Fréttir

Segjum matarsóun stríð á hendur!

Það var Kristín S. Einarsdóttir sem tók til í ísskápnum og leyfði lesendum Feykis að fylgjast með í 18. tölublaði Feykis 2015: Mikið er rætt um matarsóun þessa dagana og víst er að á heimilum landsmanna og í verslunum er miklum verðmætum kastað á glæ í formi matar sem rennur út eða skemmist. Þetta verður nokkuð áþreifanlegt hjá þeim sem flokka rusl, því þá sést best að lífræni úrgangurinn getur skipt kílóum í viku hverri.
Meira

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Í tilefni af fréttaflutningi um raforkuflutning og breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar er eftirfarandi samþykkt byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 26. janúar sl. og staðfest í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. febrúar sl., komið á framfæri.
Meira

Fljótandi frúr á konukvöldi

Það var glatt á hjalla í sundlauginni á Hofsósi á miðvikudagskvöldið þegar 50 konur, víðsvegar að og á öllum aldri, fjölmenntu á konukvöld hjá Infinity Blue. Dagskráin var fjölbreytt og óhætt er að segja að allir ættu að hafa upplifað eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Íbúa-og átthagafélag stofnað í Fljótum -Vettvangur samvinnu um framfaramál

Mánudaginn 25. apríl var Íbúa- og átthagafélag Fljóta stofnað á fundi í Félagsheimilinu Ketilási. Ágætis mæting var á fundinn og mikill hugur í fundarmönnum. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu samfélags, atvinnulífs og fagurs mannlífs í Fljótum í Skagafirði, en starfsemin verður fólgin í að vera vettvangur samvinnu um framfaramál Fljótamanna, sem og að standa fyrir verkefnum og viðburðum sem styðja við jákvæða samfélagsþróun innan sveitarinnar.
Meira

Kormákur blak með silfur og brons á Öldungamóti

Á blakmóti öldunga, sem fram fór í Mosfellsbæ um síðustu helgi, átti blakdeild Kormáks þrjú lið: Birnur sem kepptu í 6.b deild, Birnur-Bombur í 8.a deild og Húna sem kepptu í deild 6b.
Meira

Styttist í lokafrest í lagakeppni Skagfirðingafélagsins

Skagfirðingafélagið í Reykjavík er þessa dagana að leita eftir nýjum dægurlögum sem ætlunin er að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli félagsins í haust. Tekið er við lögum í allskonar ástandi, segir í tilkynningu frá félaginu, og þurfa þau ekki að vera fullunnin. Sérstök fagdómnefnd verður fengin til að velja 10 lög og munu höfundar þeirra fá í kjölfarið styrk frá Skagfirðingafélaginu til þess að fullvinna þau eða 100.000 kr. á hvert lag svo það er til mikils að vinna.
Meira

Þemadagar og opið hús

Þemadagar hafa verið í gangi hjá nemendum Árskóla á Sauðárkróki þessa vikuna sem að þessu sinni eru tileinkaðir heilsu og umhverfi. Ýmislegt hefur verið gert sér til skemmtunar og fróðleiks og meðal annars fóru yngstu nemendurnir í fjöruna og tóku með sér hluti sem fjaran geymir. Veðrið var með albesta móti og stemningin fín hjá hópnum sem kom við hjá Feyki á bakaleiðinni í skólann.
Meira

Pétur fer ekki fet

Samningar hafa tekist milli körfuboltadeildar Tindastóls og Péturs Rúnars Birgissonar að sá síðarnefndi leiki áfram með meistaraflokksliði félagsins á næstu leiktíð. Orðrómur hefur verið um að Pétur yfirgæfi herbúðir Stólanna en Stefán Jónsson formaður, sem kominn er í land eftir mánaðar úthald á sjó, lætur það ekki gerast á sinni vakt.
Meira

Skagfirsku sundmeyjarnar með vorsýningu

Það er óhætt að segja að dagskrá Sæluviku hefur verið fjölbreytt og margt að sjá og heyra. Í gær bauð sundhópurinn Skagfirsku sundmeyjarnar gestum að koma og eiga notalega stund á sundlaugarbakkanum meðan meyjarnar léku listir sínar í vatninu.
Meira

Krækjur með gull

42. öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Markmið mótanna er einfalt eins og stendur í fyrstu grein reglugerðar þess, „... að útbreiða blakíþróttina, stuðla að framförum í tækni og viðhalda getu keppenda. Mótið skal vera vettvangur jákvæðra samskipta milli blaköldunga af öllu landinu með leikgleðina að leiðarljósi.“
Meira