Fréttir

Skorað á ráðherra og þingmenn að bregðast við

Byggðarráð Blönduóss fjallaði um erfiða stöðu sauðfjárbænda á fundi sínum í gær og tekur í sama streng og sveitarstjórn Húnavatnshrepps og byggðarráð Húnaþings vestra sem einnig hafa lýst yfir þungum áhyggjum af því hvert stefnir.
Meira

Júdóhelgi í Skagafirði

Helgina 11. til 13. ágúst síðastliðinn tók Júdódeild Tindastóls á móti gestum frá Linköping og Stokkhólmi í Svíþjóð, Júdódeild Ármanns í Reykjavík og júdófélögum á Norðurlandi. Um var að ræða framhald af heimsókn Júdódeildar Ármanns og Júdódeildar Tindastóls til júdófélagsins Linköping Judo í Svíþjóð frá því í fyrrasumar. Að þessu sinni voru það Svíarnir sem komu til Íslands og auk júdófólks frá Linköping bættust við iðkendur úr júdófélaginu IK Södra Judo frá Stokkhólmi. Samtals tuttugu krakkar og fjórtán fullorðnir.
Meira

Kynjaveröld í Kakalaskála um helgina

Laugardaginn 26. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands. Málþingið ber yfirskriftina Kynjaveröld í Kakalaskála og þar verða flutt erindi sem tengjast konum frá öllum tímum og sérstaklega í Skagafjörð. Dagskráin hefst kl 14 og stendur til kl 16:30 og er aðgangur ókeypis.
Meira

Sigur, tap og jafntefli um helgina

Það var mikið um að vera á fótboltasviðinu um helgina hjá meistaraflokksliðunum á Norðurlandi vestra. Tindastóll krækti í dýrmæt stig með stórsigri á Hetti og kom sér þar með í 7. sæti 2. deildar með 21 stig, jafnmörg og Höttur sem er sæti neðar með lakara markahlutfall. Stólastelpur þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Víkingi Ólafsvík og eru í bullandi fallhættu, Kormákur/Hvöt tapaði líka gegn Árborg en Drangey lék tvo leiki og náði fjórum stigum úr þeim.
Meira

Haukur nýr framkvæmdastjóri Eleven á Íslandi

Haukur B. Sigmarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Servio, sem er dótturfélag Securitas og er leiðandi í lúxusakstri og sérhæfðri öryggisgæslu á Íslandi. Eleven rekur meðal annars lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Höfuðstöðvar Eleven eru í Colorado í Bandaríkjunum en fyrirtækið rekur jafnframt lúxushótel, íbúðir og skíðaskála á framandi áfangastöðum víða um heim. Öll eiga þau það sameiginleg að vera sérsniðin að þörfum viðskiptavina Eleven með tilheyrandi útbúnaði, þægindum og möguleikum til afþreyingar og ævintýra.
Meira

Gáfu skipverjum hjartastuðtæki

Áhöfnin á Drangey fékk glænýtt hjartastuðtæki að gjöf frá tryggingafélaginu VÍS þegar skipið var vígt og skírt við hátíðlega athöfn um helgina. FISK, sem gerir skipið út, og VÍS hafa um árabil verið í öflugu og farsælu forvarnarsamstarfi til sjós í samvinnu við Slysavarnarskóla sjómanna. Það þótt því liggja beint við, þegar kom að því að velja gjöf vegna tilefnisins, að færa skipverjum mikilvægt öryggistæki.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Ungmenni frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursettu nýlega fjórtán hundruð birkiplöntur til endurheimtunar Brimnesskóga vestan við ána Kolku í Skagafirði. Landsvirkjun hefur lagt verkefninu lið um árabil undir yfirskriftinni “Margar hendur vinna létt verk“. Gróðursettar voru um fjögur hundruð plöntur í 1,5 lítra pottum og um eitt þúsund plöntur í 15 gata bökkum. Allar voru plönturnar gróðursettar með skít og skóflu, sem kallað er. Að þessu sinni var gróðursett kynbætt birki sem á rætur að rekja í Geirmundarhólaskóg í Hrolleifsdal.
Meira

Ljóst að um gríðarlegt tekjutap er að ræða

Byggðarráð Húnaþings vestra ræddi þá erfiðu stöðu sem sauðfjárbændur standa nú frammi fyrir á fundi sínum í dag. Ljóst er að tekjutap bænda verður gríðarlegt komi sú lækkun á afurðaverði sem tilkynnt hefur verið til framkvæmda og hefur það áhrif á samfélagið allt en ekki aðeins sauðfjárbændur. Miðað við boðaða verðlækkun mun heildarverðmæti dilkakjöts í sveitarfélaginu lækka úr 426 milljónum haustið 2016 niður í 281 milljón á þessu hausti og er það lækkun um 145 milljónir króna. Svohljóðandi bókun var lögð fram á fundinum:
Meira

Ályktað um sjókvíaeldi á norskum laxi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum um stórfellt eldi frjórra norskra laxa við strendur landsins þar sem ljóst sé að slíkt eldi geti haft margvísleg neikvæð áhrif á villta stofna silunga og laxa. Erfðablöndun sé þó þeirra alvarlegust.
Meira

Framleiðsla á mann er hvergi minni en á Norðurlandi vestra

Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið úr skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015 og er þetta í áttunda skipti sem slík skýrsla er unnin. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar eru að hagvöxtur á tímabilinu mældist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og að á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman.
Meira