Fréttir

Besta skólaferðin að sjá Ísland vinna Holland 2-0 --- Liðið mitt Hannes Ingi Másson

Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi í Tindastól, kemur frá Hvammstanga en er búsettur á Sauðárkróki. Auk þess að æfa og leika með Stólunum stundar hann nám í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Varnarjaxlinn, Viðar Ágústsson, skoraði í vor á samherja sinn að svara spurningum í Liðinu mínu og Hannes skorast að sjálfsögðu ekki undan þeirri áskorun.
Meira

Verksmiðja Heilsupróteins tekin í gagnið

Húsakynni Heilsupróteins ehf. á Sauðárkróki verða opin á morgun laugardag en þá verður hin nýja verksmiðja formlega vígð. Verksmiðjan er í eigu Mjólkursamsölunnar ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga. Öllum er boðið að koma og skoða og þiggja léttar veitingar. Sá hluti verksmiðjunnar sem nú verður tekin í notkun markar tímamót í umhverfismálum mjólkuriðnaðarins á Íslandi, en unnið verður hágæða próteinduft úr mysunni sem fellur til í ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi og runnið hefur til sjávar fram að þessu.
Meira

Flutningur sjúkra í uppnámi

Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi.
Meira

Skotíþróttafólk Markviss 2017 eru Jón Brynjar og Snjólaug

Keppnistímabilinu er nú lokið í þeim skotgreinum sem stundaðar eru utanhúss og átti Skotfélagið Markviss níu keppendur í hagla- og kúlugreinum á keppnintímabilinu.
Meira

Lyfja í nýtt húsnæði

Í gær opnaði verslunin Lyfja í nýju og glæsilegu húsnæði á Ártorgi 1 á Sauðárkróki, því sama og Skagfirðingabúð er til húsa í. Í tilefni dagsins voru veittir peningastyrkir, annars vegar til tómstundahóps RKÍ í Skagfirði og hins vegar til Félags eldri borgara í Skagafirði. Það var Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju sem afhenti styrkina sem hljóðuðu hvor um sig upp á 150 þúsund krónur.
Meira

Um hvað snúast kosningarnar?

Nú í aðdraganda kosninga erum við frambjóðendur spurðir þeirrar spurningar hvað þeirra flokkur standi fyrir og hvað þeir sem einstaklingar ætli að leggja áherslu á nái þeir kjöri til setu á alþingi. Stóru mál Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar eru skýr: Við viljum auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu fasteign. Við leggju til að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup.
Meira

Montrétturinn er á Króknum

Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu í kvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðanliðanna eru það því Króksararnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi.
Meira

Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður fá byggðastyrk til lagningar ljósleiðara

Samgönguráðherra hefur ákveðið að ráðstafa sérstökum 100 milljón króna byggðastyrk fyrir árið 2018 til að auðvelda strjálbýlum sveitarfélögum að standa straum af lagningu ljósleiðara líkt og gert var fyrir árið 2017. Húnþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður eru meðal 14 sveitarfélaga sem eiga kost á styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Sjái sveitarfélag sér ekki fært að fara í framkvæmdir á árinu getur óráðstafaður styrkur safnast upp og færst til ársins 2019.
Meira

Horfðu á 2. þátt Atvinnupúlsins á feykir.is

Annar þáttur Atvinnupúlsins í Skagafirði var frumsýndur í gærkvöldi á N4. Í þáttunum er kastljósinu sérstaklega beint að fyrirtækjunum, auk þess sem rætt er við fólk sem þekkir vel til í atvinnumálum héraðsins. Í þessum þætti er rætt við Aðalstein Þorsteinsson forstjóra Byggðastofnunar og Tinnu Björk Arnardóttur verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki.
Meira

Nágrannaslagur í Síkinu í kvöld

Sannkallaður nágrannaslagur verður í Síkinu í kvöld þegar Þór frá Akureyri mætir heimamönnum í Tindastól í Dominos deildinni í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verða hinir rómuðu grillborgarar á sínum stað fyrir leik.
Meira