Fréttir

Beikon- og piparostafylltir hamborgarar og heimabakað hamborgarabrauð.

Um síðustu helgi birtist Matgæðingaþáttur þar sem þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd, buðu upp á humarsúpu og Oreo ostaköku. Hér kemur seinni hlutinn af framlagi þeirra sem eru uppskriftir af beikon- og piparostafylltum hamborgurum og heimagerðu hamborgarabrauði.
Meira

Ef þetta fær þig ekki til að brosa smá þá er eitthvað að - myndband

Er ekki alltaf talað um að hláturinn lengir lífið:) þá skaltu horfa á þetta ef þú vilt lengja það um nokkra klukkutíma...
Meira

SAUÐFJÁRRÆKT-atvinnugrein eða áhugamál?

Enn og aftur kvörtum við sauðfjárbændur yfir verðlagningu afurðastöðva á innlegginu okkar á hausti komanda. Ástæður er margar segja forsvarsmenn afurðastöðva s. s. að erlendir markaðir eru lokaðir og framleiðslan er langt umfram eftirspurn. Hvernig bregðumst við við? Jú, við förum til stjórnvalda og biðjum um að þeir fari í aðgerðir til að bæta þetta ástand og það strax nú í haust.
Meira

Góða helgi allir - myndband:)

Ég bara varð að deila þessu með ykkur svona rétt áður en helgarfríið byrjar
Meira

Helgi Freyr klár í slaginn

Eftir gott sumarfrí er blekið aftur farið að streyma úr pennanum hjá formanni körfuboltadeildar Tindastóls, Stefáni Jónssyni en reynsluboltinn, Helgi Freyr Margeirsson, ritaði nafn sitt á samning í dag. Í vor fékk penninn að dansa um í stássstofunni á Sjávarborg en Stefán segir að að þessu sinni hafi verið kvittað undir í Barmahlíð 5 á Sauðárkróki þar sem Borgarstjórinn var upptekinn við vinnu.
Meira

Áttu dýr? Kannast þú við þetta?

Þegar dýrin okkar vantar athygli og við erum að gera eitthvað annað..... skemmtilegt myndband:)
Meira

Baðherbergi fær nýtt útlit

Allir Skagfirðingar þekkja Hrafnhildi Viðarsdóttir vel, eða fröken fabjúlöss eins og hún kallaði sig, því hún er ein af þessum stúlkum sem eru alveg ótrúlega sniðugar og hæfileikaríkar. Þá muna kannski margir eftir því þegar hún skrifaði reglulega fréttir/pistla bæði á þennan góða vef feykir.is og í Feykis blaðið um förðun og ýmislegt annað skemmtilegt.
Meira

Leiðangur Polar Row endar á Sauðárkróki

Hópur ævintýramanna, undir forystu Fiann Paul, hefur undanfarnar vikur róið á opnum báti yfir Norður Atlantshafið frá Noregi til Svalbarða og þaðan til Jan Mayen. Þaðan er ætlunin að róa til Íslands og taka land á Sauðárkróki. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem róið er á þessum slóðum svo langar vegalengdir og setja ræðararnir því nokkur met í leiðangrinum.
Meira

Treg veiði víðast hvar

Enn er veiði almennt minni í húnvetnskum laxveiðiám en á sama tíma í fyrra og sömu sögu er að segja af flestum öðrum ám á landinu.
Meira

Úrslit íþróttamóts Þyts

Hestaíþróttamót hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið 18. og 19. ágúst sl. og fór fram forkeppni í tölti í öllum flokkum, T2 og gæðingaskeiði. Á heimasíðu félagsins segir að veðrið hafi ekki leikið við mótsgesti fyrri daginn því hausthretið hafi mætt snemma þetta árið með kalsa rigningu og roki. En seinni dagurinn var fínn veðurlega séð og mun léttara yfir keppendum.
Meira