Fréttir

Lífræn framleiðsla á kryddum hjá Vilko

Í haust fékk Vilko ehf. á Blönduósi vottun til framleiðslu á lífrænum kryddum. Vottun sem þessi er ekki aðeins vottun til að framleiða lífrænt vottaðar matvörur heldur einnig viðurkenning á að framleiðsluferli fyrirtækisins sé í góðu lagi.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Líflands - Kidka

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Líflands – Kidka en fyrir því fara þau Elvar Logi og Fanney Dögg. Hafa þau fengið til liðs við sig þrjá knapa sem kepptu fyrir Íslands hönd á síðasta HM í Hollandi.
Meira

Jólalag dagsins – Haukur Morthens - Jólaklukkur

Þar sem einungis 5 dagar eru til jóla og Skyrgámur kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Einn ástsælasti söngvari Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Hér syngur hann hið silkimjúka lag Jólaklukkur.
Meira

Fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2018 samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra fimmtudaginn 14. desember sl. var fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og undirfyrirtækja ásamt áætlun fyrir árin 2019-2020 lögð fram til síðari umræðu og samþykkt. Gerir áætlunin ráð fyrir 12,8 millj. kr. tekjuafgangi. Áætlað er að fráveita, hitaveita og vatnsveita skili rekstarafgangi en önnur B-hluta fyrirtæki séu rekin með halla.
Meira

Kom foreldrum sínum skemmtilega á óvart með Íslandsheimsókn - Myndband

Katrín Lilja Kolbeinsdóttir Hansen kom foreldrum sínum hressilega á óvart þegar hún birtist á útidyratröppunum heima hjá þeim í Varmahlíð viku fyrir jól. Þau vissu ekki annað en dóttir þeirra yrði í Bretlandi yfir jólin þar sem hún stundar nám í handritaskrifum (e. scriptwriting) frá Bournemouth University. Eins og búast má við urðu viðbrögð foreldranna skemmtileg og allt tekið upp á vídeó.
Meira

Perla Ruth íþróttakona Umf. Selfoss

Handknattleikskonan úr Húnaþingi vestra, Perla Ruth Albertsdóttir, var um helgina kjörin íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Perla Ruth er lykilleikmaður í ungu liði Selfoss sem tryggði sér áframhaldandi sæti í Olísdeildinni í vor og situr í 6. sæti deildarinnar sem stendur.
Meira

Jólalag dagsins – Sniglabandið - Jólahjól

Þar sem einungis 6 dagar eru til jóla og Hurðaskellir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Besta jólalag allra tíma að margra mati er hið sígilda Jólahjól með Sniglunum og Stefáni Hilmarssyni sem kom út árið 1987. Á Rúv segir reyndar að afstaða fólks til lagsins sé til jafns dregið fram í listum yfir bestu og verstu jólalögin.
Meira

Grænkálskartöflustappa að hætti Hollendinga

Matgæðingar vikunnar í 46. tbl. ársins 2015 voru Jessie Huijberts og Hörður Óli Sæmundsson í Gröf, Húnaþingi vestra. Jessie á rætur að rekja til Hollands og ætla þau því að bjóða upp á hollenska grænkálskartöflustappu, sem Jessie segir í uppáhaldi hjá hverjum Hollendingi.
Meira

Jólalag dagsins – Jólin eru að koma - Í svörtum fötum

Þar sem einungis 7 dagar eru til jóla og Askasleikir kom í nótt ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Jónsi í svörtum fötum söng af mikilli innlifun Jólin eru að koma á smáskífu sem bar sama nafn og kom út árið 2001. Opnið augun því jólin eru að koma, aðeins vika til stefnu.
Meira

Sókn í byggðamálum

Meira