Fréttir

Sóknaráætlun Norðurlands vestra stendur fyrir starfakynningu

Nær daglega heyrist í fréttum að erfiðlega gangi að fá iðnaðarmenn til starfa, að mikill skortur sé á iðn- og tæknimenntuðu fólki og þar fram eftir götunum. Ýmsar tilgátur hafa verið uppi um ástæðu þess að unga fólkið okkar leitar síður í nám í þessum greinum en í hefðbundið bóklegt nám, meðal annars er því kennt um að skólakerfið sé frekar sniðið að þörfum þeirra sem hyggja á bóklegt nám en hinna.
Meira

Innköllun á Floridana safa í plastflöskum

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun Ölgerðarinnar á ávaxtasafa, öllum bragðtegundum og öllum dagsetningum. Innköllunin er gerð vegna þess að yfirþrýstingur hefur myndast í flöskunum og valdið nokkrum slysum þegar flöskurnar hafa verið opnaðar.
Meira

Vissir þú að á Sauðárkróki leynist lítið fjölskyldufyrirtæki sem er að hanna og smíða fallega heimilismuni?

Já þó maður búi í litlu samfélagi og maður heldur að maður viti allt sem er að gerast þá er það langt frá því að vera þannig
Meira

Opna Advaniamótið í úrhellisrigningu

Á laugardaginn var Opna Advania mótið haldið á Hlíðarendavelli þar sem spilaður var betri bolti – punktakeppni – og voru tíu lið skráð til leiks. Tveir og tveir skráðu sig saman og gilti betra skor á holu. Keppendur fengu 7/8 af leikforgjöf. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að duglega hafi rignt á keppendur meginhluta mótsins en að sama skapi hafi vindinn lægt og hlýtt verið í veðri.
Meira

Vetrarstarf að hefjast hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Leikfélag Sauðárkróks er nú farið að huga að vetrarstarfinu og boðar til fundar í kvöld í gamla Tengilshúsinu eða Puffins and friends að Aðalgötu 26.
Meira

Er smá mánudagur í þér? - myndband

Mánudagar geta stundum verið erfiðir eftir annasama helgi... þetta myndband er svolítið ég í dag:)
Meira

Tap hjá Stólastúlkum í síðasta heimaleik sumarsins

Í sunnudagsblíðunni í gær þá fengu Tindastólsstúlkurnar eitt af toppliðum 1. deildarinnar, HK/Víking, í heimsókn. Gengi Tindastóls hefur ekki verið gott í síðustu leikjum og hver leikurinn af öðrum tapast og það varð engin breyting á því í gær þrátt fyrir ágæta frammistöðu. Lokatölur voru 0-2 fyrir gestina.
Meira

Ungur fatlaður Blönduósingur berst fyrir draumi sínum.

Rúnar Þór Njálsson er 25 ára gamall Blönduósingur sem berst nú fyrir draumi sínum. Rúnar er með CP fjórlömun og er í hjólastól en hann fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og vó þá aðeins fjórar merkur.
Meira

Ný göngukort komin út

Ný göngukort yfir svæðið á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu eru nú komin út. Annað kortið nær yfir Skagann á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, hitt yfir svæðið frá Skagafirði til Vatnsdals.
Meira

Rennblautur og dýrmætur baráttusigur Tindastólsmanna

Tindastóll og Víðir mættust á Sauðárkróksvelli í dag í úrhellisrigningu en logni. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum; Stólarnir vildu reyna að fjarlægjast botnbaráttuna en Víðismenn sáu glitta í sæti í 1. deild að ári. Leikurinn var fjörugur og þegar upp var staðið var búið að sækja boltann sex sinnum í mörkin en ferðir Víðismanna reyndust fleiri. Þetta var ekki góður dagur fyrir Ísland á körfubolta- og fótboltavellinum en fínn fyrir Stólana. Lokatölur 4-2 fyrir Tindastól.
Meira