hætti. Ár hvert greinast 70 einstaklingar á aldrinum 18-40 ára með krabbamein og þess má geta að þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
Meira