Sjúkraflutningamenn eru ekki allir ánægðir
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.05.2017
kl. 13.27
Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka og er einn þeirra hættur að því er fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Samkomulagið sem tókst á föstudag var sagt marka tímamót þar sem nú væru allir sjúkraflutningamenn á landinu komnir með kjarasamning. Þórður Pálsson, sjúkraflutningamaður á Blönduósi segir í samtali við RÚV að þetta sé ekki rétt þar sem einungis sé um samkomulag að ræða sem sjúkraflutningamenn séu ekki allir ánægðir með.
Meira