Gáfu fullkomið hjartastuðtæki ásamt aukabúnaði
feykir.is
Skagafjörður
18.05.2017
kl. 09.38
Í gær afhenti Oddfellowstúkan Sif á Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki LifePak 15 hjartastuðtæki frá Pysio Control. Hér er um fullkomið hjartastuðtæki að ræða með möguleika á hraðari greiningu og meðferð sjúklinga. Að sögn Herdísar Klausen yfirhjúkrunarfræðings, gefur tækið einnig möguleika til meiri inngripa en áður var hægt, betra er að fylgjast með skyndilega veikum einstaklingum og auðveldara er að fylgjast með árangri hjartahnoðs í endurlífgun
Meira