Fréttir

Gáfu fullkomið hjartastuðtæki ásamt aukabúnaði

Í gær afhenti Oddfellowstúkan Sif á Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki LifePak 15 hjartastuðtæki frá Pysio Control. Hér er um fullkomið hjartastuðtæki að ræða með möguleika á hraðari greiningu og meðferð sjúklinga. Að sögn Herdísar Klausen yfirhjúkrunarfræðings, gefur tækið einnig möguleika til meiri inngripa en áður var hægt, betra er að fylgjast með skyndilega veikum einstaklingum og auðveldara er að fylgjast með árangri hjartahnoðs í endurlífgun
Meira

Veturinn vill ekki fara

Það var frekar vetrarlegt um að litast í utanverðum Skagafirði þegar menn fóru á fætur í morgun. Í Fljótum var alhvítt þegar Halldór skólabílstjóri á Molastöðum lagði í hann og segist hann á Facebooksíðu sinni vera þakklátur fyrir að vera enn á nagladekkjunum.
Meira

Agnes og Friðrik dæmd að nýju í haust

Lögfræðingafélag Íslands ætlar í haust að efna til ferðar á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi og „endurupptaka“ mál þeirra Agnesar Magnúsdóttur vinnukonu á Illugastöðum og Friðriks Sigurðssonar frá Katadal. Þau voru dæmd til dauða og tekin af lífi við Þrístapa í Vatnsdalshólum þann 12. janúar 1830 fyrir að myrða þá Natan Ketilsson bónda á Illugastöðum og Pétur Jónsson vinnumann.
Meira

Pétur Rúnar í landsliðshóp fyrir Smáþjóðaleika 2017

Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið karla og kvenna í körfubolta á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls einn þeirra.
Meira

Aukasýning á Allt er nú til

Annað kvöld, fimmtudag 18. maí kl. 20:00, verður aukasýning á söngleiknum Allt er nú til sem leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýndi í byrjun mánaðarins. Þegar hefur verið sýnt þrisvar sinnum fyrir þéttsetnu húsi og mjög góðar viðtökur ánægðra leikhúsgesta. Sýnt er í Félagsheimilinu Fellsborg.
Meira

Alþjóðlegi bökunardagurinn er í dag - skelltu í pönnsur

Ég hef prófað margar uppskriftir af pönnukökum en þessi virðist eiga vinninginn hjá mér, lang bestar! Þetta er uppskrift sem ég sá á www.eldhussogur.is og eru einmitt, eins og hún segir sjálf á vefnum, eins og þessar sem maður fékk hjá ömmu í gamla daga:)
Meira

252 millj. króna rekstrarhagnaður Svf. Skagafjarðar

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 var lagður fram til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar sl. mánudag. Rekstrartekjur námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna.
Meira

Ályktun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi um sjávarútvegsmál

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem kom saman til fundar á Akranesi þann 7. maí sl. sendi frá sér svohljóðandi ályktun um sjálvarútvegsmál:
Meira

Takmark Alexöndru náðist á Karolina Fund

Óperusöngkonan Alexandra Chernyshova situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn, en hún hefur undanfarið sýnt óperuuppfærslu á sögu sem mamma hennar samdi „Ævintýrið um norðurljósin“. Kom hún m.a. á Sæluviku Skagfirðinga með verkið sem sýnt var í Miðgarði.
Meira

Hannes og Björgvin áfram hjá Stólunum

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en búið er að ganga frá samningi við þá Hannes Inga Másson og Björgvin Hafþór Ríkarðsson að þeir leiki áfram með Stólunum næsta tímabil í körfunni.
Meira