Langar þig í nýja eldhúsinnréttingu?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, SiggaSiggaSigga
16.05.2017
kl. 17.42
Það að skipta um eldhúsinnréttingu getur verið mikið vesen og mjög kostnaðarsamt sem fáir nenna að vaða í nema með miklum undirbúningi og góðu skipulagi en það er hægt að fara ódýrari leiðir án þess að rífa allt út og tæma budduna. Skagfirðingurinn hún Guðrún Sonja Birgisdóttir flutti nýverið á Blönduós þar sem hún er að opna í byrjun júní bæði gistiheimilið Retro við Blöndubyggð 9 og veitingahúsið Retro sem verður staðsett á Aðalgötu 6 á Hótel Blöndu. Einnig festi hún kaup á íbúð þar í bæ og það fyrsta sem hún ákvað gera var að mála og filma eldhúsinnréttinguna sína.
Meira