Fréttir

Jón Gísli til Hvíta Rússlands

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, er á meðal tuttugu annarra sem Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu valdi í hóp sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti. Jón Gísli er á 16. ári en þrátt fyrir ungan aldur átti hann fast sæti í meistaraflokki Tindastóls síðasta keppnistímabil.
Meira

Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti er Maður ársins 2017 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins og bárust blaðinu fimm tilnefningar. Niðurstaðan var afgerandi og var það Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti sem hampaði titlinum að þessu sinni. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Hann heldur lífsgleðinni og kraftinum hvernig sem allt er. Það er það sem ég dáist að og við ættum að hafa til fyrirmyndar,“ en jákvæðni Pálma í baráttu hans við krabbamein undanfarin ár hefur vakið athygli fólks.
Meira

Reiðnámskeið hjá Hestamannafélaginu Neista

Í vetur mun Hestamannafélagið Neisti bjóða upp á reiðnámskeið. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir sem menntuð er sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum verður kennari á námskeiðunum. Mörg námskeið verða í boði, s.s. Pollanámskeið ætluð börnum 7 ára og yngri, almenn reiðnámskeið fyrir 8-10 og 11-14 ára og Knapamerki. Skráning fer fram hjá Guðrúnu á gudrunrut@hotmail.com eða í síma 695-8766. Síðasti skráningardagur er laugardaginn 6. janúar.
Meira

Perla varð íþróttamaður tveggja sveitarfélaga

Perla Ruth Albertsdóttir frá Eyjanesi í Húnaþingi gerði það gott í handboltanum með liði Selfoss á seinasta ári auk þess að leika sínu fyrstu A-landsleiki og uppskar eftir því. Áður en árið var liðið hafði hún fengið þrjá heiðurstitla þar sem hún var valin Íþróttakona UMF Selfoss, Íþróttakona Árborgar og Íþróttamaður USVH. „Stolt, þakklæti og gleði. Er heldur betur spennt og tilbúin fyrir 2018,“ segir hún á Facebook.
Meira

Vel mætt á áramótabrennuna á Sauðárkróki - Myndir

Veðrið norðanlands var alveg til fyrirmyndar á gamlársdag og það nýttu sér margir á Sauðárkróki þegar kveikt var í áramótabrennunni. Hún hefur til margra ára verið staðsett neðan iðnaðarhverfisins syðst í bænum. Kveikt var í brennunni klukkan 20:30 og flugeldasýning um klukkan 21. Blaðamaður náði nokkrum myndum á símann eins og sjá má hér að neðan.
Meira

Músagangur og aflífun meindýra - hvað samræmist lögum

Matvælastofnun segir að nú berist víða af landinu fréttir um óvanalega mikinn músagang í húsum og má vera að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvað hlutverk og vill stofnunin af gefnu tilefni ítreka frétt frá 2014 sem fjallaði um eyðingu og aflífun meindýra, m.a. með notkun drekkingargildra, en notkun þeirra brýtur gegn ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samveruna á því liðna.
Meira

Hátt í 300 manns í Gamlárshlaupi - Myndir

Fjöldi fólks tók þátt í árlegu Gamlárshlaupi sem fram fór fyrr í dag á Sauðárkróki enda veðrið gott og aðstæður allar hinar bestu. Frostið hafði minkað um 10 gráður frá því í gær og var um fjórar gráður. Að hlaupi loknu var boðið upp á svaladrykk í íþróttahúsinu og heppnir þátttakendur fengu glaðning í útdráttarverðlaun.
Meira

Áramótaveðrið

Það má öruggt teljast að veður verði eins og best verður á kosið í kvöld þegar landsmenn kveðja árið og taka á móti því nýja með tilheyrandi sprengingum og ljósagangi.
Meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Í tilefni áramótanna vill Matvælastofnun minna dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin verði sjálfum sér og öðrum til tjóns. Með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana má forðast slys um áramót og á þrettándanum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira