feykir.is
Skagafjörður, Hestar
24.05.2017
kl. 14.00
Í kvöld mun Reiðhöllin Svaðastaðir slútta vetrarstarfinu með formlegum hætti. Starfið í vetur hefur verið hefðbundið. Það hófst í byrjun september að vanda, en þá hóf Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kennslu á Hestabrautinni og Iðja hæfing með æfingar fyrir fatlaða fylgdi í kjölfarið. Þessir tveir aðilar eru með fasta tíma í höllinni allan veturinn fyrir iðkendur sína. Í lok september var svo Laufskálaréttarhelgin með sína föstu viðburði sem eru sýning og skemmtidagskrá á föstudagskvöldi og dansleikur á laugardagskvöldinu. Hvoru tveggja mannmargir viðburðir.
Meira