Fréttir

Enn er hægt að krækja sér í kótelettumiða

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasölutímann á kótelettukvöld Lions, sem fram fer annað kvöld í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, fram á morgundaginn. Miðasalan hefur gengið vel að sögn Ásgríms Sigurbjörnssonar hjá Lionsklúbbi Sauðárkróks og er hann ánægður með viðtökur Skagfirðinga.
Meira

Gestaheimsókn - Framtíðarhópur Tokyo 2020

Helgina 21. – 23. apríl sóttu góðir gestir Sunddeild Tindastóls heim. Gestirnir voru afrekshópur unglinga í sundi (14-17 ára) Framtíðarhópur Tokyo 2020 sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleika 2020. Með hópnum voru 3 þjálfarar. Æfingar hópsins í þessari ferð hófust á Blönduósi á föstudagskvöld þar sem sundfélag staðarins, Hvöt, tók á móti þeim. Síðan var stefnan tekin á Krókinn þar sem hópurinn gisti í Húsi Frítímans.
Meira

Sat í stjórn í einn dag

Stefán Vagn Stefánsson á Sauðárkróki var í fyrradag kjörinn af Alþingi í stjórn Ríkisútvarpsins samkvæmt tilnefningu Framsóknarflokksins. Seta Stefáns í stjórninnni stóð þó ekki lengi, eða einungis í sólarhring, þar sem kjör hans stangaðist á við lög um kjörgengi fulltrúa í stjórnina en þar eru sveitarstjórnarfulltrúar ekki kjörgengir. Sama átti við um Kristínu Maríu Birgisdóttur frá Grindavík. Í samtali við fréttastofu útvarps í gær sagði Stefán Vagn að hann hefði gjarna viljað sitja lengur en sólarhring í stjórninni en mönnum hefði yfirsést þetta við kosninguna.
Meira

Uppselt er á danslagatónleika

Þess verður minnst nk. föstudagskvöld að 60 ár eru liðin frá því að danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hóf sitt blómaskeið sem stóð yfir í mörg ár. Haldnir verða tónleikar þar sem dægurlagaperlur fyrri ára verða rifjaðar upp með hjálp fjölda söngvara og hljóðfæraleikara. Aðsóknin hefur farið fram úr björtustu vonum því uppselt er á auglýsta sýningu nk. föstudagskvöld en ákveðið hefur verið að halda aukatónleika kl. 23:00 sama kvöld ef næg þátttaka fæst. Miðasala fer fram í síma 8660114.
Meira

Lillukórinn 25 ára

Afmælis- og lokatónleikar Lillukórsins verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 29. apríl kl.14:00. Kórinn var stofnaður 1992 að frumkvæði Ingibjargar Pálsdóttur, Lillu, sem þá var tónlistarkennari á Hvammstanga og er nafnið þannig til komið. Stofnfélagar voru 16 konur en fljótt bættist í hópinn og að jafnaði hafa milli 20 og 30 konur úr Húnaþingi vestra starfað með kórnum ár hvert. Í heildina hafa 80 konur tekið þátt í starfi kórsins og enn starfa þrír stofnfélagar með honum.
Meira

Árskort Tindastóls komin í sölu

Nú er farið að styttast í Íslandsmót hjá meistaraflokkum Tindastóls og líkt og undanfarin ár bíður knattspyrnudeildin upp á árskort til sölu sem gildir á leiki félagsins. Meistaraflokkarnir spila 20 leiki á Sauðárkróksvelli í sumar, meistaraflokkur karla spilar ellefu leiki og meistaraflokkur kvenna níu.
Meira

Þegar Lady Astor ánetjaðist kókinu

Þingmaðurinn, Óli Björn Kárason, ritar skemmtileg minningarbrot um leiklist, sæluviku og frelsi á bakvið tjöldin í Bifröst í nýjasta blaði Feykis sem helgað er Sæluviku Skagfirðinga sem hefst næsta sunnudag. Á Sauðárkróki sleit Óli Björn barnskónum ásamt æskuvini sínum dr. Sveini Ólafssyni en í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Tehúsi ágústmánans fengu þeir mátar ábyrgðarhlutverk meðfram leikstörfum sínum, þ.e. að passa upp á einn sem var enginn venjulegur leikari.
Meira

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar.
Meira

Hesthús, reiðskemma og nýtt fjós í Húnaþingi

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Húnaþings vestra í gær voru tekin fyrir nokkur erindi m.a. leyfi til að reisa reiðskemmu, fjós og breytta teikningu af hesthúsi. Þá lá fyrir umsókn um að breyta frístundahúsi í íbúðarhús og breyting á þaki bílskúrs.
Meira

„Þarf aðgerðir strax í vegamálunum,“ segir Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi í lok mars, beindi fyrirspurnum til samgönguráðherra varðandi fjármuni til viðhalds og uppbyggingar þriggja tengivega á Norðurlandi vestra. Vegirnir sem um ræðir eru Hegranesvegur, Reykjastrandarvegur og Vatnsnesvegur. Nú hefur borist svar frá ráðherra við fyrirspurnum Bjarna sem segir svörin valda miklum vonbrigðum.
Meira