Fréttir

Einn og hálfur milljarður í uppbyggingu

Í fjórða þætti Atvinnupúlsins í Skagafirði, sem frumsýndur er á N4 í kvöld, er m.a. rætt við Tryggva Þór Haraldsson forstjóra RAKIK. Hann segir að allt að einum og hálfum milljarði króna verði varið í verkefni í Skagafirði næstu misserin.
Meira

Nokkrar sniðugar hugmyndir til að nota álpappír í - myndband

Hefur þér dottið þetta í hug?
Meira

Norðurstrandarleið á góðum rekspöl

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að verkefnið Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way sé nú komið á góðan rekspöl. Verkefnið hefur það að markmiði að laða ferðamenn að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Húnaflóa til Bakkafjarðar, árið um kring, og hvetja þá til að staldra lengur við á svæðinu. Eins og Feykir.is hefur áður greint frá hefur Markaðsstofa Norðurlands umsjón með verkefninu með þátttöku 17 sveitarfélaga og ýmissa ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Meira

Búið að birta drög að starfsleyfisskilyrðum vegna skotvallar á Blönduósi

Drög að starfsleyfi fyrir Skotfélagið Markviss vegna starfrækslu skotvallar á Blönduósi eru nú til kynningar hjá Blönduósbæ. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér þær og gera athugasemdir ef þurfa þykir.
Meira

Brandon Garrett leysir Hester af hólmi

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið til næstu þriggja mánaða við Bandarískan leikmann að nafni Brandon Garrett. Í tilkynningu frá Tindastóli segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi þess að leikmaður félagsins Antonio K. Hester meiddist og gefa læknar honum 2-3 mánuði að ná sér að fullu.
Meira

Alþýðufylkingin með fund á Sauðárkróki

Formaður og varaformaður Alþýðufylkingarinnar hafa boðað komu sína á fund með Skagfirðingum í Ólafshúsi á Sauðárkróki, föstudaginn 17. nóvember kl. 20. Þar munu þeir eiga samtal við fundarmenn um stjórnmálaástandið og sjónarmið Alþýðufylkingarinnar í ýmsum málum. Einnig verður bókin „Tíu dagar sem skóku heiminn,“ kynnt fyrir Sagfirðingum en hún fjallar um byltingardagana í Rússlandi fyrir 100 árum.
Meira

Jörð skalf í Fljótum og víðar

Í morgun kl. 7:36 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,7 sem átti upptök sín 11,2 km norðvestur af Siglufirði. Skjálftinn fannst vel á Siglufirði og á Ólafsfirði og einnig í Fljótum þar sem hlutir hristust í hillum með tilheyrandi hávaða að sögn Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur, kennara við Sólgarðaskóla. Skjálftans varð einnig vart á Hofsósi.
Meira

Húnavatnshreppur veitir styrki til ýmissa málefna

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman til fundar þann 8. nóvember síðastliðinn. Meðal efnis á dagskrá fundarins voru afgreiðslur á styrkbeiðni frá ýmsum aðilum. Samþykkti sveitarstjórn að úthluta styrkjum til ýmissa verkefna sem tengjast félagsstarfsemi, menntun, menningu og fleiru.
Meira

Kór Íslands er Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í lokaþættinum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd og hlaut hann fjórar milljónir króna í sigurlaun.
Meira

Að tilheyra

Áskorandapenninn Kristín Guðmundsdóttir
Meira