Fréttir

Sjúkraflutningamenn eru ekki allir ánægðir

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka og er einn þeirra hættur að því er fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Samkomulagið sem tókst á föstudag var sagt marka tímamót þar sem nú væru allir sjúkraflutningamenn á landinu komnir með kjarasamning. Þórður Pálsson, sjúkraflutningamaður á Blönduósi segir í samtali við RÚV að þetta sé ekki rétt þar sem einungis sé um samkomulag að ræða sem sjúkraflutningamenn séu ekki allir ánægðir með.
Meira

Sundlaugar í Skagafirði

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð þessa viku vegna viðhalds og námskeiðs starfsmanna, frá og með deginum í dag. Stefnt er að því að opna aftur á laugardagsmorgun, 3. júní, kl. 7:00.
Meira

Ósáttur við brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar

Í frétt á Vísir.is er greint frá því að Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og fyrrverandi formaður félags yfirlögregluþjóna sé afar ósáttur við brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, sem vikið var frá störfum fyrr í þessum mánuði. Eins og komið hefur fram var ástæða brottvikningarinnar sparnaður hjá embættinu. Stutt er í að Kristján nái eftirlaunaaldri, aðeins eitt ár þegar greiðslu biðlauna lýkur.
Meira

Afterglow með Ásgeiri Trausta komin út

Eftir langa bið hefur tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti frá Laugarbakka í Miðfirði loks sent frá sér nýja tónlistarafurð sem hann kallar Afterglow. Nú gerir kappinn víðreyst um jörðina þar sem hann fylgir eftir útgáfu disksins, sem alla jafna hefur verið að fá fínar umsagnir.
Meira

Stólarnir fengu skell í Mosfellsbænum

Tindastólsmenn kíktu í Mosfellsbæinn á laugardaginn og léku við lið Aftureldingar í 2. deildinni. Heimamenn voru yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik en fengu síðan á sig holskeflu af mörkum síðasta hálftímann og töpuðu 5-1.
Meira

Fjölmennur stofnfundur Framfarafélagsins

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins, laugardaginn 27. maí. Sigmundur Davíð formaður félagsins boðaði til fundarins og voru fundarmenn nærri 250 talsins. Anna Kolbrún Árnadóttir var fundarstjóri og setti fundinn og Sigmundir Davíð var með ávarp í framhaldinu og Eyþór Arnalds var einnig með erindi.
Meira

Sjúkraflutningamenn og ríkið ná samkomulagi

Fyrir helgina náðust samningar í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og ríkisins. Valdimar Friðriksson, framkvæmdastjóri slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist í samtali við RÚV vera sáttur við niðurstöðuna og vonast hann til að sama gildi um félagsmenn. Með samkomulaginu eru sjúkraflutningamönnum m.a. tryggðar bakvaktagreiðslur með sama formi og öðrum opinberum starfsmönnum.
Meira

Hamrarnir sigruðu Stólastúlkur á Akureyri

Hamrarnir frá Akureyri mörðu sigur á stelpunum í Tindastól í 1. deildinni í knattspyrnu sl. föstudag en leikurinn fór fram í Boganum. Elva Marý Baldursdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. Mínútu. María Dögg Jóhannesdóttir varð fyrir óhappi rétt eftir hálfleik og var flutt á sjúkrahús, meidd á hné. Inn á fyrir hana kom Hrafnhildur Björnsdóttir.
Meira

Nú safna kjuðarnir ryki

Áskorendapistill Ómars Árnasonar
Meira

Til varnar sagnfræðinni

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér fræðiritið Til varnar sagnfræðinni eftir franska sagnfræðinginn Marc Bloch (1886-1944). Í tilkynningu frá útgáfunni segir að um sé að ræða eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim.
Meira