Fréttir

Kjúklingabringur með ýmsu gúmmelaði og marengsbomba á eftir

„Okkur langar til að deila með ykkur uppskriftum sem sem vekja ávallt kátínu á okkar heimili,“ sögðu þau Halla Gísladóttir og Jón Guðmann Jakobsson frá Blönduósi sem voru sælkerar vikunnar í 17. tölublaði Feykis á því herrans ári 2015.
Meira

Þjóðleikur í Miðgarði og Varmahlíðarskóla

Á morgun, laugardag, verður Þjóðleikur, risastór leikslistarhátíð ungs fóks, haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Það er Þjóðleikhúsið sem hefur frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Uppskrift af gamaldags brauðtertu m/baunasalati - þriggja laga

Er ekki við hæfi að skella í eina brauðtertu um helgina?
Meira

Snappað um notendastýrða persónulega aðstoð

Næstu daga og fram til 7. maí, munu NPA notendur skiptast á að sjá um snapp NPA miðstöðvarinnar, npamidstodin. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns stjórnar stöðvarinnar eru það einstaklingar sem nota notendastýrða persónulega aðstoð sem búa til snöppin og ættu þau að gefa góða innsýn í hversu mikilvæg notendastýrð persónuleg aðstoð sé til að þessir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu lífi.
Meira

Beint í æð í Bifröst - Myndband

Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni er farsinn Beint í æð eftir Ray Cooney sem Gísli Rúnar Jónsson þýddi. Blaðamaður hitti formann leikfélagsins ásamt leikstjóra í kaffispjalli í bakaríinu og forvitnaðist um hvers er að vænta. Leikstjóri verksins, Jóel Ingi Sæmundsson, hefur áður komið við sögu hjá Leikfélagi Sauðárkróks en fyrir þremur árum setti hann upp leikritið Rjúkandi ráð með félaginu. Jóel útskrifaðist úr leiklistarnámi í Bretlandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að ýmsum verkefnum í leikhúsi, sjónvarpi, auglýsingum og fleiru og hefur undanfarið unnið mikið við að gera barnasýningar fyrir leikskóla. Jóel segir að sér þyki gott að vera á Króknum þar sé í raun hægt að gera flest sem mann langar til.
Meira

Enn er hægt að krækja sér í kótelettumiða

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasölutímann á kótelettukvöld Lions, sem fram fer annað kvöld í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, fram á morgundaginn. Miðasalan hefur gengið vel að sögn Ásgríms Sigurbjörnssonar hjá Lionsklúbbi Sauðárkróks og er hann ánægður með viðtökur Skagfirðinga.
Meira

Gestaheimsókn - Framtíðarhópur Tokyo 2020

Helgina 21. – 23. apríl sóttu góðir gestir Sunddeild Tindastóls heim. Gestirnir voru afrekshópur unglinga í sundi (14-17 ára) Framtíðarhópur Tokyo 2020 sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleika 2020. Með hópnum voru 3 þjálfarar. Æfingar hópsins í þessari ferð hófust á Blönduósi á föstudagskvöld þar sem sundfélag staðarins, Hvöt, tók á móti þeim. Síðan var stefnan tekin á Krókinn þar sem hópurinn gisti í Húsi Frítímans.
Meira

Sat í stjórn í einn dag

Stefán Vagn Stefánsson á Sauðárkróki var í fyrradag kjörinn af Alþingi í stjórn Ríkisútvarpsins samkvæmt tilnefningu Framsóknarflokksins. Seta Stefáns í stjórninnni stóð þó ekki lengi, eða einungis í sólarhring, þar sem kjör hans stangaðist á við lög um kjörgengi fulltrúa í stjórnina en þar eru sveitarstjórnarfulltrúar ekki kjörgengir. Sama átti við um Kristínu Maríu Birgisdóttur frá Grindavík. Í samtali við fréttastofu útvarps í gær sagði Stefán Vagn að hann hefði gjarna viljað sitja lengur en sólarhring í stjórninni en mönnum hefði yfirsést þetta við kosninguna.
Meira

Uppselt er á danslagatónleika

Þess verður minnst nk. föstudagskvöld að 60 ár eru liðin frá því að danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hóf sitt blómaskeið sem stóð yfir í mörg ár. Haldnir verða tónleikar þar sem dægurlagaperlur fyrri ára verða rifjaðar upp með hjálp fjölda söngvara og hljóðfæraleikara. Aðsóknin hefur farið fram úr björtustu vonum því uppselt er á auglýsta sýningu nk. föstudagskvöld en ákveðið hefur verið að halda aukatónleika kl. 23:00 sama kvöld ef næg þátttaka fæst. Miðasala fer fram í síma 8660114.
Meira

Lillukórinn 25 ára

Afmælis- og lokatónleikar Lillukórsins verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 29. apríl kl.14:00. Kórinn var stofnaður 1992 að frumkvæði Ingibjargar Pálsdóttur, Lillu, sem þá var tónlistarkennari á Hvammstanga og er nafnið þannig til komið. Stofnfélagar voru 16 konur en fljótt bættist í hópinn og að jafnaði hafa milli 20 og 30 konur úr Húnaþingi vestra starfað með kórnum ár hvert. Í heildina hafa 80 konur tekið þátt í starfi kórsins og enn starfa þrír stofnfélagar með honum.
Meira