Fréttir

Hrói höttur frumsýndur á morgun - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á morgun fjölskylduleikritið Hróa hött eftir Guðjón Sigvaldason í leikstjórn Bryndísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur. Hrói mætir á sviðið klukkan 18, vopnaður boga og örvum og hittir alla sína skemmtilegu vini sem löngu eru orðnir þekktir. Feykir mætti á æfingu og tók upp smá vídeó af kappanum, vinum hans sem og óvinum.
Meira

Stéttarfélög bjóða frítt á námskeið

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða og SFR ætla að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Þau námskeið sem um ræðir eru: Fljóta – slaka – njóta; konfektgerð; næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa og iPad–námskeið.
Meira

Vinadagurinn í Skagafirði

Í dag héldu skólarnir í Skagafirði sinn árlega vinadag. Var þetta í sjötta skipti sem dagurinn er haldinn en á vinadegi koma allir grunnskólanemendur fjarðarins saman ásamt skólahópum leikskólanna og nemendum FNV.
Meira

Skagabyggð verður með í sameiningarviðræðum í Austur-Húnavatnssýslu

Sveitarstjórn Skagabyggðar hefur tekið ákvörðun um að gerast þátttakandi í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu. Skagabyggð bætist því í hóp hinna þriggja sveitarfélaganna í sýslunni sem ákveðið hafa að hefja formlegar viðræður um sameiningu. Reiknað er með að þær viðræður hefjist á næstunni. Frá þessu var greint á Húna.is í gærkvöldi.
Meira

Bókarkynning á bókasafninu á Hvammstanga

Föstudaginn 20. október kl. 17:00 verður haldin bókarkynning á Bókasafni Húnaþings vestra þar sem Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur á Hvammstanga, kynnir nýútkomna bók sína, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður til sölu á sérstölum kjörum.
Meira

Leiðrétting á opnunartíma kjördeildar á Hólum

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að það styttist í enn einar alþingiskosningarnar. Níu flokkar bjóða fram í Norðvesturkjördæmi og því um nóg að velja þann 28. október nk. Í auglýsingu sem birtist í Feyki og Sjónhorni nú í dag birti yfirkjörstjórn í Skagafirði rangan opnunartíma kjördeildar á Hólum í Hjaltadal og er beðist velvirðingar á því.
Meira

Stefna opnar skrifstofu á Sauðárkróki

Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna á Akureyri opnaði formlega skrifstofu á Sauðárkróki sl. föstudag en fyrirtækið hefur átt trausta og góða viðskiptavini á svæðinu í gegnum árin. „Þó ekki sé langt til Akureyrar og samskipti fari að mestu fram rafrænt, þá er það von okkar að með opnun skrifstofunnar eflist þjónustan enn frekar,“ segir Róbert Freyr Jónsson sölustjóri og ráðgjafi Stefnu. Í tilefni dfagsins var boðið upp á léttar veitingar ásamt því að gestir voru fræddir um starfsemi fyrirtækisins.
Meira

Ungir iðkendur tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum gervigrasvelli

Það ríkti mikil eftirvænting í hópi þeirra ungu knattspyrnuáhugamanna sem mættu á æfingasvæði íþróttavallarins sl. mánudag, vopnaðir skóflum og rekum og jafnvel stungugöflum. Langþráð stund var upprunnin þegar taka skyldi fyrstu skóflustunguna að nýjum gervigrasvelli sem gerbreyta mun allri æfingaaðstöðu á Sauðárkróki og Skagafirði öllum.
Meira

Get ég orðið að liði?

Ákvörðun mín að sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum hefur komið ýmsum á óvart, enda kannski ekki algengt að bæjarfulltrúi á suðvesturhorninu óski eftir umboði til að vinna öðru kjördæmi gagn á þingi. Ég hef hins vegar sjaldnast fetað troðnar slóðir og tel mikilvægt að fólk hugsi og stígi út fyrir kassann, út fyrir þægindahringinn, alls staðar þar sem kostur gefst. Glöggt er gests augað.
Meira

Hrútasýning í Hrútafirði - Myndasyrpa

Mánudaginn 16. október stóð Fjárræktarfélag Staðarhrepps fyrir Hrútasýningu fyrir Miðfjarðarhólf. Sýningin var haldin á Hvalshöfða í Hrútafirði. Vel var mætt, bæði af fólki og fénaði en yfir 50 hrútar voru skráðir til leiks í þremur flokkum; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Að sögn Guðrúnar Eikar Skúladóttur, bónda á Tannstaðabakka, voru flokkarnir allir firnasterkir og sem dæmi má nefna að sex hrútar af þeim sem skráðir voru til leiks höfðu stigast upp á 90 stig og yfir. Einnig voru 18 gimbrar skráðar til leiks í Skrautgimbraflokki, en í þeim flokki er vegið saman bæði litur og átak.
Meira