Fréttir

Lestrarstefna Skagafjarðar - Lestur er börnum bestur

Lestur er börnum bestur er yfirskriftin á Lestrarstefnu Skagafjarðar sem út kom nú á dögunum en frumkvæði að gerð hennar áttu deildarstjórar sérkennslu í grunnskólum fjarðarins.
Meira

Kjúklingaréttur með Ritzkexi og sjúklega gott Nicecream

Matgæðingar vikunnar í 34. tölublaði Feykis árið 2015 voru Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Jón Benedikts Sigurðsson á Hvammstanga. Þau buðu lesendum upp á uppskrift af kjúklingarétti með Ritzkexi í aðalrétt en svokallað Nicecream í eftirrétt.
Meira

Lífsmark handan fjallsins

Hinrik Már Jónsson á Syðstu-Grund í Skagafirði hefur orð á sér fyrir að geta sagt margt í fáum orðum og nú er komin út ljóðabók þar sem hann glímir við þá íþrótt að semja ljóð í fáum orðum. „Orð eru dýr og þarf að fara sparlega með,“ segir í formála bókarinnar sem ber heitið Lífsmark handan fjallsins.
Meira

Fyrstu réttir um helgina

Nú styttist í göngur og réttir sem eru án efa viðburðir sem margir bíða með eftirvæntingu. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra verða á morgun, þann 2. september, þegar réttað verður á fjórum stöðum í Skagafirði og einum í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir hefur nú tekið saman lista yfir réttir á svæðinu. Er hann að mestu unninn upp úr Bændablaðinu og er þar tekið fram að ekki sé ólíklegt að eitthvað sé um villur á listanum og eins geti náttúruöflin átt þátt í að breyta fyrirætlunum með stuttum fyrirvara. Ef glöggir lesendur verða varir við rangar dagsetningar væru athugasemdir vel þegnar á netfangið feykir@feykir.is.
Meira

Ánægjusvipurinn þegar maður hefur smakkað á góðu hvítvíni - myndband

Ánægjusvipurinn þegar maður hefur smakkað á góðu hvítvíni
Meira

Þetta er ástæðan fyrir því að við elskum hunda - myndband

Hér fylgir skemmtilegt myndband af hundum sem fær þig til að brosa
Meira

Plastlaus september

Í dag, 1. september, hófst formlega árvekniátakið Plastlaus september. Verkefninu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hve gífurlegt magn af plasti er í umferð og að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.
Meira

Eldhús fær nýtt útlit - myndir

Þá er komið að því að sjá hvaða breytingar þau hjón, Hrafnhildur og Logi, gerðu inn í eldhúsinu sínu. En eins og kom fram í síðustu færslu þá keyptu þau sér hús í sumar á Sauðárkróki og hafa verið að taka ýmislegt í gegn undanfarið. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með henni á Snapchat endilega addið henni hrafnhv en þar deilir hún með fylgjendum sínum öllu milli himins og jarðar ásamt framkvæmdagleði þeirra hjóna.
Meira

Af hverju að baka um helgina ef þú getur látið aðra um það?

Það er vaninn hjá mér fyrir hverja helgi að setja inn uppskrift af einhverju helgargóðgæti en því miður verður enginn uppskrift fyrir þessa helgina. En fyrir þá sem hafa fylgst með hér á feykir.is og hugsað í hvert skipti "best að baka þessa um helgina" en ekki látið verð af því, þá er um að gera að skella sér á kaffihlaðborðið á Samgönguminjasafninu í Stóragerði á sunnudaginn nk. milli 14-17, því þar verður hægt að smakka á öllum kökuuppskriftunum sem ég hef deilt með ykkur.
Meira

Ályktun fundar sauðfjárbænda

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi á Blönduósi í fyrrakvöld. Svohljóðandi ályktun var lögð fyrir fundinn og hún samþykkt.
Meira