Fréttir

Tækifæri í Tindastóli

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Það er mikið fagnaðarefni að sjá framhald á þeirri góðu uppbyggingu sem átt hefur séð stað í Tindastóli undanfarin ár. Skipulagslýsingin tekur á mörgum mikilvægum væntanlegum framkvæmdum þmt. Aðstöðuhúsi.
Meira

Skagfirðingur með silfur í Norrænu nemakeppninni

Kristinn Gísli Jónsson matreiðslunemi á Dill, landaði ásamt Ásdísi Björgvinsdóttur nema á Bláa lóninu, silfurverðlaunum í Norrænu nemakeppninni matreiðslu- og framreiðslunema sem fram fór í Hótel og matvælaskóla Finna í Helsinki. Auk þeirra Kristins og Ásdísar, kepptu þær Gréta Sóley Argrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir nemar frá Hótel Natura í framreiðslu. Enduðu þær í 4. sæti af fimm.
Meira

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi segja upp störfum

Fimm af sjö sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa sagt starfi sínu lausu vegna vanefnda ríkisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarassamninga. Uppsagnarfrestur þeirra er 28 dagar. Frá þessu er greint á visir.is.
Meira

Lokað fyrir heita vatnið í Raftahlíðinni

Starfsmenn Skagafjarðarveitna vinna nú við lagnir í Raftahlíðinni á Sauðárkróki í dag. Því má búast við að loka þurfi fyrir heita vatnið meðan á því stendur. Um er að ræða miðgöturnar tvær, og ekki er vitað hversu langan tíma þetta mun taka.
Meira

Drangey SK 2 hleypt af stokkunum

Síðastliðinn laugardag var nýju Drangeynni hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi en það er með nýstárlegu útliti líkt og systurskip þess, Kaldbakur EA sem ÚA fékk afhent í vetur. Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri FISK, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, gaman að sjá skipið renna í sjó fram. Svona stundir væru alltaf hátíðlegar.
Meira

Fræðslufundur með Jóni Jónssyni á Sauðárkróki

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn, Jón Jónsson, verður með fræðslufund á morgun, 25. apríl, um fjármál fyrir ungt fólk, í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Jón mun væntanlega fara yfir þessi mikilvægu mál á léttu nótunum en fundurinn hefst kl. 19:30.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið heitir Sálarvor og er eftir Gyrði Elíasson.
Meira

Blóma- og gjafabúðin skiptir um eigendur

Um síðustu mánaðamót urðu eigendaskipti á Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki þegar Hrafnhildur Skaptadóttir tók við rekstrinum af Brynhildi Sigtryggsdóttur, eða Binný í Blómabúðinni, sem hafði rekið búðina um árabil. Eins og kunnugir vita er Hrafnhildur þó enginn nýgræðingur í blómaversluninni þar sem hún hefur starfað í búðinni hjá Binný undanfarin níu ár.
Meira

Lóuþrælar á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar mun stíga á stokk og syngja í Blönduóskirkju nk. mánudag 24. apríl kl. 21:00. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur: Elinborg Sigurgeirsdóttir, píanó Ellinore Andersson, fiðla og einsöngvarar Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Meira

Feykigott á grillið

Sumardagurinn fyrsti er nú liðinn og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að rifja upp þrjár uppskriftir að óviðjafnanlegum kryddlegi sem birtust í 16. tölublaði Feykis 2015 og óhætt er að mæla með. Það er ekkert sem jafnast á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi.
Meira