Fréttir

Kokkakeppni Árskóla - Myndband

Í Árskóla á Sauðárkróki fór fram sl. mánudag hin árlega kokkakeppni þar sem nemendur 9. og 10. bekkja kepptust um að útbúa besta matinn bæði hvað bragð og útlit varðar. Einbeitningin leyndi sér ekki hjá kokkunum og greinilegt að mikill metnaður fyrir verkefninu var hjá krökkunum.
Meira

Blóðsöfnun gengur vel

Blóðbankabíllinn er nú á ferð um landið og er þessa stundina staddur á planinu við Skagfirðingabúð. Þegar tíðindamaður Feykis.is kíkti við í bílnum um það leyti sem opnað var í morgun var strax komin biðröð við bílinn. Konurnar sem starfa við blóðsöfnunina létu mjög vel af ferðum sínum, þær sögðu Skagafjörð vera með þeim svæðum á landinu sem safnast vanalega best en í gær fengu þær ríflega 50 blóðgjafa á Sauðárkróki en allt í allt komu um 70 manns til þeirra. Ekki fá allir að gefa blóð þar sem ekki mega líða meira en fimm ár frá síðustu blóðgjöf án þess að þurfa að fara í athugun fyrst.
Meira

Kuldi áfram á landinu

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa sloppið bærilega frá því leiðindaáhlaupi sem gengið hefur yfir landið síðasta sólarhringinn miðað við spár. Á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði allhvöss eða hvöss norðaustlæg átt á landinu í dag en stormur suðaustan til. Vegna óveðurs er þjóðvegur nr. 1 lokaður frá Freysnesi að Jökulsárlóni.
Meira

Rabb-a-babb 147: Helga Kristín

Nafn: Helga Kristín Gestsdóttir. Árgangur: 1981. Hvað er í deiglunni: Spennandi ferðalög út fyrir landsteinana. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég var ballöðusjúk, hlustaði t.d. á Celine Dion, Whitney Houston og Mariah Carey. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér að flytja að heiman dragandi dótaskúffuna á eftir mér.
Meira

Nóg að gera hjá 3. flokki kvenna

Boltinn er farinn að rúlla á sparkvöllum landsins og þeir sem ekki eru þegar byrjaðir að keppa á Íslandsmótinu eru á fullu að undirbúa sig í þá keppni. Stúlkurnar í 3. flokki Tindastóls/Hvatar léku æfingaleik við KA í gær á Sauðárkróki.
Meira

Lokahátíð Þjóðleiks

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fóks, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla laugardaginn 29. apríl sl. Hátíðin er haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni og hefur Þjóðleikhúsið frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Steypustöðin leggur rafstreng á Snæfellsnesi

Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landsnets. Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs eykst afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna.
Meira

Viðar áfram í Síkinu

Nú fagna allir stuðningsmenn Tindastóls þar sem samningar hafa tekist á milli körfuboltadeildar og Viðars Ágústssonar um að hann leiki áfram með liðinu næsta tímabil. Viðar er einn öflugasti varnarmaður úrvalsdeildarinnar og ljóst að það er liðinu mikils virði að halda honum innan sinna raða.
Meira

Dæmalaus landsbyggðarskattur

Það er nánast pínlegt að hlýða á fjármálaráðherrann okkar réttlæta þá ákvörðun að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Frá honum hafa heyrst fullyrðingar um að greinin hafi fengið „skattaívilnanir,“ eigi að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar, og sé búin að slíta barnsskónum, sem er bara fyndin framsetning. Þetta virðast vera lykilhugtökin í rökstuðningi ráðherrans ásamt því að hægja eigi á vexti atvinnugreinarinnar. Ég ætla ekki að eyða tíma í að hrekja akkúrat þessar fullyrðingar, það hafa margir málsmetandi menn gert, innan sem utan ferðaþjónustunnar. En segi það þó að umræðan er full af frösum og klisjum sem hafa ekkert innihald ef betur er að gáð.
Meira

Veðrabrigði framundan

Nú er útlit fyrir að hlé verði á veðurblíðunni sem leikið hefur við okkur síðustu dagana. Í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is segir m.a.: „Næsta sólarhringinn verða töluverð umskipti á veðrinu, því í nótt gengur í norðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu um landið N-vert, snjókoma til fjalla, en slydda á láglendi, þótt sums staðar nái að hanga í rigningu næst ströndinni.“
Meira