Áfram hlýtt og bjart
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.05.2017
kl. 11.23
Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á norðanverðu landinu og hitatölur farið yfir 20°C á mörgum stöðum. Í gær mældist hiti t.d. 22,8°C á tveimur stöðum á norðausturhluta landsins, í Ásbyrgi og í Bjarnarey, sem er litlu minna en hæsti hiti alls síðasta sumars sem var 24,9°C að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is.
Meira