Prófessor Stefán Óli Steingrímsson
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.10.2017
kl. 08.38
Dr. Stefán Óli Steingrímsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Á vef skólans segir að Stefán Óli hafi starfað við Háskólann á Hólum samfleytt frá 2003, en hann hafði áður unnið hjá Hólaskóla með hléum frá 1993 til 1997. Stefán lauk doktorsprófi í líffræði árið 2004, frá Concordia háskóla í Montreal í Kanada, meistaraprófi frá sama skóla árið 1996 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992.
Meira