Fréttir

Rabb-a-babb 153: Óli Sindra

Nafn: Ólafur Atli Sindrason. Árgangur: 1977. Hvað er í deiglunni: Svona fyrir utan að grípa í kennslu eru það hauststörfin á búgarðinum sem nú hellast yfir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða bóndi - en líka leikari (hvernig sem það átti nú að passa saman). Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Nú er ég léttur með Geira.
Meira

Ráðstefna um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi í Háskólanum að Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal heldur ráðstefnu um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á ráðstefnunni verður kynnt staða og vænt framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.
Meira

Sundlaugin á Hvammstanga fær góða gjöf

Góðgerðasamtökin Gærurnar reka nytjamarkað á Hvammstanga undir slagorðinu „Eins manns rusl er annars gull“ þar sem unnið er út frá þeirri hugmynd að bjarga nothæfum hlutum frá urðun og koma þeim aftur í umferð. Markaðurinn hefur verið starfræktur yfir sumartímann undanfarin ellefu sumur með opnunartíma á laugardögum milli 11 og 16. Vörurnar sem seldar eru á markaðnum fá Gærurnar gefins, að mestu frá íbúum sveitarféalgsins.
Meira

Allt vitlaust að gera í dekkjaskiptunum

Mikið hefur verið að gera á dekkjaverkstæðum landsins undanfarið enda sá tími ársins að vetrardekkin ættu að vera komin undir alla bíla. Veturinn hefur minnt á sig og hálka víða á vegum landsins. Hjá Hjólbarðaþjónustu Óskars, sem staðsett er á Sauðárkróki, var mikið um að vera í morgun er blaðamaður leit við og hver bíllinn af öðrum afgreiddur af fagmennsku.
Meira

Viðurkenning fyrirmyndarverkefna

Skagfirðingurinn Gísli Felix Ragnarsson var á meðal þriggja nýútskrifaðra tómstunda- og félagsmálafræðinga sem hlutu viðurkenningu frá formönnum Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017.
Meira

Kæru vinir, ættingjar og stuðningsfólk

Það var á haustmánuðum sem að við í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps ákváðum að taka þátt í keppninni Kórar Íslands sem að haldin er á Stöð 2 eins og kunnugt er. Við vorum ekki of bjartsýnir í fyrstu með að við næðum að safna liði í þetta verkefni en það leystist og það vel. Við tóku strangar æfingar og svo undankeppnin 8. október sl.
Meira

Reynir Snær með tónlistarverðlaun í Texas

Skagfirðingurinn Reynir Snær Magnússon hlaut, ásamt félögum sínum í hljómsveit Rúnars Eff, tvenn tónlistarverðlaun í Texas. Auk þeirra tveggja fyrrnefndra eru þeir Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson og Stefán Gunnarsson í bandinu. Hafa þeir ferðast um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson.
Meira

Stólarnir drógust gegn ÍR í Maltbikarnum

Dregið var í átta liða úrslit Maltbikarsins í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag. Lið Tindastóls var að sjálfsögðu í hattinum eftir glæsilegan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gær. Líkt og í fyrri umferðum dróst lið Tindastóls gegn úrvalsdeildarliði en Stólarnir mæta ÍR-ingum og verður spilað í Síkinu annað hvort 10. eða 11. desember.
Meira

Námskeið og kynning á vegum SSNV

Þessa dagana stendur SSNV fyrir kynningu á rafrænni umsóknargátt fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra ásamt námskeiði í umsóknargerð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðin verða á þremur stöðum á svæðinu og verður það fyrsta haldið í dag á Sauððárkróki. Námskeiðin verða sem hér segir:
Meira

Krækjur unnu alla sína leiki

Um helgina fór fram fyrsta umferðin í deildakeppni Íslandsmótsins í blaki á Siglufirði og í Kórnum í Kópavogi. Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu góða ferð til Siglufjarðar, kepptu í 3. deildinni og unnu alla sína leiki
Meira