Fréttir

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum

Vegna viðgerðar við dælustöð verður lokað fyrir heita vatnið á Sauðárkróki og að Gili í Borgarsveit miðvikudaginn 30. ágúst frá kl 17 og fram eftir nóttu.
Meira

Blóðgjöf er lífgjöf

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð miðvikudaginn 30. ágúst frá kl. 12:00-17:00 og fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 09:00-11:30.
Meira

Finnbogi og Friðrik semja við Stólana

Það er greinilegt að uppskeran ætlar að verða góð þetta haustið hjá stjórn körfuboltadeildar Tindastóls því blekið er vart þornað á samningi Helga Freys þegar fréttir berst frá Sjávarborg af því að tveir snillingar í viðbót hafa ritað nöfn sín á samningsblöð. Þetta eru hestasveinarnir, Finnbogi Bjarnason og Friðrik Þór Stefánsson.
Meira

Hákon Ingi Rafnsson endaði í 3. sæti í lokamóti Íslandsbankaraðarinnar

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram um síðustu helgi á golfvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG ) á Leirdalsvelli. Keppt var í flokkum frá 14 ára og yngri og upp í 21 árs aldur. Golfklúbbur Sauðárkróks átti þrjá þátttakendur á þessu móti.
Meira

Grátlegt jöfnunarmark Vestra fyrir vestan

Baráttan í 2. deildinni í knattspyrnu heldur áfram og Tindastólsmenn voru nálægt því að krækja í öll þrjú stigin sem í boði voru gegn Vestra á Ísafirði á laugardaginn. Vestfirðingarnir tóku hins vegar upp á því að jafna leikinn á 94. mínútu og liðin fengu því sitt stigið hvort. Lokatölur 2-2.
Meira

Opinn fundur um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði standa fyrir opnum umræðufundi um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 30. ágúst nk. klukkan 20:00.
Meira

Stelpurnar féllu um deild

Stólastelpur fengu Sindra frá Höfn í Hornafirði í heimsókn sl. laugardag í 1. deildinni í fótbolta og dugði þeim ekkert annað en sigur og hagstæð úrslit annarra leikja til að halda sér uppi. Ekki voru happadísir með Stólunum sem töpuðu leiknum 2-4.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Hef öðlast dýrmætan skilning og sannarlega stækkað sjóndeildarhringinn – Viðtal

Þuríði Hörpu Sigurðardóttur þekkja flestir íbúar Skagafjarðar og þó víðar væri leitað. Hún hefur lengi verið viðriðin útgáfu auglýsingamiðilsins Sjónhornsins, sem allir á Norðurlandi vestra þekkja í dag, og stýrir Nýprenti sem sér m.a. um útgáfu þess sem og okkar blaðs, Feykis. Allt frá því að Þuríður slasaðist fyrir áratug hefur hún verið með mörg járn í eldinum fyrir utan það að takast á við afleiðingar þess og núna ræðst hún í enn eitt verkefnið. Hefur hún ákveðið að bjóða fram krafta sína sem formaður Öryrkjabandalags Íslands en kosning um það embætti fer fram í haust. Feyki langaði til að vita hvað rekur hana til að ráðast í slíkt verkefni með þeim miklu tilfæringum sem það mun hafa í för með sér.
Meira

Stólastelpur berjast fyrir veru sinni í 1 .deild

Stelpurnar í Tindastól fá Sindra á Hornafirði í heimsókn á Krókinn í dag og hefst leikur klukkan 14:00. Ekkert annað en sigur dugar Stólastelpum ætli þær að halda sé í deildinni. Nú þurfa Króksarar að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum. Stólar eru í 10. sæti, sem er jafnframt botnsætið, með 8 stig eftir 15 leiki en Víkingur Ólafsvík hefur 11 stig eftir 16 leiki þannig að Stólar geta jafnað Víking með sigri. Í 7.-8. sæti sitja Hamrarnir og Sindri með 16 stig en Sindri eftir 15 leiki líkt og Stólar.
Meira