feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.11.2017
kl. 14.11
Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á mánudaginn kemur, þann 13. nóvember, og hefst dagskráin klukkan 13. Á vef SSNV segir að á Haustdeginum megi fá svör við spurningum eins og: „Hvað er þetta með alla þessa kínversku ferðamenn? Ætli við séum tryggð fyrir því ? Hvernig fáum við fleiri Kana til okkar ? Hvað er að frétta af beina fluginu ?“ og mörgum fleiri sem brenna á ferðaþjónustuaðilum.
Meira