Fréttir

Nýr brunabíll á Blönduós

Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu hafa fest kaup á nýjum slökkvibíl og var hann til sýnis á Húnavökunni um síðustu helgi. Bifreiðin, sem keypt var af Feuerwehrtechnikberlin, er af tegundinni MAN, með sex þúsund lítra vatnstanki, 500 lítra froðutanki og öllum öðrum nauðsynlegum búnaði.
Meira

Markmannsþjálfari landsliðsins skagfirskur

Við sögðum frá því í vikunni að marvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, væri með skagfirskt blóð í æðum. Nú höfum við fengið fregnir af fleirum Skagfirðingum sem tengjast liðinu því að í æðum Ólafs Péturssonar, markmannsþjálfara, rennur einnig skagfirskt gæðablóð.
Meira

Menningarbúskapur í fjárhúsunum á Kleifum við Blönduós

Á morgun, laugardaginn 22. júlí kl. 14:00, verður opnuð sýning sem samanstendur af fjórum vídeóverkum í gömlum fjárhúsum á bænum Kleifum, rétt við Blönduós. Það er myndlistarmaðurinn Finnur Arnar Arnarson sem unnið hefur að undirbúningi og uppsetningu sýningarinnar, ásamt konu sinni, Áslaugu Thorlacius.
Meira

Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma og aðra lausafjármunir

Á vef Svf. Skagafjarðar er vakin athygli á því að sækja þarf um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Þar er m.a. um að ræða hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Meira

Ekkert mál að fá selfí með Guðna

Stelpurnar okkar stóðu sig afar vel á móti Frökkum á EM í fótbolta í Hollandi sl. þriðjudag þrátt fyrir tap. Eins og kunnugt er lék ítalski dómarinn stórt hlutverk með úrslit leiksins þegar hún dæmdi víti sem Frakkar skoruðu úr og hirtu þar með öll stigin. Íslensku stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum úr stúkunni en þar á meðal voru Skagfirðingar sem létu vel í sér heyra.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Eins og allir vita eru Strandamenn náttúrubörn sem í gegnum ár og aldir hafa glímt við náttúruöflin og lært að lifa með þeim. Þeir heyra grasið gróa og snjóinn snjóa og vita hvað það þýðir þegar hrafninn klöktir til beggja átta á bæjarhlaðinu. Nú stendur til að halda afar óvenjulega útihátíð á Ströndum helgina 28.-30. júlí, svokallaða Náttúrubarnahátíð. Þar fá gestir á öllum aldri, bæði börn og fullorðnir, tækifæri til að finna og rækta sitt innra náttúrubarn.
Meira

Blönduhlaup gekk vel í góðu veðri

Blönduhlaup USAH var hlaupið síðasta laugardag í ljómandi veðri og gekk vel fyrir sig. Einungis 27 hlauparar skráðu sig til leiks sem er talsvert minni þátttaka en verið hefur undanfarin ár, þar af voru aðeins sex heimamenn, og vonast skipuleggjendur hlaupsins til að sjá breytingu á því í næsta Blönduhlaupi.
Meira

Landsmenn taki þátt í 100 ára sjálfstæðis- og fullveldisafmæli Íslands

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Kallað verður eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna með tillögum að verkefnum á hátíðardagskrána sem standa mun allt árið 2018. Nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðarinnar hefur hafið störf.
Meira

Endurgjaldslaus námsgögn í Blönduskóla

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í gær var samþykkt að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti endurgjaldslaust. Er það liður í því að vinna gegn mismunum barna og styður við að öll börn njóti jafnræðis í námi, að því er segir í fundargerð byggðaráðs. Þar kemur einnig fram að Ríkiskaup hafa ákveðið að bjóða upp á sameiginlegt örútboð á námsgögnum grunnskóla og samþykkti byggðaráð að taka þátt í því.
Meira

Góð upplifun blaðamanns Vísis á Drangeyjartónleikum

Blaðamaðurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar skemmtileg grein á Vísi.is, um upplifun sína á Drangey Music Festival sem haldin var fyrr í sumar á Reykjum á Reykjaströnd. Ekki fer á milli mála að hann, ásamt börnum sínum ungum, skemmti sér vel í góðri stemningu í þúsund manna partýi.
Meira