Arnar Þór Sævarsson ráðinn aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.01.2018
kl. 09.13
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, sveitarstjóri á Blönduósi, sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Arnar Þór muni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra til vors en komi að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Arnar Þór er annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar en hinn er Sóley Ragnarsdóttir.
Meira
